hefur einhver góða þekkingu á GPS tækni ??

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Jón Björgvin
Póstar: 103
Skráður: 18. Jan. 2006 17:59:09

Re: hefur einhver góða þekkingu á GPS tækni ??

Póstur eftir Jón Björgvin »

Sælir félagar!
ég var að hugsa um hvort einhver ykkar hefur góða þekkingu á gps tæknini og hvort einhver kann að búa til svoleiðis tæki frá grunni??

Bestu kveðjur: Jón B
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: hefur einhver góða þekkingu á GPS tækni ??

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Af hverju þarftu það? Allt er hægt. Það ómögulega tekur bara aðeins lengri tíma :D

Stóra spurningin er hvað þú villt fá út úr slíku tæki?

Þú getur keypt alla íhluti í þetta á netinu. T.d. á Sparkfun, þá geturðu keypt mismunandi GPS móttakaraeiningar sem skila frá sér stafrænu merki sem þú getur tekið inn í smátölvu. Merkið inniheldur upplýsingar um staðsetninguna. Þessar móttökueiningar eru mishraðar og misnákvæmar. Merkið gerir ekkert í sjálfu sér. Þú tekur á móti því í úrvinnslueiningu, t.d. Arduino tövu sem tekur við merkjunum. Smátölvan vinnur úr merkinu og skilar frá sér... ja, því sem þú vilt.

Vandinn er ekki að útvega íhlutina. Það er forritið sem vinnur úr GPS skilaboðunum og "leysir verkefnið".

Skal tekið fram að ég er að öðru leyti ekki rétti aðilinn til þess að hjálpa þér við þetta. Mín kunnátta í akkúrat þessu er best skilgreind sem "bókleg" ;)


15/2: Lagaði hlekkina
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: hefur einhver góða þekkingu á GPS tækni ??

Póstur eftir Haraldur »

Ég hugsa að hann sé meira að spá í hvernig GPS virkar. Fræðilega hlutann frekar en verklega hlutann.
Við lærðum í þetta í tæknifræðinni og gerðum einhver líkön. En sá fróðleikur er grafinn djúpt í hausnum eins og svo markt annað.
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: hefur einhver góða þekkingu á GPS tækni ??

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=Haraldur]Ég hugsa að hann sé meira að spá í hvernig GPS virkar. Fræðilega hlutann frekar en verklega hlutann.
Við lærðum í þetta í tæknifræðinni og gerðum einhver líkön. En sá fróðleikur er grafinn djúpt í hausnum eins og svo markt annað.[/quote]

Þá er nú óþarfi að spyrja okkur sjálfvitana :D

Bara að velja úr einhverjum af þeim aragrúa góðra greina á netinu sem útskýra þetta. Erfitt að finna sérlega einfalda útskýringu.

http://www.pcmag.com/article2/0,2817,2316534,00.asp

http://en.wikipedia.org/wiki/Gps

http://electronics.howstuffworks.com/ga ... el/gps.htm

Og svo smávegis um það hvernig gps sannar afstæðiskenninguna ;)

http://www.physics.org/article-questions.asp?id=55
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: hefur einhver góða þekkingu á GPS tækni ??

Póstur eftir Haraldur »

Annars er GPS hrikalega einfald. Það sem skiptir mestu máli er nákvæm klukka sem er í gervihnöttunum. Móttakarinn nemur svo merkið frá 3 eða fleirri hnöttum og mælir tíman sem það tekur merkið að fara frá hnettinum og þar til það er móttekið. Síðan getur tækið reiknað út hvar það er staðsett frá þessum 3 merkjum. Reikniritið er líklega það flóknasta í þessu öllu.
Og að sjálfsögðu er hægt að flækja málið og bæti við allskonar fídusum í móttakarann. S.s. að synka staðsetningu við kort og vegi. En þá þarf tækið stundum að grípa til ágiskunar til að færa þig t.d. inn á veginn.
Passamynd
Jón Björgvin
Póstar: 103
Skráður: 18. Jan. 2006 17:59:09

Re: hefur einhver góða þekkingu á GPS tækni ??

Póstur eftir Jón Björgvin »

Takk fyrir góð viðbrögð félagar! En er að spá í þessu útaf einu verkefni sem ég er að gera með vini mínum tengt öryggisbúnaði fyrir sjómenn :)
veit hvernig þetta virkar en var að aðalega að leita að íhlutum og hvað nákvæmlega þarf í þetta :)
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: hefur einhver góða þekkingu á GPS tækni ??

