Rjómi
Sverrir var búinn að setja inn leiðbeiningar um hvernig á að stilla blöndung á þessa slóð:
http://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?id=592
Ég tók mér það bessaleyfi að þýða það á íslensku:
STILLING Á BLÖNDUNGI MEÐ TVÆR NÁLAR
FYRRI HLUTI – AÐAL NÁLIN
SKREF 1 – Settu eldsneyti í tankinn þar til komið er u.þ.b. 1/3 í hann.
SKREF 2 – Opnaðu inngjöfina á fullt og skrúfaðu nálina alla leið inn.
SKREF 3 – Skrúfaðu nálina þrjá heila snúninga út aftur.
SKREF 4 – Settu fingur yfir inntakið á blöndungnum og snúðu spaðanum sex sinnum.
SKREF 5 – Taktu fingurinn af inntakinu og dragðu af inngjöfinni í u.þ.b. einn þriðja af gjöf.
SKREF 6 – Tengdu glóðarkertið.
SKREF 7 – Startaðu mótornum. (minn fór auðveldlega í gang þegar hér var komið ´n þess að nota rafmagnsstartara)
SKREF 8 – Gefðu varlega í (mikilvægt) þar til fullri inngjöf er náð.
SKREF 9 – Aftengdu glóðarkertið.
SKREF 10 – Haltu nefinu á módelinu upp í u.þ.b. 60 gráður.
SKREF 11 – Skrúfaðu nálina inn þar til fullum gangi er náð.
SKREF 12 – Skrúðafu nálina eitt eða tvö hök út aftur frá fullum gangi.
SKREF 13 – EKKI BREYTA STILLINGUM Á AÐAL NÁLINNI EFTIR ÞETTA
SEINNI HLUTI – HÆGAGANGSNÁLIN STILLT
SKREF 14 – Dragðu úr inngjöf þar til hún er opin u.þ.b. ¼ (það er hraður hægagangur).
SKREF 15 – Skrúfaðu hægagangsnálina ÚT einn fjórða úr hring.
SKREF 16 – BÍDDU í 5 sekúndur og fylgstu með breytingum.
SKREF 17 – Ef það HÆGIR Á mótornum skrúfaðu þá hægagangsnálina aftur inn eins og hún var.
SKREF 18 – Skrúfaðu hægagangsnálina inn einn fjórða úr hring.
SKREF 19 – BÍDDU í 5 sekúndur og fylgstu með breytingum.
SKREF 20 – Ef mótorinn herðir á sér þá ertu að fara í rétta átt – Þú þarft að skrúfa hægagangsnálina inn eða út þar til besta hægagangi er náð.
SKREF 21 – Gefðu fullt inn og fylgstu með viðbragðinu.
SKREF 22 – Ef mótorinn hikar við, þá þarftu að skrúfa hægagangsnálina ÖRLÍTIÐ út.
SKREF 23 – Ef mótorinn hikstar og spýtir eldsneyti út um blöndungsopið, þá þarftu að skrúfa hægagangsnálina ÖRLÍTIÐ inn.
SKREF 24 – Gefðu fulla gjöf og athugaðu aftur stillingu aðal nálarinnar með nefið á módelinu upp í loftið.
--------------------------------------------------------------------------------
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði