Melgerðismelar - 1.júní 2013

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Gaui
Póstar: 3771
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Melgerðismelar - 1.júní 2013

Póstur eftir Gaui »

Óli Njáll er búinn að laga treinerinn sinn. Skrokkurinn, sem var í nokkuð góðri klessu er kominn saman aftur, að vísu um 2 sm styttri og það er kominn nýr vængur. Þessi vængur var skorinn úr frauðplasti, klæddur með pappír og sprautaður með afgangs lakki.

Það verður að segjast eins og er að Gula Hættan flaug eins og engill og flapsarnir virkuðu frábærlega!

Mynd

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Patróni
Póstar: 327
Skráður: 21. Jan. 2009 23:32:18

Re: Melgerðismelar - 1.júní 2013

Póstur eftir Patróni »

Já glæsilegt það,áttum okkar glorí móment í gær á frumflugi á rellu sem kom úr þessu svokölluðu hinu og þessu dóti,skrokkur eitthvað,vængur þaðan enn stélið af túdor 40, sem flaug eins og engill þó að proppinn hafi verið of lítill með litlum skurð þá var sterkur vindur strax eftir flugtak og hún var í mesta basli ná hæð(gæti verið stress í þeim sem flaug)Tekinn einn hringur sem gekk vel þangað til að vindur jókst meira þá gerðist það sem maður sér nú ekki oft í flugi fjarstýrðra módela að hún nánast stoppaði á flugi án þessa að ofrísa og mótor var í botn inngjöf og ég sem frumflaug gripnum mælti snarlega með við eigandan að fá sér stærri prop með meirri skurð og meðan að ég var að ráðleggja honum þetta þá hafði hún flogið kannski 1 meter áfram.Enn skemmtilegur gripur samt sem áður og getið þið séð myndir af henni á sméttbóksíður okkar patróinga https://www.facebook.com/pages/M%C3%B3d ... 453?ref=hl
Gísli Einar Sverrisson.MSV Patreksfirði
Hef ekki enn séð endirinn á þessari flugdellu.
Passamynd
Óli.Njáll
Póstar: 63
Skráður: 25. Jún. 2009 22:46:40

Re: Melgerðismelar - 1.júní 2013

Póstur eftir Óli.Njáll »

Ég er komin að þeirri niðurstöðu með þessa Túdor treinerara að lengi er hægt að lagfæra þá eftir svona smá flugatvik og það er ekkert víst að þeir versni neitt að ráði
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Melgerðismelar - 1.júní 2013

Póstur eftir Haraldur »

[quote=Gaui]Óli Njáll er búinn að laga treinerinn sinn. Skrokkurinn, sem var í nokkuð góðri klessu er kominn saman aftur, að vísu um 2 sm styttri og það er kominn nýr vængur. Þessi vængur var skorinn úr frauðplasti, klæddur með pappír og sprautaður með afgangs lakki.[/quote]

Erum við þá ekki að tala um nýja vél? :)
Passamynd
Gaui
Póstar: 3771
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Melgerðismelar - 1.júní 2013

Póstur eftir Gaui »

[quote=Haraldur]Erum við þá ekki að tala um nýja vél? :)[/quote]

"Þetta eru greinilega heimspekilegar vangaveltur og hefur því lítið sem ekkert með daglegt líf að gera." Oscar Wilde

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Melgerðismelar - 1.júní 2013

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Haha...

Fer að minna á grunnkennisetningu hómmópatíunnar, því meiri þynning, því minni líkur á að eitthvað af upprunalega efninu sé til staðar, því sterkari áhrif :D

Sp.: Hafiði heyrt um manninn sem óverdósaði á hómópatíulyfi?
Sv.: Hann gleymdi að taka skammtinn.



Þetta er það sem gefur flugmódellífinu gildi, að smíða, laga fljúga og njóta.

Til hamingju með endurgerðina Óli Njáll.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Svara