02.10.2006 - Langflug

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11681
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 02.10.2006 - Langflug

Póstur eftir Sverrir »

Pistill dagsins kemur frá fréttaritara okkar á Suðurlandi honum Guðjóni Kjartanssyni.

Í dag fórum við fjórir Smástundarmenn með Piper Cub Munda og Redy-2 Guðjóns. Markmiðið var að fara í langferð sem var farin frá mjólkurbúi Selfoss og ekið niður Gaulverjabæjarhrepp (vegnúmer 33 ). Það komu reyndar fljótlega upp einhverjar truflanir hjá Munda og Veigari og urðu þeir að hætta eftir að hafa laskað Cubin lítilsháttar. (JR) :) ............ he he.

En allavega þá gátum við Alex haldið áfram og flugum í 40 mínútur og kláruðum um 40 km. í það heila, þ.e.a.s. við stoppuðum einu sinni til að tanka, vélin varð bensínlaus, reyndar á besta stað þar sem hægt var að lenda á rennisléttu túni!

Þar var tankað og flogin seinnihluti af leiðinni, við enduðum við afleggjara inn á þjóðveg 1, á afleggjara inn í Villingaholtshrepp (vegnúmer 305). Veðrið lék við okkur og gaman verður að gera aðra tilraun seinna. eftir á að hyggja væri betra að vera 3 í hverjum bíl, einn að fljúga einn að keyra og sá þriðji tekur myndir.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: 02.10.2006 - Langflug

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Og hvar er svo víeóið og myndir???
:)
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Gaui K
Póstar: 449
Skráður: 2. Maí. 2004 23:07:17

Re: 02.10.2006 - Langflug

Póstur eftir Gaui K »

Já það er nú akkúrat málið það þarf að vera einn á myndavélinni í svona ferð.En ég held nú reyndar að Veigar hafi tekið eitthvað á vídeó þarf að banka uppá hjá honum í kvöld og kanna það nánar.
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11681
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 02.10.2006 - Langflug

Póstur eftir Sverrir »

Mynd

Mynd

Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Svara