JetPower Messe 2013

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11598
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: JetPower Messe 2013

Póstur eftir Sverrir »

Lagði land(og sjó) undir fót með nokkrum félögum frá Danmörku í síðasta mánuði og skelltum við okkur á hina árlegu JetPower Messe sem nú var haldin í ellefta sinn. Óhætt að segja að þarna hafi allt verið milli himins og jarðar í þotubransanum og meira til.

Tók saman nokkrar myndir, njótið.

Icelandic Volcano Yeti
lulli
Póstar: 1291
Skráður: 1. Des. 2006 21:14:09

Re: JetPower Messe 2013

Póstur eftir lulli »

[quote=Sverrir]Lagði land(og sjó) undir fót með nokkrum félögum frá Danmörku í síðasta mánuði og skelltum við okkur á hina árlegu JetPower Messe sem nú var haldin í ellefta sinn. Óhætt að segja að þarna hafi allt verið milli himins og jarðar í þotubransanum og meira til.

Tók saman nokkrar myndir, njótið.

[/quote]

..Alveg í botn á fullum skjá - veisla,veisla,veisla...
Flott samsetning heyfim./kyrrm.
Takk fyrir þetta, Kv.Lúlli.
Flugmódelfélagið Þytur
Flugmódelfélag Suðurnesja
Passamynd
Árni H
Póstar: 1593
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: JetPower Messe 2013

Póstur eftir Árni H »

Flott hjà ter - enda kominn med almennilega myndavél :-)
Passamynd
maggikri
Póstar: 5876
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: JetPower Messe 2013

Póstur eftir maggikri »

Þetta er heldur betur "pro" hjá kallinum, enda er ég ennþá að passa hann.
kv
MK
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11598
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: JetPower Messe 2013

Póstur eftir Sverrir »

[quote=Árni H]Flott hjà ter - enda kominn med almennilega myndavél :-)[/quote]
Munar öllu að eiga almennilega myndavél! :P
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11598
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: JetPower Messe 2013

Póstur eftir Sverrir »

Glöggir módelmenn hafa kannski tekið eftir að ekki hefur birst mikið af kyrrmyndum á alnetinu frá strandhöggi mínu í Germaníu fyrr á árinu. Það litla sem birst hefur er í vídeóinu hér fyrir ofan en það telst ekki beint með enda vídeó. Fyrst og fremst var það af því að ég var búinn að lofa nokkrum myndum(endaði sem 37 stykki á þrem opnum) í grein eftir Ali vin okkar sem birtist í desemberhefti RC Model Flyer, iPad væddir geta nálgast blaðið í gegnum iTunes, en einnig bíða fleiri myndir birtingar hjá öðrum tímaritum.

Mynd

Hins vegar þá veit ég núna nokkurn veginn hvaða myndir verða notaðar(og er búið að birta) svo ég get skellt nokkrum hérna inn til að lífga aðeins upp á þráðinn. Ég mun svo vonandi ná að koma öllu myndasafninu inn síðar á næsta ári.

JetPower Messe er ein af stærstu flugmódelsýningunum sem haldnar eru á ári hverju en sérstaða sýningarinnar er sú að hér eru einungis framleiðendur og seljendur tengdir þotuhlið flugmódelsportsins! Tveir 100x20 metra langir skálar eru troðfullir af rúmlega 100 sýnendum alls staðar að úr heiminum og þeir sem ekki komast þar inn setja upp bása fyrir utan skálana. Á milli þeirra er svo stórt veitingasvæði þar sem hægt er að nálgast allt frá nýbökuðu brauðmeti yfir í ljúffengan Kínamat ásamt veigum til að skola þessu niður með. Frá kl.10 á föstudagsmorgni til kl.18 á sunnudagskvöldi er svo stífri flugdagskrá haldið gangandi þar sem hægt er að sjá allt það helsta sem í boði er.

Airworld Hawk-ar í samflugi.
Mynd

Mynd

Saab 35 Draken frá Schweighofer.
Mynd

Nokkrar túrbínuþyrlur, allt sérsmíðaðar skalavélar, €30.000+.
Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mig 15 frá Global Jet Club.
Mynd

Alltaf gaman að sjá fallega Hunter-a, módel frá Airworld.
Mynd

Diamond frá AD Jets vakti verðskuldaða athygli, svo skemmdi ekki fyrir að hún flaug mjög vel.
Mynd

Paritech og Tomahawk Design áttu flottustu básana á sýningunni, hér sést TD básinn.
Mynd

Schweighofer eru á bak við þessa Alphajet en Paritech sér um mótaframleiðsluna.
Mynd

Frumgerðin af hjólabúnaðinum er búin til úr tré en svo var næsta útgáfa þrívíddaprentuð.
Mynd

Einnig þessi RISASTÓRA L39 frá Modelbau Kager!
Mynd

Hjólabúnaðurinn er engin smásmíði.
Mynd

XXL ViperJet frá Paritech, vænghaf upp á 360 cm, mín var „bara“ 260 cm!
Mynd

Mynd

Rafale í stærri kantinum.
Mynd

Samflug þeirra feðga vakti verðskuldaða athygli en hvor er hvað?
Mynd

Sonurinn flýgur flugmódel frá CARF en pabbinn full skala SIAI-Marchetti.
Mynd

Hluti áhorfenda en stöðugur straumur var alla helgina.
Mynd

SGC L39 frá CARF, þeir félagar áttu heitasta samflugið skuldlaust!
Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

F-100 „Super Snitchel“ frá Airworld, smíðuð af Trond Hammerstad í Noregi fyrir Ali.
Mynd

Mynd

DG303 frá Paritech.
Mynd

Wilson hjá YT International hefur einnig verið í flugmannabransanum síðustu ár.
Mynd

Takið eftir sólunum á skónum.
Mynd

Mynd

Ég held að Wilson þurfi ekki að hafa of miklar áhyggjur af samkeppninni sem var á JPM!
Mynd

Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Svara