Super Stearman smíði

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Super Stearman smíði

Póstur eftir Gaui »

Ég kom við hjá Þresti í dag og þar var margt spjallað og skrafað. Rétt áður en ég hélt heim nefndi Þröstur hvort ég vildi ekki smíða fyrir hann svosem eitt stykki módel og segja frá því hér á vefnum. Þannig er, að undanfarnar vikur hef ég lítið smíðað og ég var meira að segja orðinn svo „desperat“ að ég tók til í bílskúrnum mínum, raðaði hlutum upp og sópaði gólfið. Mér sýndist að það væri kominn tími til að smíða svolítið aftur, svo ég tók boðinu feginshendi og hélt heim með Super Stermann frá Great Planes undir hendinni. Hér er kassin á einu smíðaborðinu mínu:
Mynd
Það má jafnvel sjá hreinleikann í kringum kassann ef vel er að gáð.

Ég byrjaði að því að taka allt upp úr kassanum til að gá að skemmdum. Hér er allt dótið:
Mynd

Ég gat ekki fundið neinar skemmdir, aftur á móti fann ég fullt af alls konar dóti, meira en maður setur í samband við ARTF módel. Ég held að orðið ALMOST sé oftúlkun. Ég fann líka leiðbeiningar upp á 40 blaðsíður og settist niður og las smávegis í þeim. Það kom líka á daginn að það borgar sig að lesa leiðbeiningar.
Mynd

Það fyrsta sem maður gerir er að renna með straujárni á filmuna og strekkja hana. Ég á ekki sokk á straujárnið, þannig að ég vafði bút af þurrkupappír utan um það til að fá ekki rispur á filmuna.
Mynd

Nú er hægt að festa hallastýrin á með CA lömum sem maður klippir sjálfur úr CA-lama renningi. Leiðbeiningarnar segja að maður skuli klippa fjórtán lamir fyrir hallastýrin. Hér stoppaði ég við og hváði. Það sem ég stóð með annan neðri vænginn í höndunum og sá fjórar rifur fyrir lamir á honum gat ég ekki annað en reiknað 4x4=16, ekki 14! Ég merkti renninginn upp og komst að því að ef ég gerði 16 lamir fyrir hallastýri, þá hefði ég ekki nægilegt efni í hin stýrin. Ég var farinn að velta fyrir mér að klippa mjórri lamir þegar mér hugkvæmdist að lesa leiðbeiningarnar betur. Þá kom í ljós að efri vængirnir eru bara með þrjár lamir hvor. Semsagt 4+4+3+3=14.

Ég setti lamir í neðra hallastýrið hægra megin og prófaði það á. Ein lömin, sú ysta, komst ekki í alla leið, þannig að ég varð að stytta hana:
Mynd

Þegar allt passa ði vel, þá límdi ég lamirnar í með CA lími, 6 dropa ofan og neðan á hverja löm.
Mynd

Hallastýrin pössuðu öll frábærlega vel, nema eitt, á öðrum efri vængnum, sem settist ekki alveg eins og það átti að gera. Ég varð að skera nýja rifu fyrir ystu lömina, hálfum millimetra fyrir ofan þá sem verksmiðjan setti til að stýrið sæti á réttum stað.

Það síðasta sem ég gerði í kvöld var að opna servógötin á neðri vængnum og finna bandið sem átti að vera þarna. Ég nota venjulega lítinn lóðbolta til að bræða filmuna á þessum stað því hún festist þá við brúnir gatsins.
Mynd

Lengi vel efaðist ég um að bandið væri þar sem leiðbeiningarnar sögðu að það ætti að vera, en eftir miklar þreifingar með litla putta (ég er ekki með mjóstu fingur í heimi) fann ég loksins fyrir bandinu. Það hafði verið límt svo rækilega að ég þurfti að toga það til í lengri tíma þar til það losnaði. Gaurinn á límbandinu hafði líka límt niður hinn endann á vængrótina, en þó þannig að þegar filman var sett á vænginn þá fór hún yfir límbandið. Það var eins gott að ég var ekki að flýta mér að rífa límbandið af, því þá hefði filman á vængnum fylgt með.

