Eru dísil-bílvéla sérfræðingar eða spekúlantar hér?

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Eru dísil-bílvéla sérfræðingar eða spekúlantar hér?

Póstur eftir Agust »

[quote=einarak][quote=Agust]Ég þakka ykkur öllum fyrir hjálpina.

Ingi Guðjóns hringdi í mig og sagði mér að hann hefði lent í mjög svipuðum vandamálum, þ.e. kolsvörtum reyk þegar gefið er inn. Eftir mikla leit reyndist vandamálið vera bilun í intercooler, þ.e. leki. Kælirinn kældi sem sagt ekki.

Ég náði mér á netinu í viðgerðarhandbók sem er nokkur hundruð blaðsíður. 400Mb að stærð. Ítarlegt og vandað. Kostaði $20. Nú er bara að lesa og læra, spá og spekúlera, og prófa... :)[/quote]

Það er reyndar ekki það að intercoolerinn sé ekki að kæla, hinsvegar ef það er gat á honum þá er turbinan að blása lofti út úm gatið, lofti sem loftlæðiskynjarinn er búinn að mæla og tölvan gerir ráð fyrir inná vélina og skammtar eldsneytið í samræmi við það. Þetta loft er hinsvegar að sleppa út um rifuna á intercoolernum í stað þess að fara inn á vélina, og þar af leiðandi verður eldsneytisblandan of "rík" og reykurinn svartur.[/quote]


Hjá mér sýnist mér Intercoolerinn vera loftkældur með rafmagnsviftu. Ég kann að hafa misskilið Inga, en mér skildist að hjá honum hafi kælirinn verið vatnskældur og leki verið í vatnsrásinni. Það getur vel verið að ég hafi misskilið.

Hvað um það, þá náði ég mér í verkfæri í dag. Tork skrúfurnar í loftflæðisskynjaranum eru með öryggispinna þannig að ég náði mér í torkskrúfbita með holu í endann í Verfærabúðinni... Mikill munur að hafa góðan Service Manual...
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Eru dísil-bílvéla sérfræðingar eða spekúlantar hér?

Póstur eftir einarak »

Það ætti ekki að hafa svo mikil áhrif þótt vatnið færi af "water to air" intercoolernum, því það er hitanemi eftir kælirinn sem tölvan notar til að stilla af eldsneytisskömmtunina miðað við loftintaks hita.
En í þínu tilfelli (air to air intercoller), ef það er einhversstaðar gat á kerfinu milli airflow sensor og túrbinu (ómælt loft sleppur inn) eða milli turbínu og vélar (mælt loft sleppur út), þá ruglast blandan, þannig að það er svona líklegasta skýringin. Gætir mögulega reynt að hlusta á loftlagnirnar frá túrbínunni meðan bílnum er gefið inn hvort þú heirir blásturshljóð út úr lögninni einhversstaðar
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Eru dísil-bílvéla sérfræðingar eða spekúlantar hér?

Póstur eftir Agust »

Bilunin líklega fundin:


Þegar ég tók upp plasthlífina sem er yfir vélinni, en þá blasir intercoolerinn við, tók ég eftir olíugumsi á eldveggnum fyrir aftan hann og neðan, og þar í kring.

Ég fékk konuna til að stíga á bensíngjöfina meðan ég þreifaði undir kælinum þar sem olíubletturinn er aðeins sýnilegur að ofan, en olíudrullan er undir. Það gustaði vel á hendina, nánast rok!

Þessi olía er væntanlega eitthvað sem á löngum tíma hefur sullast úr legunum í túrbóþjöppunni, en þær eru væntanlega smurðar með mótor-smurolíunni.

Þarna virðist vera gat á kælinum. Þetta hefur farið fram hjá viðgerðarmönnum BL, en þið snillingarnir komu mér á sporið :-)

Nú er það bara spurning, er einhver sem gerir við svona lagað? Er hægt að lagfæra kælikassann, eða þarf að skipta um hann?


Hér eru nokkrar myndir:



Mynd

Konan steig olíugjöfina í botn. Það væri ekki amalegt að vera með svona reykkerfi í módelinu!


Mynd

Undir horninu vinstra megin á kælinum virtist gusta vel út. Olín sést á eldveggnum. Jafnvel sést olía ofan á kælinum á horninu.


Mynd

Ég tróð myndavélinni undir kælinn þar sem drullan var mest og smellti af mynd.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Eru dísil-bílvéla sérfræðingar eða spekúlantar hér?

