Hreinsa gamla harða olíujukkið af mótorum?

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Hreinsa gamla harða olíujukkið af mótorum?

Póstur eftir Agust »

Ég er að glíma við að hreinsa gamlan OS-70FS. Púströrið er allt þakið harðri svartri húð. Mig minnir að ég hafi lesið um ráð sem dugar, en man ekki hvar.

Ég prófaði að láta lakkleysi (hlaup blandað vítissóda?) liggja á púströrinu í hálftíma, en það hjálpaði lítið sem ekkert.

Nú er ég að prófa að láta það liggja í heitri sterkri upplausn með sápu fyrir uppþvottavél.

Kann einhver ráð?
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11681
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Hreinsa gamla harða olíujukkið af mótorum?

Póstur eftir Sverrir »

Ég hef séð að menn hafa verið að sjóða hlutina í sjálfskiptingarvökva, passa sig að gera það þar sem er góð loftræsting og ekki nota pottinn í matreiðslu eftir þetta.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Siggi Dags
Póstar: 226
Skráður: 27. Feb. 2006 23:56:58

Re: Hreinsa gamla harða olíujukkið af mótorum?

Póstur eftir Siggi Dags »

Sjá, hér er soðið í þvottavéladufti.

http://www.airfieldmodels.com/informati ... enance.htm

p.s.

Búinn að fljúga Jómfrúarflug Aresti40.

Hvernig er best að fylla bensín á mótor á hvolfi?

T tengi eða hvað.
Kveðja
Siggi
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Hreinsa gamla harða olíujukkið af mótorum?

Póstur eftir Agust »

Þakka ábendinguna. "Finish" uppþvottavélaefnið (í töfluformi) losaði svertuna af púströrinu. Ég lét það liggja í volgri sterkri upplausn í um 2 tíma og pússaði síðan með stálull.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Hreinsa gamla harða olíujukkið af mótorum?

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Einhvern tíma lét ég gamlan mótor liggja í skvettu af glóðareldsneyti og það leysti það vel upp innþornaða brúna olíuskánina. Hvort það losi innbrennda svertu með tímanum veit ég ekki, sennilega ekki.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: Hreinsa gamla harða olíujukkið af mótorum?

Póstur eftir Þórir T »

Hef nú bara verið pínu sveitalegur og skafið kútinn gætilega með beittu hnífsblaði, rennt svo á hann með stálullinni og hann verður eins og nýr...
Kannski er það bara óþolinmæði, sá einhversstaðar 2 tímar, á þá bara ekki til.. :-)

mbk
Tóti
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Hreinsa gamla harða olíujukkið af mótorum?

Póstur eftir Agust »

Þetta var orðið svo fjandi hart á mínum mótor. Mikið notaður og varla hreinsaður s.l. 10 ár. Hljóðkúturinn er nú næstum sem nýr. Af einhverjum ástæðum var auðveldara að hreinsa skánina af sjálfum mótornum. Líklega er það hitinn sem brennir olíuna og umbreytir í harða skán. Mótorinn er nú klár fyrir trýnið á H9 UltraStick40 RPV.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Svara