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Það er sem sagt ekkert mál að finna íhluti til þess að búa til tækin og í raun einfalt að raða þeim saman fyrir prófunartæki. Stóra málið er að búa til forritin sem stýra því og fá það til að virka af öryggi. Þar er örugglegahægt að finna forskriftir og jafnvel tilbúnar open-source lausnir.
Síðan er málið að velja trausta, nógu öfluga íhluti fyrir framleiðsluvöruna og ganga frá þeim þannig að þeir þoli aðstæðurnar sem á að bjóða þeim.

GPS móttakaraeiningar eru seldar út um allt en af mjög misjöfnum gæðum. Eins og fyrr segir er Sparkfun góður staður að byrja á. Til dæmis þessi.

GPS móttakarar eru nánast alltaf tilbúnar sjálfstæðar einingar sem gefa frá sér stafræna táknrunu:

Dæmi um NMEA gagnastraum
Mynd

sem inniheldur staðsetningarupplýsingarnar sem þú þarft svo að vinna úr með einhverju móti, þeas þú þarft í raun tölvu til þess að túlka merkið og breyta því í skilaboð á skjá eða senda með radíóbylgjum. Einingin lætur þig reyndar líka vita hvort hún nær staðsetningu (fix) yfir höfuð og hversu marga hnetti hún hlustar á, nákvæmnina og svo framvegis.

GPS getur "feilað á fixinu" eða tekið óratíma að ná "fixi" svo ef þið eruð að spá í staðsetningarbúnað fyrir einhvern sem liggur í sjónum þá ímynda ég mér að það gæti verið klókt að tvöfalda öryggið með öðrum sendi sem hægt er að miða út ef GPS-inn ekki nær að miða út hnetti. Eins konar "transponder"

Talandi um það þá þarftu kannski líka sendibúnað til að koma frá þér neyðarmerkinu? Þá er komið út í svolítið aðra sálma en eitt hint fyrir prótótýpusmíðina er að skoða
þetta hér UHF tæki (433MHz útgáfuna - ekki 900 sem er GSM rás í Evrópu) Þarft reyndar strangt til tekið radíóamatörpróf til að nota það en þetta hefur reynst mjög góður stafrænn hlekkur og dregur talsvert með réttu loftneti. Hægt að stilla tíðnisvið og sendistyrk þannig að það trufli síður. Ég mundi ekki mæla með að nota XBee eða ZigBee WiFi hlekki af ýmsum ástæðum. Aðallega vegna þess hversu dyntóttir þeir eru og bilanagjarnir og að þú þarft betri drægni.

Svo eru til íhlutir til að smíða sendibúnaðinn frá grunni að sjálfsögðu. Ég er einmitt að fara að panta svona kubba frá Radiometrix fyrir staðsetningarbúnað með GPS og tilheyrandi.


Hér er myndband með fyrirlestri um GPS. Á fyrstu fimm mínútunum eða svo er einföld yfirferð yfir hvernig GPS virkar, síðan fer það út í pælingar um að útbúa ódýra en mjög nákvæma GPS móttkara.



Ef þú þarft að komast í samband við rafeindanörda og þróunaraðstöu þá giska ég á að þetta geti hugsanlega verið góður byrjunarstaður: elab.is
(Ég þekki sjálfur ekki til þarna en það virðist vera velkomið að leita til þeirra)

Viðbót: Bætti við upplýsingum og breytti einni vefslóð
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: hefur einhver góða þekkingu á GPS tækni ??

Póstur eftir Agust »

Það má kannski bæta því að gagnastraumurinn frá GPS viðtækinu er kannski ekki beinlínis "venjulegur". Algengasta protokollið er það sem kallast NEMA (National Marine Electronics Association). Væntanlega þarf að skraddarasauma samskiptaforritið fyrir það. Þetta er ekki flókið, en kostar dálitla vinnu og yfirlegu.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Jón Björgvin
Póstar: 103
Skráður: 18. Jan. 2006 17:59:09

Re: hefur einhver góða þekkingu á GPS tækni ??

Póstur eftir Jón Björgvin »

Takk fyrir frábæra hjálp þetta nýtist mér mjög vel :D
Svara