Benedikt
Svona til að svala forvitni þinni, þá tókum við upp þennan 20KHz aðskilnað þegar Steve Holland kom hingað og flaug á flugkomunni 2004. Hann benti á að þó líkurnar á truflunum með 10KHz bili væru sáralitlar, þá væru þær fyrir hendi og þegar um er að ræða sýningarflug þar sem almenningur hefur aðgang og gæti hugsanlega lent í hættu, þá væri 20KHz aðskilnaður ódýrasta trygging sem hægt er að fá. Við vorum honum hjartanlega sammála og höfum það sem reglu á flugkomunni að hafa 20KHz á milli flugmanna, en aldrei annars. Þegar við erum einir og sér að fljúga á Melunum og erum ekki að reyna að fá almenning til að koma og dást að okkur, þá höfum við þetta sama 10KHz bil og þið hinir.
Að auki má benda á að við kaupum sérstaka tryggingu fyrir flugkomuna og ef eitthvað kemur uppá, þá viljum við geta sýnt fram á að við höfum gert allar þær varúðarráðstafanir sem mögulegt er að gera. Þess vegna skoðuðum við öll módel sem flugu líka, til að geta sagst hafa gert það, ekki vegna þess að við vantreystum eigendunum.
Aðskilnaður á milli rása
Re: Aðskilnaður á milli rása
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Aðskilnaður á milli rása
btw... ég var ekkert að spá sérstaklega í ykkar flugkomu, bara tók það sem dæmi.
en nú eru komnar einhverjar kenningar um þetta og þá er takmarkinu náð með þessum póst
kv
-benni
en nú eru komnar einhverjar kenningar um þetta og þá er takmarkinu náð með þessum póst
kv
-benni
If you ain't crashing, you ain't trying !