Á laugardaginn ákváðum við nokkrir að ná úr okkur kjötsvima og spaðmollu jólahátíðarinnar og örkuðum á Melana með nokkrar hentugar snjóflugvélar. Í bænum gekk á með dimmum éljum en á Melunum var rjómablíða. Við komumst fljótt að því að fjórar hvítar flugvélar í loftinu í einu við aðstæður þar sem himinn, haf og jörð renna nánast saman, getur valdið lítils háttar örðugleikum en allt gekk þetta óvenjulega slysalaust fyrir sig að þessu sinni. Grétar spreðaði að vísu spaðaskrúfum um allt í hnédjúpri mjöllinni í lendingaræfingum sínum en Norðanpiltar eru sannlega sem lifandi málmleitartæki þannig að hann gat tekið gleði sína á ný og haldið fluginu áfram sem ekkert hefði í skorist.
Auðvitað var hrært í ræmu eftir hittinginn en sjóveikir gætu hugsanlega fundið fyrir ónotum eftir áhorfið
Jólakveðjur,
Árni Hrólfur
Melgerðismelar - 27. desember 2014
Re: Melgerðismelar - 27. desember 2014
Þetta er sko flott videó fyrir okkur leti haugana sem héngu bara heima á meðan þið höfðuð greinilega mikið gaman