Viðhald flugbrauta Þyts á Hamranesi í april 2014
Ég ætla að fara yfir gífurlega mikilvert verkefni sem ekki verður lengur umflúið eigi Hamranesflugvöllur ekki að grotna niður og verða einskis nýtur.
Að margra mati er þetta brýnasta verkefni ársins 2014 viðhald flugbrauta og viðgerðarsvæðis á Hamranesi.
Flugvöllurinn okkar á Hamranesi er nú nánast ónothæfur vegna viðhaldsleysis undanfarinna ára.
Flugbrautirnar eru tómar holur og hólar ásamt lægðum sem vatn safnast í eftir rigningar, sem þorna seint eða ekki.
Við þessar aðstæður er erfitt að hemja módelin í flugtaki eða lendingu, sem vilja rása tilviljunarkennt og jafnvel út af brautinni. Gjaldið er brotnir spaðar skemmd hjólastell og eitthvað þaðan af verra.
Við skulum hafa í huga að þessi flugvöllur var byggður í sjálfboðavinnu af gríðarlegum dugnaði og framsýni af félögum Þyts og var tekinn í notkun 1988, með pomp og pragt með vígslu þáverandi Flugmálaráðherra Matthíasi A. Mathiesen.
Síðan eru 25 ár. Sumir félagar í Þyt nú voru ekki einu sinni fæddir.
Því er ekki nema eðlilegt að brautirnar og viðgerðarsvæðið hafi látið á sjá.
Eftir að þessar fullkomnu flugbrautir komu til varð mikil hugarfarsbreyting og aðsókn að flugvellinum stórjókst. Menn tóku miklum framförum. Áður var hægt á víðáttumiklum graslendum að lenda hvar sem var, í hvaða átt sem var og ekkert reyndi á hæfileika manna til að stjórna flugmódelinu. Nú fóru menn að æfa aðflug að flugvelli og marklenda á enda brautarinnar. Flugu umferðarhring í átt frá viðgerðarsvæðinu og æfðu snertilendingar.
Módelið stjórnaði ekki lengur flugmanninum, flugmaðurinn stjórnaði nú módelinu!
Það var orðið gaman á ný að fljúga og greinilega mátti sjá að færni flugmanna tók gífurlegum framförum. Þetta var mikil breyting.
Nú erum við félagar komnir á þann tímapunkt í dag að ekki verður lengur dregið að koma flugvellinum í nothæft ástand. Margir eru með dýrmæt módel sem ekki er lengur hægt að fljúga eða lenda á flugvellinum án þess að þau verði fyrir skemmdum.
Og, á undanförnum árum hefur iðulega komið upp umræða um þetta ástand en ekkert hefur verið að gert til að bæta úr. Í umræðunum hafa komið fram getgátur um kostnað sem sumir hafa talið vera óviðráðanlegan og skipta tugum milljóna. Umræðan síðan farið út um víðan völl og lognast út af, því enginn gat komið með áreiðanlegar staðfestar tölur.
Ef ætti að gera samskonar flugvöll í dag myndi það kosta nálægt 20 milljónum!
Með félagsheimilinu okkar og svæðinu öllu, myndi svona uppbygging kosta samanlagt yfir 40 milljónir! Það eru hér miklar eignir í húfi.
Því er það að ég hafði samband við Hlaðbæ/Colas malbikunarfyrirtækið hér í Hafnarfirði. Lýsti ástandinu fyrir þeim og spurði hvað væri hægt að gera til viðhalds vallarins.
-------------------------------------------------------------------------------------------------------------
1. Með þeim forsendum að hér væri um að ræða tvær 6 sinnum 80metra brautir að viðbættu viðgerðarsvæði, er hér um að ræða samtals um 1000 fermetra malbikun.
2. Meðallag malbiks á brautirnar 3 sentimetrar í heild.
3. Efni: Malbik 80 tonn og til þess notuð öll fullkomnustu tæki fyrirtækisins.
4. Verkið yrði unnið utan háannatíma Hlaðbæjar.
Niðurstaða:
Heildarkostnaður 2,1 milljón og áætluð verklok í apríl næstkomandi.
Félagið hefur lengi átt 2 milljónir króna á bankabók.
