Hvaða LiPo telja menn vera bestu kaupin ?

Eru ekki allir í stuði!?
Svara
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Hvaða LiPo telja menn vera bestu kaupin ?

Póstur eftir Agust »

Þar sem ég þarf að fá mér fáein LiPo til að endurnýja hluta þeirra gömlu, þá vaknar spurningin: Hvað á að kaupa?

Ég hef yfirleitt keypt Turnigy, kannski vegna verðsins, en mér finnst rafhlöðurnar vera fljótar að bólgna. Líst ekki vel á það.

Hvaða tegundir sameina best verð og gæði?
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
maggikri
Póstar: 5603
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Hvaða LiPo telja menn vera bestu kaupin ?

Póstur eftir maggikri »

[quote=Agust]Þar sem ég þarf að fá mér fáein LiPo til að endurnýja hluta þeirra gömlu, þá vaknar sourningin: Hvað á að kaupa?

Ég hef yfirleitt keypt Turnigy, kannski vegna verðsins, en mér finnst rafhlöðurnar vera fljótar að bólgna. Líst ekki vel á það.

Hvaða tegundir sameina best verð og gæði?[/quote]

Turnigy nanotech, Rhino eða Zippy, allt góðar rafhlöður. Svo er spurning um þetta discharge C. Þeir segja gárungarnir og þessir rafhlöðusnillingar að maður sé að taka of mikið út af þeim og þá vilja þær bólgna.
Eg var með Turnigy rafhlöður og fannst þær bólgna út fyrr en hinar fyrrnefndu. Turnigy nanotech eru betri. Ef þú pantar rafhlöður er best að taka þær hjá Hobbyking í Hollandi. Passa að fara ekki yfir kíló í hverri pöntun. Þær koma á ca 10-14 dögum. Mæli með Turnigy nanotech.
kv
MK
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Hvaða LiPo telja menn vera bestu kaupin ?

Póstur eftir Haraldur »

Ég pantaði síðast frá Overlander í Englandi. Kostar um 50 pund sendingin en það er óhóð hvað er mikið í pakkanum.
Eru ca 2x dýrari en ódýru HK batterí en eiga að endast betur og bólgna minna. Ég er búinn að fljúga innandyra í allann vetur með þessi batteri og það er ekki farið að bera á bólgnun. Eftir þarsíðasta vetur þá þurfti ég að henda HK batterrínum.
Þannig að ég mæli með Overlander.
Passamynd
hrafnkell
Póstar: 247
Skráður: 10. Maí. 2010 15:58:22

Re: Hvaða LiPo telja menn vera bestu kaupin ?

Póstur eftir hrafnkell »

Ég mæli alls ekki með turnigy lipo allavega. Hef pantað nokkrar og fengið doa, fljótar að fara úr balans og allskonar vesen.

Zippy og zippy compact hafa reynst mér vel, sennilega betur en nano tech meiraðsegja.


Ég pantaði frá hobbyking euro vöruhúsinu um daginn og það tók um 10 daga að ná hingað. Og verðið er ekki al slæmt miðað við international.
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Hvaða LiPo telja menn vera bestu kaupin ?

Póstur eftir einarak »

Ég hef beinan samanburð úr innifluginu á Rhino 300 og eitthvað mah vs. Turnigy NanoTech 300 og eitthvað mah. Turnigy NT döpruðust verulega á milli ára, meðan Rhino hélt sínu striki
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Hvaða LiPo telja menn vera bestu kaupin ?

Póstur eftir Agust »

Þetta er mjög fróðlegt og gagnlegt. Jafnvel Turnigy NT fær ekki góða dóma.

Ætli Rhino og Zippy komi að jafnaði betur út en Turnigy og sameini sæmilega vel verð og gæði?

Flestar mínar eru útþandar Turnigy.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
JóiCam
Póstar: 5
Skráður: 15. Maí. 2015 14:37:03

Re: Hvaða LiPo telja menn vera bestu kaupin ?

Póstur eftir JóiCam »

Sælir.
Ég er var að skrá mig í hópinn og er svona að skoða mig um og rakst á þennann þráð, og þótt hann sé orðinn nokkuð gamall þá langar mig að nefna Gens ace.
Það eru rafhlöðurnar sem ég nota engöngu í dag og eru þær sem ég hef verið ánægðastur með.
Auðvitað eru til fleiri mjög góðar en ég get mælt óhikað með þessum.
kveðja
Jói
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Hvaða LiPo telja menn vera bestu kaupin ?

Póstur eftir einarak »

Sæll og velkominn. Hvar hefuru verið að versla þessar Gens ace rafhlöður helst?
Passamynd
JóiCam
Póstar: 5
Skráður: 15. Maí. 2015 14:37:03

Re: Hvaða LiPo telja menn vera bestu kaupin ?

Póstur eftir JóiCam »

Sæll
Ég hef verið að kaupa þær hjá:
Electronicarc.com
Heliguy.com
kveðja
Jói
Passamynd
SiggiSIg
Póstar: 18
Skráður: 26. Nóv. 2014 21:05:53

Re: Hvaða LiPo telja menn vera bestu kaupin ?

Póstur eftir SiggiSIg »

Sælir

Fróðlegar og gagnlegar upplýsingar.

Rakst á þessa ræmu frá RC Model Reviews

Svara