Við skulum vona að sem fæstir hafi lent í því að upplifa flutter á vélunum sínum en það er ekki víst að allir hafi kynnst því eða viti hvað það er. Oft fylgir því hátt hljóð sem hljómar eins og einhver sé að snúa hrossbrest á miklum hraða eða fara yfir kindagrind.
Hér má sjá dæmi um flökt
http://media.putfile.com/Laser-200-bit-by-flutter-bug
http://www.tjbatix.com/tj-edgeflutter.wmv
Fyrir nokkrum árum var ágætis grein í M.A.N. um það hvernig hægt væri að koma í veg fyrir flökt og er sjálfsagt að benda mönnum á að kynna sér efni hennar.
Nú þegar júlímánuður er að lokum kominn þá er stutt í þá viðamiklu dagskrá sem verður í ágústmánuði en þar á meðal er Piper Cub mótið, flugkoman á Akureyri, flugkoma stórskalamódela skv. IMAA reglum og síðast en ekki síst Fréttavefsflugkoman sem að þessu sinni verður haldinn af Smástundarmönnum á Eyrarbakkaflugvelli.
Smástundarmenn hafa lofað að toppa flugkomuna sem Flugmódelfélag Suðurnesja hélt í fyrra svo nú er bara að fjölmenna á svæðið og skemmta sér í góðra vina hóp.
31.07.2006 - Flökt eða flutter og ágúst nálgast
Re: 31.07.2006 - Flökt eða flutter og ágúst nálgast
Icelandic Volcano Yeti
Re: 31.07.2006 - Flökt eða flutter og ágúst nálgast
Meira flökt > http://www.youtube.com/watch?v=ENcIZVx-o9c
Icelandic Volcano Yeti
Re: 31.07.2006 - Flökt eða flutter og ágúst nálgast
Ef Smástundamenn ættla að toppa síðustu samkundu sem þeir héldu þá þarf bara einn þeirra að mæta á svæðið. 

Re: 31.07.2006 - Flökt eða flutter og ágúst nálgast
Það verður náttúrulega ennþá erfiðara fyrir Smástund að toppa Fréttavefsflugkomuna 2007 þar sem við réðumst út í það að byggja nýjan flugvöll bara fyrir hana
:rolleyes:



Icelandic Volcano Yeti