Eftir að hafa fengið mér kaffi las ég yfir reglugerðardröginn með því hugarfari að reyna að misskilja sem flest. Það er sú aðferðarfræði sem maður notar þegar verið er að gera texta sem verður að vera ótvíræður.
Í vinnunni erum við oft að gera texta sem notaðir eru í verklýsingum rándýrra framkvæmda og þá má ekki vera hægt að misskilja neitt, en verktakar eru sérfræðingar í að finna slík atriði og gera kröfur um aukagreiðslur
Sem sagt, ég páraði ýmsar athugasemdir í skjalið og notaði auk þess áherslupenna. Sumt er vissulega sparðatíningur, en ekki allt held ég.
Líklega dugir ekki að smella á krækjuna til að opna skjalið þannig að athugasemdirnar sjáist.
Trúlega þarf að sækja skjalið með því að hægrismella á krækjuna og nota "save link as". Vista það t.d. á desktop. Opna síðan skjalið með t.d. Foxit reader.
https://dl.dropboxusercontent.com/u/325 ... _12_10.pdf
Svo er bara að taka svona óformlegt kaffispjall snemma morguns ekki alvarlega...
