Hangar 9 ARF P-47 Thunderbolt
Re: Hangar 9 ARF P-47 Thunderbolt
Hangar 9 eru þekktir fyrir að vera með gæða flugmódel og Þrumufleygurinn er þar engin undantekning. Smíðin(samsetningin) er frekar einföld og þægileg og ekki mikil ástæða til að rekja hana hér en miðað við hversu fljótleg hún var þá er óhætt að mæla með þessu kitti og öðrum í svipuðum flokki frá Hangar 9.
Smíðin fór að mestu fram eftir leiðbeiningunum en þó voru nokkrar breytingar gerðar.
T.d. var settur RCV 91 fjórgengismótor í nefið, en þeir eru talsvert nettari á hæðina heldur en sambærilegir fjórgengismótorar.
Því þurfti að gera ný göt fyrir mótorfestingarnar.
Hér sést hve vel mótorinn passar á eldvegginn.
Bensíntankurinn kemur samansettur og er meira að segja blingaður upp. Bætt var við áfyllingarröri.
Nei þetta er ekki lakkrís, stjórnvírarnir út í stélfletina voru eini hlutirnir sem virkilega var hægt að finna að, þeir voru frekar deigir.
Einhver staðar þarf heita loftið að komast út og einnig útblásturinn.
Þeir sem sjá ekki hvar geta litið hér.
Sett var milliloft, eða gólf eftir því á hvernig það er litið, fyrir flugmanninn.
Hér sést flugmaðurinn sáttur á sínum stað.
Tannprúður með eindæmum.
Einnig var remote glow sett.
Og hér er gripurinn samankominn úti í blíðunni.
Gripurinn kominn út á flugbraut í blíðunni.
Ekki þurfti hún langa flugbraut!
Vrrrrúúúmmmm. Stórskemmtilegt hljóð í RCV mótornum.
Lending.
Að loknum góðum degi.
Hægt er að sjá fleiri myndir af smíðinni hérna og fluginu hér.
Smíðin fór að mestu fram eftir leiðbeiningunum en þó voru nokkrar breytingar gerðar.
T.d. var settur RCV 91 fjórgengismótor í nefið, en þeir eru talsvert nettari á hæðina heldur en sambærilegir fjórgengismótorar.
Því þurfti að gera ný göt fyrir mótorfestingarnar.
Hér sést hve vel mótorinn passar á eldvegginn.
Bensíntankurinn kemur samansettur og er meira að segja blingaður upp. Bætt var við áfyllingarröri.
Nei þetta er ekki lakkrís, stjórnvírarnir út í stélfletina voru eini hlutirnir sem virkilega var hægt að finna að, þeir voru frekar deigir.
Einhver staðar þarf heita loftið að komast út og einnig útblásturinn.
Þeir sem sjá ekki hvar geta litið hér.
Sett var milliloft, eða gólf eftir því á hvernig það er litið, fyrir flugmanninn.
Hér sést flugmaðurinn sáttur á sínum stað.
Tannprúður með eindæmum.
Einnig var remote glow sett.
Og hér er gripurinn samankominn úti í blíðunni.
Gripurinn kominn út á flugbraut í blíðunni.
Ekki þurfti hún langa flugbraut!
Vrrrrúúúmmmm. Stórskemmtilegt hljóð í RCV mótornum.
Lending.
Að loknum góðum degi.
Hægt er að sjá fleiri myndir af smíðinni hérna og fluginu hér.
Icelandic Volcano Yeti
Re: Hangar 9 ARF P-47 Thunderbolt
Til hamingju með þessa - þessi er virkilega flott!
Re: Hangar 9 ARF P-47 Thunderbolt
Þú óskar Birni til hamingju næst þegar þú sérð hann
Icelandic Volcano Yeti
- Björn G Leifsson
- Póstar: 2914
- Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45
Re: Hangar 9 ARF P-47 Thunderbolt
Eki mér,,, ég var *næstum* búinn að kaupa þessa.
Hefði kannski átt að gera það:)
Hefði kannski átt að gera það:)
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
H.L. Mencken
Re: Hangar 9 ARF P-47 Thunderbolt
Já mikið var maður „vitlaus“ að selja þetta en það er víst ekki hægt að safna endalaust, sérstaklega ekki þegar manni vantaði smá pening fyrir meira módeldóti
Munar mestu um að hún skuli vera komin í umferð öðrum til ánægju og yndisauka.
Munar mestu um að hún skuli vera komin í umferð öðrum til ánægju og yndisauka.
Icelandic Volcano Yeti
- Björn G Leifsson
- Póstar: 2914
- Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45
Re: Hangar 9 ARF P-47 Thunderbolt
Maður getur alltaf á sig dóti bætt... og þó...Ég var að fatta það að skúrinn hjá mér er fullur af verkefnum sem bíða annaðhvort viðgerðar eða að klára nýsmíði. Þess vegna ætla ég að biðja ykkur að vera ekki að freista mín of mikið á næstunni með módeltilboðum
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
H.L. Mencken
Re: Hangar 9 ARF P-47 Thunderbolt
Þannig að núna væri ekki rétti tíminn til að auglýsa gullfallega Hurricane og Saito 100
Hérna er annars komið smá vídeó af fyrsta fluginu á Thunderbolt > http://video.frettavefur.net/H9_P47.wmv
Og einhverjum árum síðar birtist það á YouTube!
Hérna er annars komið smá vídeó af fyrsta fluginu á Thunderbolt > http://video.frettavefur.net/H9_P47.wmv
Og einhverjum árum síðar birtist það á YouTube!
Icelandic Volcano Yeti
- Jón Björgvin
- Póstar: 103
- Skráður: 18. Jan. 2006 17:59:09
Re: Hangar 9 ARF P-47 Thunderbolt
en afhverju þýskur flug maður hmmm maður spir sig :/
Re: Hangar 9 ARF P-47 Thunderbolt
Það fer eftir því hvort hann er þýskur njósnari á amerískri vél að smygla sér til Bretlands eða þýskur andspyrnumaður að berjast gegn Hitler og félögum
Icelandic Volcano Yeti