Líst vel á það... Aircore er málið.
Það verður ekki alveg blátt áfram að fljúga Savoja-Marchetti. Svo... "first things first"
Það sem byrjandi módeldellumaður þarf í dag er b) góður trainer .. og þar er Aircore ekki slæmt.
Og a) módelflughermir til að ná grundvallaratriðunum í fjarstýrða fluginu.
Nú er einmitt tíminn þegar nýliðar eiga að útvega sér hermi og skipuleggja veturinn með amk 4-5 tímum á viku fyrir framan skjáinn. Með þvi ná þeir tökum á grundvallaratriðunum svo sem að geta áhyggjulaust stýrt flugvélinni í aðflugi.
Það er af sem áður var þegar þurfti að brjóta tvær-þrjár æfingavélar áður en menn gátu nokkurn vegin flogið. (Þess vegna varð Aircore til

Svo þegar vetrarstormunum linnir og balsafíklarnir fara að sjást aftur á Hamranesinu, þá fær nýliðinn, sem er búinn að fljúga sundur og saman í herminum allan veturinn, einhvern til að "taka sig í snúru" svona einu sinni tvisvar, rétt til að ná sjálfstraustinu og allt í einu er hann kominn í hvínandi gang...
ojæja...