Tungubakkar - 17.ágúst 2013 - Stórskalaflugkoma Einars Páls

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11419
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Tungubakkar - 17.ágúst 2013 - Stórskalaflugkoma Einars Páls

Póstur eftir Sverrir »

Já veðrið klikkaði ekki frekar en fyrri daginn á flugkomunni hjá Einari Páli! Menn skemmtu sér langt fram undir kvöldfréttir við flug í algjöru blíðviðri. Kári var farinn í sumarfrí og hitinn nálgaðist 20°C þegar mest var. Gunni Grillmeistari mætti á svæðið og eldaði ljúffenga hamborgara og pylsur ofan í þá sem vildu og var honum vel tekið. Bara verst að maður hafði ekki pláss fyrir meira en eitt stykki stærðin var slík.

Rúmlega tuttugu flugmódelmenn mættu til leiks með enn fleiri flugmódel og var ekki mikið um hlé í dagskránni, ótaldir lítrar af eldsneyti og ófá amper flugu um loftið í dag! Steini dró mig svo upp á DG-800 og sautján mínútum síðar ákvað maður að drífa sig niður en vel hefði verið hægt að halda áfram hangsinu við aðstæðurnar sem voru.

Þakka Einari Páli fyrir að nenna að standa í þessu ár eftir ár og svo auðvitað fyrir veðrið, við erum enn að spá í hvort samningurinn var gerður í efra eða neðra!? ;)

Nokkrar myndir má finna í myndasafni Fréttavefsins.

Hluti af flotanum.
Mynd

Örn spáir í spilin.
Mynd

Skjöldur á fullu.
Mynd

Nóg að gera í samsetningu.
Mynd

Mynd

Mynd

Bjarni á fullu.
Mynd

Nóg að gera við að fanga augnablikin á kubba.
Mynd

Grillfjör!
Mynd

Mynd

Mynd

Grillmeistararnir, þökkum þeim vel unnin störf!
Mynd

Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Böðvar
Póstar: 475
Skráður: 17. Apr. 2004 09:20:53

Re: Tungubakkar - 17.ágúst 2013 - Stórskalaflugkoma Einars Páls

Póstur eftir Böðvar »

Mynd
Toppurinn hjá mér í ár Stórskalaflugkoman hans Einars Páls

Himininn heiður og blár var þemað hjá mér í ljósmyndatökunum.Mynd
Haraldur Sæmundsson og vélin hans á góðum degi !
Mynd
Mynd
Umræðuefnið skrapatólið hanns Árna H. "Já hann hélt á því svona og það komu þessar fínu og óhreyfðu vídeómyndir út úr skrapatólinu og afburða hljóðgæði úr þessu Zoom H1 sem hann festi við skrapatólið, ja hérna hvað tekur hann upp á næst"
sjá umræðu:http://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?id=7640/
Mynd
Eithvað fyrir Piper Cub aðdáendur
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Fyrir mína parta var það Toppurin að sjá sviffluguna dregna á loft beint inn í topp termik skilyrði
Mynd
Og löngu löngu seinna aðflug
Mynd
Mynd
Mynd
Eftir vel heppnað vélflug-tog og svifflug í leit að uppstreymisbólum sem voru út um allt og síðan .... vel heppnuð lendin... var TOPPURINN hjá Steina litla stór málara ! Mynd
Annað afburða vel heppnað svifflug hjá Sverri 17 mín svifflug í bullandi termik

Takk fyrir mig félagar þetta var frábær flugkoma
Passamynd
Örn Ingólfsson
Póstar: 271
Skráður: 24. Apr. 2012 15:12:29

Re: Tungubakkar - 17.ágúst 2013 - Stórskalaflugkoma Einars Páls

Póstur eftir Örn Ingólfsson »

Takk kærlega fyrir frábæran dag drengir, ég skemmti mér konunglega.
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Tungubakkar - 17.ágúst 2013 - Stórskalaflugkoma Einars Páls

Póstur eftir Haraldur »

Mér finnst þessi mynd sýna rosalega vel hvað var mikið að gerast.

Mynd


Og þessi er að tvemur jákvæðustu mönnum sem ég hef hitt. Alltaf í góðu skapi og tilbúnir til að hjálpa.

Mynd


"Jæja er ekki batteríið að verða hlaðið?"

Mynd

Neiiiiiiiii, þarf að bíða. Og ég beið, og beið og beið og beið og beið......."

Mynd

Örn þú ert frábær. Held að þú hafir flogið langt mest í dag. Það verður gaman að fylgjast með þér og sjá hversu langt þú kemst með þessa vél.


Þessir biðu líka og voru mjög stiltir.

Mynd


Þessir voru ekkert að bíða og gúffuðu í sig hamborgurum.

Mynd


Listavélar.

Mynd

Af hverju er Jón svona hugsi?

Mynd
lulli
Póstar: 1235
Skráður: 1. Des. 2006 21:14:09

Re: Tungubakkar - 17.ágúst 2013 - Stórskalaflugkoma Einars Páls

Póstur eftir lulli »

Það er ekki amalegt að setjast niður eftir svona dag,, ölvaður af flugvímu !!
Það er greinilega fullt til af stórum flugmódelum á Íslandi í dag.
Takk Einar Páll og allir..
..ég verð líka að segja að það var góður kostur að fá grillgengið á staðinn.

