Hlíðarfjall - 5.október 2013 - GoPro og Bixler2

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Árni H
Póstar: 1593
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Hlíðarfjall - 5.október 2013 - GoPro og Bixler2

Póstur eftir Árni H »

Við Mummi fórum upp í Hlíðarfjall í dag með Bixler2 og GoPro Hero3 að prófa okkur áfram með þetta setup. Það virkaði bara vel - bara smávegis jelloeffect vegna þess að proppurinn er ekki alveg í jafnvægi. Það verður lagað síðar. Þetta er náttúrulega bara tilraun - hvorki veður né landslag var í sínum besta gír í dag :)

Passamynd
Böðvar
Póstar: 484
Skráður: 17. Apr. 2004 09:20:53

Re: Hlíðarfjall - 5.október 2013 - GoPro og Bixler2

Póstur eftir Böðvar »

Flott hjá ykkur.
Passamynd
Óli.Njáll
Póstar: 63
Skráður: 25. Jún. 2009 22:46:40

Re: Hlíðarfjall - 5.október 2013 - GoPro og Bixler2

Póstur eftir Óli.Njáll »

Bara flott, og góður staður með flugstöð og allt :rolleyes:
Passamynd
maggikri
Póstar: 5881
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Hlíðarfjall - 5.október 2013 - GoPro og Bixler2

Póstur eftir maggikri »

Styttist í að maður geti farið á skíði hjá ykkur þarna í norðrinu.
kv
MK
Passamynd
Árni H
Póstar: 1593
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Hlíðarfjall - 5.október 2013 - GoPro og Bixler2

Póstur eftir Árni H »

[quote=Óli.Njáll]Bara flott, og góður staður með flugstöð og allt :rolleyes:[/quote]

Já, flugstöðin er fyrir hendi en hins vegar er þarna hreinasti frumskógur af staurum og fánastöngum þannig að það er auðvelt at lenda í ógöngum. Það er alveg rétt hjá Magga að það styttist í opnun á skíðasvæðinu - snjólínan færist neðar og neðar þessa dagana.

Þegar ég var að ganga frá myndavélinni á Bixlerinn mínum veitti ég því athygli að hann var allur að losna upp á límingum eftir endilöngum skrokknum, enda hefur hann marga fjöruna sopið þessi. Bixlermenn - tékkið á skrokkunum, þ.e.a.s. límingunni aftan við mótorhúsið og aftur í stél :)

Kv,
Árni H
Passamynd
Árni H
Póstar: 1593
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Hlíðarfjall - 5.október 2013 - GoPro og Bixler2

Póstur eftir Árni H »

Það getur stundum verið erfitt að sjá Bixlerinn í svona skyggni - ætli maður fari ekki að spreyja með appelsínugulu fyrir veturinn?
Mynd
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Hlíðarfjall - 5.október 2013 - GoPro og Bixler2

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=Árni H]Það getur stundum verið erfitt að sjá Bixlerinn í svona skyggni - ætli maður fari ekki að spreyja með appelsínugulu fyrir veturinn?
[/quote]

Það er ótrúlega áhrifaríkt að nota skær-appelsínugula liti. Þeir sjást mjög langt að í íslensku landslagslitunum. Spreyið er frekar dýrt og festist illa á frauðinu, þau sem ég hef prófað allavega. Ég hef notað appelsínugult, þunnt límband frá HK með mjög góðum árangri á nokkur flygildi Það styrkir líka. sést í kílómetra fjarlægð. Er einmitt með Bixler sem ég er búinn að "klæða" með svona límbandi og á bara eftir að koma í loftið.

Mynd
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Svara