Drög að reglugerð um ómönnuð loftför

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Drög að reglugerð um ómönnuð loftför

Póstur eftir Agust »

Á vef Innanríkisráðuneytisins er vitnað til svissneskra reglna sem eiga að hafa verið fyrirmynd.

Ég hef ekki fundið þessar svissnesku reglur, aðeins smá samantekt. Getur einhver bent mér á þær?

http://www.innanrikisraduneyti.is/frettir/nr/29429
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Drög að reglugerð um ómönnuð loftför

Póstur eftir Agust »

Minnispunktar mínir eru hér samanteknir í Word skjali.

https://dl.dropboxusercontent.com/u/325 ... 20AHB.docx

Ætlar t.d. LÍM að senda inn athugasemdir?
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Drög að reglugerð um ómönnuð loftför

Póstur eftir Sverrir »

Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Drög að reglugerð um ómönnuð loftför

Póstur eftir Agust »

Það er engu líkara en íslensku drögin sem eiga að hafa svissnesku reglurnar sem fyrirmynd hafi bólgnað verulega út í meðförum, og líkjast nú ekkert foreldrum sínum.

Ég var búinn að finna þetta Sverrir sem þú vísaðir á, en hélt að það væri bara stuttur úrdráttur úr reglunum :-)


Af vef innanríkisráðunrytisins:
"...Fyrirliggjandi drög byggjast að miklu leyti á reglum sem gilda í Sviss og er þeim ætlað að vera einfaldar og aðgengilegar og að reglusetning á þessu sviði taki mið af áhættu af notkun hverju sinni. Þannig eru settar takmarkanir á notkun slíkra loftfara í þéttbýli, nágrenni við íbúðarhúsnæði, yfir mannfjölda og í nágrenni við ákveðnar opinberar byggingar".
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Drög að reglugerð um ómönnuð loftför

Póstur eftir Agust »

Fresturinn til að skila inn athugasemdum rennur út mánudaginn 2. nóvember.

Eru ekki flugmódelfélögin á fullu að vinna í málinu?
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Drög að reglugerð um ómönnuð loftför

Póstur eftir Sverrir »

En ekki hvað!

Hér er komið eitthvað um þá svissnesku eftir lögfræðing.
http://www.delacruzberanek.com/fileadmi ... Kramer.pdf

Þetta kom frá bresku flugmódelsamtökunum og stemmir við það sem maður hefur heyrt frá öðrum Evrópulöndum.

[quote]The EASA Technical Opinion on the results of the consultation was issued just before Christmas and has taken into consideration the long and excellent safety record established by model flying throughout Europe with a clearly stated intention to ‘develop rules which will not affect model aircraft flying’. In addition, model flyers operating under the umbrella of model flying associations will benefit from ‘grandfather rights’ for their existing arrangements. It is also proposed that the regulation of model flying will remain within the Member States, so in our case it will remain with the CAA who are supportive of model flying. As such, we don’t envisage any major changes as a result of the EASA proposals which are unlikely to be implemented until 2017/18 regardless. [/quote]
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Drög að reglugerð um ómönnuð loftför

Póstur eftir Sverrir »

[quote=http://www.samgongustofa.is/um/frettir/ ... tkun-drona]Vinna við sérstaka reglugerð um dróna (fjarstýrð loftför) er langt komin af hálfu Samgöngustofu. Þau drög sem kynnt voru á vef innanríkisráðuneytisins í október sl. hafa verið tekin til endurskoðunar m.a. með tilliti til þeirra umsagna sem bárust og verða send ráðuneytinu að nýju á næstu dögum.[/quote]

Mynd
http://easa.europa.eu/drones

Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Eysteinn
Póstar: 523
Skráður: 10. Jan. 2009 16:40:24

Re: Drög að reglugerð um ómönnuð loftför

Póstur eftir Eysteinn »

Sælir,

ég var að koma heim frá Ameríku með tvo dróna. Þar var mér afhendur þessi fíni bæklingur í Best Buy frá AMA (Academy of Model Aeronatics) sem er frékar ítarlegur. Annars er þetta gott mál og sjálfsagt að fólk fari gætilega.
Mynd

Mynd

Kær kveðja,
Eysteinn Harry Sigursteinsson.

I’ve learned so much from my mistakes…
I’m thinking of making a few more.
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Drög að reglugerð um ómönnuð loftför

Póstur eftir Sverrir »

Jæja, þá er farið að styttast ansi mikið í þetta!

https://www.innanrikisraduneyti.is/fret ... l-umsagnar
https://www.innanrikisraduneyti.is/medi ... vefinn.pdf

Sýnist þetta að mestu leyti koma mjög vel út gagnavart tómstundaflugi enda finnska reglugerðin talin mjög góð eftir því sem ég hef heyrt þeim megin frá. Takið eftir 9. grein um merkingar, það má nánast segja að það sé helsta breytingin fyrir okkur.