Sjáumst seinna þótt síðar verði.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11419
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Super Stearman smíði

Póstur eftir Sverrir »

Láttu mig endilega vita næst þegar þú lendir í svona krísu, ég get örugglega komið einhverju til þín ;)

Lofar annars góðu, hvað á að setja í nefið á henni?
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Super Stearman smíði

Póstur eftir Gaui »

Það er ekki alveg ákveðið, en gæti hugsanlega byrjað á Z
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Messarinn
Póstar: 936
Skráður: 1. Apr. 2005 12:44:30

Re: Super Stearman smíði

Póstur eftir Messarinn »

Jáá Z-fyrir Zorglub :) he he
verður svo Stermanninn til sölu já Þresti í lok samsetningarinnar?
Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar

A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
Passamynd
Árni H
Póstar: 1585
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Super Stearman smíði

Póstur eftir Árni H »

[quote=Messarinn]Jáá Z-fyrir Zorglub :) he he
verður svo Stermanninn til sölu já Þresti í lok samsetningarinnar?[/quote]
Verður ekki bara uppboð á vefnum? :)
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Super Stearman smíði

Póstur eftir Gaui »

Þið verðið að eiga við Þröst hvernig hann selur módelið, en vonir standa til að það verði mega-flott.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
kip
Póstar: 564
Skráður: 24. Apr. 2006 13:44:49

Re: Super Stearman smíði

Póstur eftir kip »

Þetta er spennandi! Nú er mál að koma upp nýrri smíðadagbók fyrir þetta verkefni á http://flugmodel.is/ er haggi?
Kristinn Ingi Pétursson
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11419
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Super Stearman smíði

Póstur eftir Sverrir »

Hvers konar skemmdarverkastarfsemi er þetta Kip :mad: Er þetta smíðahorn ekki nógu fínt fyrir þig lengur :P
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
kip
Póstar: 564
Skráður: 24. Apr. 2006 13:44:49

Re: Super Stearman smíði

Póstur eftir kip »

Svo ég vitni í símtalið okkar áðann pungurinn þinn :P þá er líka fínt að hafa stóra og vandaða smíðadagbók á flugmodel.is eins og Gaui gerði fyrir Fw190 á http://www.grisara.is/FW190/index.html :P:D afþví svona smíðadagbók á spjallborði eins og þessu verður aaaalltof margar síður. Best að bíða bara og sjá hvernig meistari Gaui hefur þetta.
Kristinn Ingi Pétursson
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Super Stearman smíði

Póstur eftir Gaui »

Sorrí, Kip, ég nenni ekki að setja tvær dagbækuur saman um sama verkefnið.

Ekki mikið að gerast í dag. Ég las vandlega leiðbeiningarnar um vængbitana, hvernig ætti að setja þá saman úr þrem 3mm krossviðsbútum, en þá kom í ljós misræmi á milli leiðbeininga og raunveruleika. Raufarnar fyrir bitana eru bara 8mm breiðar og krossviðarbútarnir eru tveir 3mm og einn 2mm. Límdi þá saman með 5 mín. epoxy (það stóð í leiðbeiningunum að ég ætti að nota 6 mínútna epoxý, en ég á ekkert svoleiðis og hef aldrei átt – vona að það komi ekki að sök) og pússaði og pússaði þar til þeir pösuðu í raufarnar:

Mynd

Þá var komið að því að setja saman neðri vænginn. Hann hefur aðhalla (díhedral) og það fylgir með teningur úr balsa til að setja undir vængendann. Einnig fylgir með lítill kubbur sem maður setur undir afturbrúnina á vængnum.

Mynd

Ég set límband í kringum rótina á vængnum þannig að ef eitthvert lím gubbast út, þá skemmir það ekki filmuna á vængnum.

Ég setti 30 mínútna lím á allt sem við átti og renndi vængnum saman. Annan helminginn fergði ég eins og til stóð og setti balsateninginn undir hinn. Nú þarf þetta að fá að sitja svona þar til allt er orðið vel hart. Ég hugsa að ég hreyfi þetta ekkert fyrr en á morgun.

Mynd
Síðast breytt af Gaui þann 9. Mar. 2023 16:33:28, breytt 1 sinni.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Svara