27% Yak M55

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11584
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 27% Yak M55

Póstur eftir Sverrir »

Unnið í aðgangslúgu fyrir kútinn.
Mynd

Útblástursrörið stytt á kútnum.
Mynd

Bjarni mátar vélarhlífina á í milljónasta skiptið.
Mynd

Vígalegt sjónarhorn!
Mynd

Allt annað að sjá þetta.
Mynd

Festingar fyrir kútinn að aftan.
Mynd

Hún stendur ekki á gati blessunin.
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
maggikri
Póstar: 5826
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: 27% Yak M55

Póstur eftir maggikri »

Mynd
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: 27% Yak M55

Póstur eftir Haraldur »

Ég held að það hafi verið vitleysa hjá þér að stytta útblásturrörið. Núna færðu drullu og skít inn í littla hólfið sem er í kringum útblásturrörið.
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11584
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 27% Yak M55

Póstur eftir Sverrir »

Það er ekkert lítið hólf í kringum rörið það er öll vélarhlífinn. Annars var rörið ekki stytt frá fagurfræðilegum sjónarmiðum, það var einfaldlega til að koma vélarhlífinni á án þess að skemma eitthvað. Það verður svo framlengt með hentugri slöngu á seinni stigum málsins.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: 27% Yak M55

Póstur eftir Agust »

[quote]5stk Savöx SC 1256 TG servó.
1stk standard digital servó frá Futaba.
Eitthvað ódýrt standard servó fyrir innsog.
Spektrum AR9110 móttakari.
5 sellu 2000 mah nimh eneloop fyrir kveikju.
PowerBox Systems SparkSwitch fyrir kveikjuna.
2stk NoBS 2500mah LIFe 6,6V fyrir Servó.[/quote]

Ég tek eftir að notuð eru Savöx servó, en ekki Futaba, JR eða Hitec.

Eru Savöx servóin betri, ódýrari eða eitthvað annað en gömlu þekktu merkin?

(Hér voru smá umræður um Savöx http://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?id=7043 )
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Elson
Póstar: 221
Skráður: 28. Feb. 2010 14:50:11

Re: 27% Yak M55

Póstur eftir Elson »

Mér bauðst að taka servóin með sömu sendingu og vélin kom í, og eftir að hafa skoðað umræður um þessi servó á veraldarvefnum ákvað ég að slá til og prófa.
Bjarni Valur
Passamynd
Elson
Póstar: 221
Skráður: 28. Feb. 2010 14:50:11

Re: 27% Yak M55

Póstur eftir Elson »

Sverrir lét mig hafa heimaverkefni sem fólst í því að koma servóunum fyrir í hæðarstýrum og vængjunum.
Servó erum komin á sinn stað í hæðarstýrum, ég á bara eftir að mála hornin og gera fínt.
Mynd
Ætli þetta "travel" verði ekki látið duga til að byrja með :-)
Mynd
Frekar þröngt aðgengi, en hafðist að lokum. (Ath ekki búið að ganga frá servósnúru)
Mynd
Bjarni Valur
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: 27% Yak M55

Póstur eftir einarak »

meira travel!
Passamynd
Elson
Póstar: 221
Skráður: 28. Feb. 2010 14:50:11

Re: 27% Yak M55

Póstur eftir Elson »

50cc manuallinn frá Tony mælir með 40° high rate og 12° low rate til að byrja með á hæðarstýri, svo getur maður alltaf aukið við þegar fram líða stundir.
Bjarni Valur
Svara