Módel eða fjarstýrð flugvél?

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Módel eða fjarstýrð flugvél?

Póstur eftir Agust »

Mynd

Það kom fram í minningargreininni um Cap232 að helstu líffæri yrðu væntanlega flutt yfir í Ultra Stick 40.

Það merkilega gerðist að í dag kom einmitt þannig flugvél fljúgandi frá UK inn um bréfalúguna. Ég segi flugvél, því þetta er greinilega fjarstýrð flugvél, en ekki módel af stærra fyrirbæri. Í raun er þetta RPV og ekkert annað. RPV stendur jú fyrir Remotely Piloted Vehicle.

Eins og sjá má, þá er ekki gert ráð fyrir neinum flugmanni um borð í vélinni, enda er hann aldrei um borð í RPV. Einhvern vegin finnst mér rangt að kalla svona fyrirbæri módel :-)

Á vefnum er heilmikið um svona RPV.
Sjá http://www.google.is/search?hl=is&q=%22 ... cle%22&lr=

Hugmyndin er að nota þessa vél á stuttu flugbrautinni í sveitinni og kemur þá sér vel að vera með flapsa sem nota má sem "crow" hemla ásamt hallastýrunum. Ekki er verra að vélin er hönnuð samkvæmt hinu vel þekkta KISS principle.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Svara