Nokkrar myndir af vasamyndavél þannig að ég læt græjuðu myndasmiðina um loftfimleikamyndir.
Maggi var eins og "svartikassinn" stilltur á upptöku :D
Mynd
Bara grillveislan ein og sér hefði dugað til að lokka margan svanga mangann á staðinn
Mynd
Þetta er dagurinn!
Mynd
Mynd
Glæsileg stór-SKALA
Mynd

Skrifstofan hans Einars í dag var líka í stórskala.
Mynd
Birgir tvíþekjustjóri fær gjarnan til sín gesti að kerrunni góðu.
Oft hefur besta veðrið eimmitt verið í skjóli við þessa kerru en þess gerðist
onei ekki þörf þennann daginn
Mynd
Mynd
"þeir" segja að hitinn hafi hallað í 20Céé
Mynd
Mynd

Ka slappar af á meðan DG leggur í'ann
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Flugmódelfélagið Þytur
Flugmódelfélag Suðurnesja
Passamynd
Guðni
Póstar: 354
Skráður: 17. Jan. 2006 18:09:00

Re: Tungubakkar - 17.ágúst 2013 - Stórskalaflugkoma Einars Páls

Póstur eftir Guðni »

Takk fyrir daginn...Tók slatta af myndum..eiginlega of mikið til að setja þær allar hér inn...:)

Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd
Mynd Mynd Mynd Mynd

Kv. Guðni sig.
If it's working...don't fix it...
lulli
Póstar: 1235
Skráður: 1. Des. 2006 21:14:09

Re: Tungubakkar - 17.ágúst 2013 - Stórskalaflugkoma Einars Páls

Póstur eftir lulli »

Flottar myndir Guðni, snillingarnir full-skalaflugmennirnir á Tvíþekjunni og MAD vélinni einfaldlega verða að fá samflugsmyndina senda,,svakalega er hún flott, og lýsandi fyrir glæsilegt flug þeirra.
Flugmódelfélagið Þytur
Flugmódelfélag Suðurnesja
Passamynd
arni
Póstar: 276
Skráður: 3. Okt. 2012 18:55:55

Re: Tungubakkar - 17.ágúst 2013 - Stórskalaflugkoma Einars Páls

Póstur eftir arni »

Kæru félagar.Þakka fyrir frábæra flugkomu.Stemmingin frábær.Takk fyrir mig Einar Páll og allir hinir.
Kær kveðja.Árni F. :)
Passamynd
Flugvelapabbi
Póstar: 589
Skráður: 2. Des. 2008 16:53:06

Re: Tungubakkar - 17.ágúst 2013 - Stórskalaflugkoma Einars Páls

Póstur eftir Flugvelapabbi »

Kæru modelflugmenn,
þakka ykkur fyrir komuna a Storskalamotið 2013, þetta væri ekkert an ykkar takk fyrir frabæra skemmtun.
Sjaumst að ari, eg var beðinn um að lækka hitastigið um tvær graður og það verður tekið til skoðunar.
En og aftur kærar þakkir
Einar Pall
Passamynd
Spitfire
Póstar: 412
Skráður: 6. Ágú. 2006 12:16:01

Re: Tungubakkar - 17.ágúst 2013 - Stórskalaflugkoma Einars Páls

Póstur eftir Spitfire »

Kominn heim í heiðardalinn eftir flugdag sem eflaust fer í sögubækurnar sem sá langflottasti árið 2013 :cool:

Nokkrar myndir frá mér, sú fyrsta sýnir vel stemminguna, nokkrir félagar að spjalla um milliamperstundir, nítroprósentur og blöndunarhlutfall tvígengisolíu í bensín fyrir flugmódel meðan grillmeistarar undirbúa eldsneyti fyrir flugmennina. Steini og Sverrir græja fyrir flugtog, Böðvar setur saman og Halli taxar í stæði eftir gott flug:
Mynd

Gaman að sjá þessa aftur og ekki skemmir fyrir að vita að hún á eftir að fá nóg að gera! :)
Mynd

Gott grill gulli betra og skoraði vel í vinsældakosningu:
Mynd

Lúlli flaug Extra af hárfínni nákvæmni eins og við þekkjum orðið vel:
Mynd

Smá sýnidæmi hvernig stilla skal stélhjólsvél upp fyrir silkimjúka lendingu:
Mynd

Fullskalaflugmenn tóku virkan þátt í mótinu með góðri samvinnu við okkur sem fljúgum með fæturna á jörðinni:
Mynd

Til að trufla Örn í miðju starti þarf meira til en símtal frá einhverri dömu :D
Mynd

Halda mætti að MX væri kominn með uppdraganleg hjól, en þau eru á sínum stað:
Mynd

Jón og Skjöldur hita upp mótor á Dr.I:
Mynd

Steini heilsaði upp á gamla kærustu:
Mynd Mynd

Fokker á flugi:
Mynd

Vindpokinn var sá eini á svæðinu sem var áhugalaus og niðurlútur:
Mynd

SBach fór létt með DG á toginu:
Mynd

Og hér hefði hún getað hangið fram á kvöld:
Mynd

Ein fullskala ákvað að lenda í millitíðinni:
Mynd

Allt gaman endar einhvern tímann:
Mynd

Um það bil 50 ára þróun á einni mynd:
Mynd

Ferfætlingunum fannst frekar furðulegt að sjá hljóðlátan Stinson í lendingu, sennilega eina skiptið allan daginn sem þeir reistu haus:
Mynd

Sturla sá til þess að ég var ekki eini Vestfirðingurinn á svæðinu :P
Mynd

Bestu þakkir Einar og allir sem mættu, þessi dagur verðu lengi í minnum hafður :cool:
Hrannar Gestsson, Patreksfirði

The knack of flying is learning how to throw yourself at the ground and miss.
Douglas Adams
Svara