Meira, meira Böðvar.
Þetta er skemmtilegt.
Hamranes - 22.september 2013
Re: Hamranes - 22.september 2013
Langar að vita miklu meira!
- Siggi Dags
- Póstar: 226
- Skráður: 27. Feb. 2006 23:56:58
Re: Hamranes - 22.september 2013
Allt í lagi fyrst þið viljið aðeins meira þá tengist þetta landhelgi Íslands, Kolbeinsey, Þyrluflug og kuldagallinn sem ég var í er merktur Flugmódelfélaginu þyt, sem sagt félagsmerki Flugmódelfélgsins þyts var út í Kolbeinsey.
Sumarið 1989 var farið í mjög sérstaka ferð með Landhelgisgæslunni til Kolbeinseyjar. Kolbeinsey er lítill klettur, 105 KM norðan við meginland Íslans og 74 Km norðvestan við Grímsey.
Steybubíllinn mættur á bryggjuna á Akureyri til að dæla sandi um borð í varðskipið Óðinn.
Sarfsmenn frá Landhelgisgæslunni og Vita- og Hafnamálastofnunar stóðu að þessum framkvæmdum. um borð í Varðskipinu Óðni voru vinnuþrjarkar að hræra steypu...... mikið af steypu ! í bakgrunni út í hafi sést í eyju eða sker sem er við það að hverfa í hafið, hafði brotnað mikið úr henni í illviðrum og stórsjóum árin áður, en var orðin miklu stærri þegar dagur var að kveldi kominn.
Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug fram og aftur endalaust allan daginn með steypufarm í sílói frá varðskipi út í Kolbeinsey og frá Kolbeinsey út í varðskip að sækja meiri steypu. Ég man eftir því að það var þarna alveg frábær þyrluflugmaður Benóný Ásgrímsson yfirflugstjóri hjá Gæslunni, sem þurfti að fljúga allan daginn en þeir voru tveir þyrluflugmennirnir sem áttu að skiptast á um þyrluflugið, en hinn fékk hálfgert taugaáfall af því að hann réði ekkert við að stjórna sveiflunni á sílóinu undir þyrlunni yfir mótunum sem sveiflaðist út og suður með tilheyrandi öskrum í talstöð frá steypukörlunum og voru heppnir að fá ekki sílóið í hausinn, þegar sílóið skall í mótatimbrið og smallaði stykki úr því og beygði steypustyrktarjárnin . Hann varð að hætta að fljúga þyrlunni og lokaði sig af inn í káetu í varðskipinu og sást ekki meir allan túrinn.
Út í Kolbeinsey var Þyrluflugmanni leiðbeint að sturta steypu í mótin. Það er mikill vandi að stjórna þyrlunni með svona svakalega þungan steypufarm hangandi undir henni. Benóný hafði þessa næmni byggingakranastjóra að sveifla þungu hlassinu og færa svo búmmuna í þessu tilfelli þyrluna yfir hlassið, og stoppa þannig hreyfinguna á sílóinu af að fara í baksveiflu. Algjörlega frábær þyrluflugmaður Benóný.
Þessi eyja Kolbeinsey hefur gífurlega mikið að segja hvað landhelgi Íslendinga er stór ! og var við það að hverfa í hafið og það má ekki gerast.
Kvikmyndagerðarmenn merktir Flugmódelfélaginu þyt mynda allt saman. Ég vann með Helga Felixssyni á tímabili við kvikmyndagerð en hann starfar í Svíþjóð. Hann gerði heimildarmynd um búsáhaldabyltinguna sem sýnd var á RÚV um hrunið á Íslandi.
Það er kominn tími að steypa nýjan þyrlupall út í Kolbeinsey því vegsumerki um að það hafi verið unnið að steypuframkvæmdum þarna 1989 eru horfnar sjá frétt í Mbl.
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/ ... _og_thett/
Ég vona að ég sé ekki komin langt út fyrir efnið á Fréttavef flugmódelmanna fyrirgefðu Sverrir fréttavefsstjóri, en okkur módelmönnum er ekkert óvikomandi er það ekki rétt hjá mér ?
Sumarið 1989 var farið í mjög sérstaka ferð með Landhelgisgæslunni til Kolbeinseyjar. Kolbeinsey er lítill klettur, 105 KM norðan við meginland Íslans og 74 Km norðvestan við Grímsey.
