Metfjöldi áhorfenda var á 20 ára afmælisflugsýningu FMF Þyts 1990. Sellt var inn og tekjurnar sem FMF þytur fékk af miða og sjoppusölu jöfnuðust við margra ára tekjum þyts af öllum félagsgjöldum.
Ágóðin nægði til að nánast greiða upp flugstöðina.
Til gamans þá sést á þessari mynd sjoppan sem var á efra svæðinu gult tjald með
bláum himni var hagnaðurinn um kr. 120.000 og hagnaðurinn af neðri sjoppunni
um kr. 70.000. Allt seldist upp einnig ný og gömul ársrit FMF þyts og þetta var árið
1990.
Vífilfell sendi heilan CocaCola sendibíl til að fylla á og dugði varla til.
Af hverju veit ég þetta og get ég sagt þetta ? Vegna þess að ég var gjaldkeri FMF Þyts
á þessum árum. Ef þið teljið alla sem eru á þessari mynd sem er smá partur af
áhörfendum í brekkunni eru þeir um 160.
Hér sjáum við Björn Thoroddsen á Pitts Special og Magnús Norðdahl á CAP 10B sýna listflug " Dogfight " á Hamranesflugvelli á 20 ára afmælisflugsýingu flugmódelfélagsins Þyts 1990.