Bixlervinafélagið

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Bixlervinafélagið

Póstur eftir Agust »

Í morgun flaug ég mínum gamla Bixler í fallegu veðri. Hitinn um 0 gráður, glampadi sól og nánast heiður himinn, en smá gola, varla meira en 2 vindstig.

Ég átti von á að loftið væri nánast dautt í þessum kulda, en annað kom í ljós. Hrafn kom aðvífandi og fór að hnita hringi yfir flugbrautinni. Ég elti hann og klifraði í um 50 metra hæð og lét síðan vélina svífa, en hnitaði hringi eins og krummi. Í ljós kom að þarna var fínasta thermik þrátt fyrir kuldann og þegar krummi og Bixlerinn voru orðnir tilsýndar eins spörfugl í háloftunum þorði ég ekki hærra. Til að ná Bixlernum niður varð ég að beina honum niðurávið.

Sem sagt, Bixlerinn er ágætis sviffluga. Batteríið sem var í vélinni er 2,6Ah og því ekki af léttustu gerð.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Gaui
Póstar: 3772
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Bixlervinafélagið

Póstur eftir Gaui »

Þú athugar að thermik, eða uppstreymi kemur vegna hitamunar, þ.e. heitara loft rís. Ekki HEITT, HEITARA !!!

Þetta getur gerst (og gerist) í hörku frosti jafnt og sumarhita.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Bixlervinafélagið

Póstur eftir Agust »

[quote=Gaui]Þú athugar að thermik, eða uppstreymi kemur vegna hitamunar, þ.e. heitara loft rís. Ekki HEITT, HEITARA !!!

Þetta getur gerst (og gerist) í hörku frosti jafnt og sumarhita.

:cool:[/quote]


Það hefði samt mátt vera aðeins heitara sögðu puttanir :-)
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
maggikri
Póstar: 5881
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Bixlervinafélagið

Póstur eftir maggikri »

Varstu á Iðavöllum eða Hamranesi?
k
MK
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Bixlervinafélagið

Póstur eftir Agust »

Maggi.

Ég var að fljúga á Iðavöllum í góðu veðri. Tilgangurinn með pistlinum var fyrst og fremst að hrósa Bixler. Merkilega góð vél þrátt fyrir að hún sé ekki beinlínis falleg.

Annars var gaman að fylgja hrafninum upp í himinhvolið. Hann hnitaði hringi og sveif hærra og hærra og ég elti. Hann átti greinilega ekki í neinum vandræðum með að finna uppstreymið sem var töluvert öflugt.

Ég flaug stærri svifflugu nokkru seinna (FunTime 2,2M) en varð þá ekki var við uppstreymi.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Bixlervinafélagið

Póstur eftir Agust »

Byrjendur gætu haft gagn af þessu smíðavídeói:

Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
helgirunar
Póstar: 12
Skráður: 3. Des. 2009 06:47:34

Re: Bixlervinafélagið

Póstur eftir helgirunar »

Ég á einn sem ég keypti fyrir um ári, snilldar vél! Klárlega mest notaða vélin á mínu heimili... Tek hana með í allar ferðir um landið. Setti á hana GoPro myndavél og er aðeins að prófa mig áfram með það. Svolítið sluggish með svona mikið "load" um borð en samt þræl dugleg!
Passamynd
helgirunar
Póstar: 12
Skráður: 3. Des. 2009 06:47:34

Re: Bixlervinafélagið

Póstur eftir helgirunar »

Heyrðu, ein spurning.... Hvaða batterý eru menn að nota? Gerð og stærð?

Er sjálfur með Rhino LiPo 1350 25C en annað fór að bólgna út svo ég fargaði því og er nú að plana að fá mér jafnvel aðeins stærra batterý og jafnvel Turnigy nano-tech.
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Bixlervinafélagið

Póstur eftir Agust »

Þetta hef ég notað:

http://www.hobbyking.com/hobbyking/stor ... duct=14489

Kannski þarf að fjarlægja járnskifurnar sem eru í nefinu til að ná réttu jafnvægi?
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Krissi
Póstar: 12
Skráður: 9. Apr. 2005 20:27:23

Re: Bixlervinafélagið

Póstur eftir Krissi »

Skemmtilegur þráður. Það væri kannski ekki úr vegi að menn myndu skrá sig hér:

http://www.rcgroups.com/forums/showthread.php?t=1889633

Er sjálfur skráður með mína uppi í sumarbústað sem er aðal "leiksvæðið" mitt.
Svara