Það sem þyrfti að kanna nánar er að það virðist ekki vera gert ráð fyrir að hægt sé að sækja um undanþágu fyrir flugmódel sem flogið er í tómstundaskyni og eru yfir 25 kg. Rætt er um undanþágur fyrir fjarstýrð loftför yfir 25 kg í 17.gr. sem er í kafla III en hann fjallar um flug sem ekki er flogið í tómstundaskyni.

[quote]2.gr. Gildissvið >> Inniflugið sleppur, skyldi formaðurinn þurfa að vigta menn!?
Reglugerð þessi gildir um flug fjarstýrðra loftfara* á Íslandi og innan íslenskrar lofthelgi. Undanþegin gildissviði reglugerðar þessarar eru loftför sem vega minna en 250 g.

6.gr. Tilkynningarskylda slysa og/eða flugatvika >> Nýtt
Slys og alvarleg flugatvik sem verða vegna notkunar fjarstýrðra loftfara skulu tilkynnt í samræmi við gildandi reglur um tilkynningar skyldu flugslysa og atvika í almenningsflugi.

8.gr. Tryggingar >> Ekkert nýtt hér hvað okkur varðar
Umráðandi fjarstýrðs loftfars með hámarksþunga 20 kg eða meira skal taka og viðhalda vátryggingu til greiðslu skaðabóta í samræmi við reglugerð um skylduvátryggingar loftfara. Umráðandi fjarstýrðs loftfars, sem hefur fengið útgefna undanþágu skv. 18. gr. skal óháð þyngd loftfarsins taka og viðhalda vátryggingu til greiðslu skaðabóta.

9.gr. Auðkenning fjarstýrðra loftfara. >> Nýtt
Fjarstýrð loftför skulu auðkennd með nafni, heimilisfangi og símanúmeri umráðanda.

11.gr. Notkun fjarstýrðra loftfara
Heimilt er að starfrækja fjarstýrð loftför, sem vega að hámarki 25 kg að hámarksþyngd, að uppfylltum skilyrðum II. kafla reglugerðar þessarar. Fyrir loftför þyngri en 25 kg að hámarksþyngd þarf leyfi Samgöngustofu sbr. 17. gr.
Umráðandi skal tryggja að notkun fjarstýrðra loftfara skaði ekki fólk og dýr eða valdi tjóni á eignum. Í þessu skyni skal áður en flug er framkvæmt, skilgreina starfræk slusvæði þannig að tryggð sé nægjanleg fjarlægð frá fólki, dýrum og eignum.
Taka skal tillit til aðstæðna og umhverfis t.d. vegna hindrana, tíðni stjórntækja, veðurs o.fl. Óheimilt er að starfrækja ómönnuð loftför undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna.
Fjarflugmaður skal hafa þekkingu á virkni og stjórnun loftfarsins og fullvissa sig um að flugið geti verið starfrækt með öruggum hætti, m.a. með tilliti til gildandi flugreglna.
Sé fjarstýrt loftfar útbúið sjálfstýringu skal ávallt vera hægt að taka yfir stjórn loftfarsins í því skyni að forða árekstrum, t.d. við önnur loftför, fólk eða byggingar.

12.gr. Takmarkanir á flugi fjarstýrðra loftfara
1. Ekki er heimilt að fljúga fjarstýrðu loftfari yfir mannfjölda.
2. Innan þéttbýlis* er eingöngu heimilt að fljúga fjarstýrðu loftfari sem vegur að hámarki 3 kg.
3. Utan þéttbýlis er heimilt að fljúga fjarstýrðu loftfari sem vegur að hámarki 25 kg.
. . .
10. Leyfi rekstraraðila flugvallar þarf til þess að fljúga fjarstýrðu loftfari innan flugvallasvæða.
. . .
12. Í kringum flugbrautir annarra flugvalla og lendingarstaða skal sýna ýtrustu varkárni og gæta fyllsta öryggis. Fjarstýrð loftför skulu ávallt víkja fyrir annarri flugumferð.


Orðskýringar*
Fjarstýrt loftfar(dróni eða flugmódel):
Ómannað loftfar sem er fjarstýrt þ.e. flogið með notkun fjarstýribúnaðar.

Þéttbýli:
Þyrping húsa þar sem búa a.m.k 50 manns og fjarlægð milli húsa fer að jafnaði ekki yfir 200 metra. [/quote]
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Drög að reglugerð um ómönnuð loftför

Póstur eftir Agust »

Það er bara jákvætt fyrir okkur að merkja loftförin með nafni og símanúmeri. Þau eiga það til að fljúga í burtu þó það sé sjaldgæft.


"Þéttbýli:
Þyrping húsa þar sem búa a.m.k 50 manns og fjarlægð milli húsa fer að jafnaði ekki yfir 200 metra.
"

Fólk býr ekki í sumarhúsum. Það gistir þar tímabundið. Sumarhúsabyggð fellur því ekki undir þéttbýli.

"Utan þéttbýlis": ætli það sé meira en 200 metra frá húsum, samanber orðskýringar?
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Svara