Steybubíllinn mættur á bryggjuna á Akureyri til að dæla sandi um borð í varðskipið Óðinn.
Sarfsmenn frá Landhelgisgæslunni og Vita- og Hafnamálastofnunar stóðu að þessum framkvæmdum. um borð í Varðskipinu Óðni voru vinnuþrjarkar að hræra steypu...... mikið af steypu ! í bakgrunni út í hafi sést í eyju eða sker sem er við það að hverfa í hafið, hafði brotnað mikið úr henni í illviðrum og stórsjóum árin áður, en var orðin miklu stærri þegar dagur var að kveldi kominn.
Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug fram og aftur endalaust allan daginn með steypufarm í sílói frá varðskipi út í Kolbeinsey og frá Kolbeinsey út í varðskip að sækja meiri steypu. Ég man eftir því að það var þarna alveg frábær þyrluflugmaður Benóný Ásgrímsson yfirflugstjóri hjá Gæslunni, sem þurfti að fljúga allan daginn en þeir voru tveir þyrluflugmennirnir sem áttu að skiptast á um þyrluflugið, en hinn fékk hálfgert taugaáfall af því að hann réði ekkert við að stjórna sveiflunni á sílóinu undir þyrlunni yfir mótunum sem sveiflaðist út og suður með tilheyrandi öskrum í talstöð frá steypukörlunum og voru heppnir að fá ekki sílóið í hausinn, þegar sílóið skall í mótatimbrið og smallaði stykki úr því og beygði steypustyrktarjárnin . Hann varð að hætta að fljúga þyrlunni og lokaði sig af inn í káetu í varðskipinu og sást ekki meir allan túrinn.
Út í Kolbeinsey var Þyrluflugmanni leiðbeint að sturta steypu í mótin. Það er mikill vandi að stjórna þyrlunni með svona svakalega þungan steypufarm hangandi undir henni. Benóný hafði þessa næmni byggingakranastjóra að sveifla þungu hlassinu og færa svo búmmuna í þessu tilfelli þyrluna yfir hlassið, og stoppa þannig hreyfinguna á sílóinu af að fara í baksveiflu. Algjörlega frábær þyrluflugmaður Benóný.
Þessi eyja Kolbeinsey hefur gífurlega mikið að segja hvað landhelgi Íslendinga er stór ! og var við það að hverfa í hafið og það má ekki gerast.
Kvikmyndagerðarmenn merktir Flugmódelfélaginu þyt mynda allt saman. Ég vann með Helga Felixssyni á tímabili við kvikmyndagerð en hann starfar í Svíþjóð. Hann gerði heimildarmynd um búsáhaldabyltinguna sem sýnd var á RÚV um hrunið á Íslandi.
Það er kominn tími að steypa nýjan þyrlupall út í Kolbeinsey því vegsumerki um að það hafi verið unnið að steypuframkvæmdum þarna 1989 eru horfnar sjá frétt í Mbl.
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/ ... _og_thett/
Ég vona að ég sé ekki komin langt út fyrir efnið á Fréttavef flugmódelmanna fyrirgefðu Sverrir fréttavefsstjóri, en okkur módelmönnum er ekkert óvikomandi er það ekki rétt hjá mér ?
Re: Hamranes - 22.september 2013
Þér er fyrirgefið!
Þetta tengist jú allt saman og gaman að sjá þetta!
Þetta tengist jú allt saman og gaman að sjá þetta!
Icelandic Volcano Yeti
Re: Hamranes - 22.september 2013
Við getum ekki lokið þessu innleggi sem hófst á Hamranesflugvelli og endaði norður í ballarhafi en að koma með mynd af fábærum forstjóra Landhelgisgæslunnar á þessum tíma Gunnari Bergsteinssyni
Og svo er hér önnur saga um vélvana bát sem Landhelgisgæslan bjargaði en verður ekki gerð skil hér frekar.
Ófeigur III VE 325 strandaði við Hafnarnesvita 1988 mannbjörg varð, en ekki sagt meira frá hér.
Og svo er hér önnur saga um vélvana bát sem Landhelgisgæslan bjargaði en verður ekki gerð skil hér frekar.
Ófeigur III VE 325 strandaði við Hafnarnesvita 1988 mannbjörg varð, en ekki sagt meira frá hér.