19.09.2006 - Líflegt í smáauglýsingunum

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11681
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 19.09.2006 - Líflegt í smáauglýsingunum

Póstur eftir Sverrir »

Já menn eru greinilega að detta í haust- og vetrargírinn eins og sést hefur í smáauglýsingunum þar sem heilu flugsveitirnar eru að koma inn á sölulista.

Nú er einnig farið að síga á seinnihluta september mánaðar og það helsta sem liggur fyrir í mánuðinum er búðarkvöld hjá ModelExpress fimmtudaginn 28.september nk. og svo auðvitað flug þegar til þess viðrar.

Í október hefjast svo vetrarfundir Þyts aftur en reiknað er með að fyrsti fundur vetrarins verði haldinn fimmtudaginn 5.október nk. í Garðaskóla. Fylgist með þegar nær dregur. Þeir sem hafa eitthvað fram að færa og vilja vera með dagskrárlið á fundunum geta haft samband við Böðvar formann Þyts.
Icelandic Volcano Yeti
Svara