Póstur eftir einarak »

ef það er á annaðborð hægt að sjóða þetta saman, þá mundi ég mæla með Áliðjunni eða einhverjum sambærilegum sem sérhæfa sig í álsuðu/vinnslu, því það getur verið ansi snúið að sjóða álið.
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Eru dísil-bílvéla sérfræðingar eða spekúlantar hér?

Póstur eftir Agust »

Þá er bíllinn kominn í lag. :)


1,5 klst á verkstæðinu + 1 klst aðkeypt vinna hjá álsuðumanni. Samtals hljóðaði því reikningurinn frá verkstæðinu upp á 2,5 klst.

Nýr intercooler kostar 90.000 hjá umboðinu, en gert var við minn fyrir jafngildi klukkustundar vinnu. Hinn vinnuliðurinn hefði orðið jafnhár þó itercoolerinn hefði verið nýr.

Góður félagi okkar, módelflugmaður, benti mér verkstæði sem hann hafði góða reynslu af. Ég hringdi þangað og var mér boðið að koma með bílinn strax. Á verkstæðinu mætti ég einstaklega ljúfmannlegu viðmóti of fann strax að þar voru fagmenn sem kunnu meira fyrir sér en að skipta út gömlum hlutum fyrir nýja, eins og gert er hugsunarlaust á mörgum verkstæðum í dag. Sem sagt, viðgerðarmenn en ekki bara skiptarar.

Verkstæðið góða heitir Bílahlutir og er á Eldshöfða 4. Sumir þekkja það sem Jeppapartar. www.bilahlutir.com.

Enn og aftur þakka ég ykkur öllum fyrir aðstoðina!

Nú er það spurningin, hvað á ég að gera við aurinn sem ég sparaði mér? Fjárfesta í módelefni?
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Gauinn
Póstar: 603
Skráður: 29. Maí. 2012 23:24:07

Re: Eru dísil-bílvéla sérfræðingar eða spekúlantar hér?

Póstur eftir Gauinn »

Við herflugvöllinn á Kaldaðarnesi unnu margir Íslendingar.
Þeir gátu keypt sér tóbak á miklu lægra verði þar.
Einn vörubílaeigandinn reykti ekki, en fannst blóðugt að geta ekki grætt eins og hinir.
Svo auðvitað fór hann að reykja.
Fann seinna út, að því meir sem hann reykti því meir "græddi" hann.

Er þetta ekki kallað "þjóðarframleiðsla" eða eitthvað svoleiðis.
Þú þyrftir eiginlega að gera fleirri göt á kælinn, þá gætir þú gert eitthvað verulega flott í áhugamálunum :-)
Langar að vita miklu meira!
Passamynd
Ingimundur
Póstar: 11
Skráður: 6. Apr. 2012 21:00:31

Re: Eru dísil-bílvéla sérfræðingar eða spekúlantar hér?

Póstur eftir Ingimundur »

Sæll stórgrúskari.Þar sem ég er vélstjóri þá blanda ég mér í umræðuna.
Það er lang líklegast að þitt vandamál ( svarti reykurinn ) sé leki á lögninni frá túrbínu gegnum millikælinn að vél. Eða þá að túrbínan sé ekki að skila sínu því þú segir hann ekki reykja mikið í venjulegri keyrslu.
Eitt helsta einkenni þess ef túrbínan er farin að svíkjast um eða lögnin frá henni að vél eða millikælirinn leka er reykur og það mikill og svartur sé lekinn mikill, eða túrbínan orðin mjög slöpp. Ef hinsvegar spissar væru lélegir þá ætti vélin að reykja hvítleitum reyk í hægagangi og getur verið leiðinleg í gang köld.
Áður en þú ferð út í að kosta miklu til er það einfalt að skoða lögnina frá túrbínunni og millikælinn til að fullvissa sig um að ekkert leki.
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Eru dísil-bílvéla sérfræðingar eða spekúlantar hér?

Póstur eftir Agust »

Sæll Ingimundur.

Bíllinn komst í lag um miðja vikuna eins og fram kemur hér rétt fyrir ofan. Ástæðan reyndist rifa neðan á millikælinum. Akkúrat eins og þú giskaðir á. Alvöru viðgerðarmenn á góðu verkstæði voru ekki lengi að laga bílinn og skrapp ég í uppsveitir í dag. Meira afl og líklega minni eyðsla :)

Hvað sem öðru líður, þá er ég orðinn miklu fróðari um dísel mótora núna.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Svara