Vextirnir af þessum fjármunum á síðastliðnu ári voru um 49 þúsund krónur að frádregnum 20% fjármagnsskatti. Því er augljóst að þetta sparifé Þyts er smátt og smátt að verða verðlaust sem ágætt fóður í verðbólgudrauginn.
Eða hver hér inni myndi ekki vilja taka 2 milljónir króna að láni fyrir 49 þúsund króna greiðslu á ári sirka 2,5%, ÓVERÐTRYGGT!
Sjá má af þessu að Þytur getur kostað þetta verkefni án utanaðkomandi styrkja.
Það þýðir hins vegar ekki að við skulum ekki leita allra ráða til að fá styrki vegna framkvæmdarinnar.
Framkvæmdastjórinn hjá Hlaðbæ/Colas sagði mér að fyrir “HRUN” hefði Hafnarfjarðarbær styrkt svona verkefni íþróttafélagnna allt að 80%.
En eins og allir vita er fjárhagur Hafnarfjarðarbæjar mjög bágborinn í dag og ábyggilega erfitt að fá stóra styrki. Það er hins vegar ólíklegt að enga krónu sé að hafa.
Að fá styrki í dag þarf mikla og vandaða vinnu við umsóknir. Tímafrekar viðræður við ráðamenn til að fá skilning þeirra ef ná á árangri.
Innan okkar félags væri til dæmis ein leið að leita eftir frjálsum framlögum, t.d. 5,000.- krónum á mann og ef segjum 60 félagar gætu látið þetta af hendi rakna þá myndi það gera þrjú hundruð þúsund krónur í verkefnið.
Kæru félagar. Nú er að duga eða drepast.
------------------------------------------------------------------------------------------------------
Ég undirritaður legg fram eftirfarandi tillögu fyrir aðalfund Þyts haldinn 13. febrúar 2014:
Aðalfundur Þyts haldinn 13. febrúar 2014 samþykkir að ráðast í framkvæmdir fyrir allt að 2,1 milljón króna, við endurnýjun flugbrauta og viðgerðarsvæðis á Hamranesi með samningum við Hlaðbæ/ Colas og um ljúka framkvæmdum í april næstkomandi.
Aðalfundurinn skipar sérstakan Verkefnisstjóra til að annast nauðsynlegan undirbúning og samskipti við verktakann og stjórn Þyts.
Skipaður Verkefnisstjóri Þyts samþykkir að vinna þetta stóra verkefni í sjálfboðaliðsvinnu.
Fáist Böðvar Guðmundsson til að taka þetta að sér legg ég til að hann verði samhliða þessari tillögu kosinn og valinn Verkefnisstjóri þessara framkvæmda.
Rafn Thorarensen
Viðhald Hamranesflugvallar Þyts í april 2014
Re: Viðhald Hamranesflugvallar Þyts í april 2014
Er nokkuð annað að gera en að drífa í þessu? ekkert stuð að eiga ónýtan flugvöll
- - Þegar þú flýgur á hvolfi er niður upp og upp kostar pening - -
- TT Raptor 90 - TT Raptor 50 - WestonUK MagnumR - SimProp Solution -
- TT Raptor 90 - TT Raptor 50 - WestonUK MagnumR - SimProp Solution -
Re: Viðhald Hamranesflugvallar Þyts í april 2014
Já, þett er eitthvað sem þarf að fara að vinna í. Þessir peningar erum engum til góðs vaxtalausir inni á bók á meðan aðstaðan okkar verður að engu.
Re: Viðhald Hamranesflugvallar Þyts í april 2014
Tilgangur áhugamannafélaga má aldrei vera að safna í sjóði, ef peningar "safnast upp" á að lækka árgjaldið, nema, fyrirhugaðar séu framkvæmdir á árinu.
Þess vegna legg ég til að óskað verði eftir frjálsum framlögum og árið eftir framkvæmdir verði árgjaldið tvöfaldað tímabundið við eitt ár.
Þess vegna legg ég til að óskað verði eftir frjálsum framlögum og árið eftir framkvæmdir verði árgjaldið tvöfaldað tímabundið við eitt ár.
Langar að vita miklu meira!