Hámarksstærð sendinga til Íslands?

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Hámarksstærð sendinga til Íslands?

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Já ég var að hugsa um að heimsækja Víkurvagna aftur... Þeir sögðu mér í fyrrasumar (minnir mig) að kerruhugmyndin sem ég lagði fyrir þá væri á bilinu 700 til 900 kkr laust reiknað eða mjög sambærilegt ódrýari sort af hestakerru.

Hér eru drög að hugmynd:

Draga saman hóp sem hefur áhuga, athuga stærðarþarfir. Teikna lauslega hvernig slíkar kerrur mundu verða úr garði gerðar í grunnútfærslu og fá tilboð í smíði (td hjá Víkurvögnum og etv fleirum) sem þá væri hálfsmíði þannig að grind, fjaðrabúnaður og rammi væri smíðaður þar og jafnvel galvaníseraður. Við kláruðum svo hver fyrir sig sjálfir (eða saman) klæðningu, frágang, rafmagn etc.
Þá gæti dæmið kannski orðið viðráðanlegt án innflutnings. Menn gætu valið nokkuð mikið sjálfir hvaða frágang þeir nota og útfærslur. Þeir sem það kysu létu klára fráganginn meira eða minna fyrir sig.

Ég sá að Suðurnesjamenn höfðu notað kerru-undirvagninn frá Ellingsen (ekki satt?) og smíðað ofaná hann og klætt með plötum, var það ál eða rústfrítt? Það er kannski hagkvæm lausn.

Ég er að velta fyrir mer hvort það sé ekki mikilvægt að fjaðrabúnaðurinn sé réttur. Ellingsen kerrurnar eru með þessum algenga "tosion-bar" fjörðunarútbúnaði sem er frekar stífur og ódempaður. Mér er sagt að fyrir svona vikvæmt léttmeti eins og fluglíkön þá sé (stillanleg) loftpúðafjöðrun með dempurum það besta og næstbest kannski blaðfjaðrir með dempurum eins og kerran hans Birgis stórsmiðs.
Væru einhverjir með í að skoða svona dæmi??
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11681
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Hámarksstærð sendinga til Íslands?

Póstur eftir Sverrir »

Við erum með mótorhjólakerru frá Ellingsen sem var smíðuð grind á og hún svo klædd með áli.
Fjöðrunin er einmitt algjör snilld og fór mjög vel um vélarnar á leiðinni norður í sumar.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
kip
Póstar: 564
Skráður: 24. Apr. 2006 13:44:49

Re: Hámarksstærð sendinga til Íslands?

Póstur eftir kip »

Mér finnst þið soltið sky high í þessum verðum :) Spurning hvort Haddi í Fjárdrætti http://www.fjardrattur.is gæti ekki mixað svona fyrir miklu minna (Þingeysk gæði) eða ég gæti þefað uppi einhvern þúsundþjalabóndann sem myndi gera þetta á gömlu íslensku verði. Tíminn líður hægar í sveitunum og þar er ennþá hægt að fá hluti gerða af handverksfólki fyrir 4x minna en nú tíðkast í þéttbýlishraðeyðsluverðbólgusamfélögum :D Þessir menn eru vanir að henda undir gömul hásingum af hinu og þessu til að gera kálfa/kinda/hestakerrur og ég bara trúi ekki að þetta þurfi endilega að kosta miljón er það. ;)
Kristinn Ingi Pétursson
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Hámarksstærð sendinga til Íslands?

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Hmmmm... auðvitað, ef fjöðrunin er góð þá er það besta mál. Þetta er dæmi sem þarf að skoða. Mig dauðlangar að gera þetta sjálfur en það eru svo sem takmörk fyrir hvað maður má vera að svona fikti.

Mér datt eiginlega ekki í hug að til væru svona Kallar ennþá sem nenntu/mega vera að því að smíða fyrir aðra.
Það er eiginlega bara að hanna gripinn, finna efni og bíslög, hásingar og fjaðrir og setja dæmið upp... er það ekki.
Kerrubotnarnir úr Ellingsen man ég ekki hvað áttu að kosta en sem sagt, ef þær eru góður grunnur þá af hverju ekki nota eitthvað svoleiðis. Svo er hægt að finna lista og bíslög í bílasmiðjubúðinni eða tilsvarandi forretníngu og fá svo einhvern svona þúsundþjalakall til að sjóða draslið saman og gera allt þetta semvið aumingjarnir ekki ráðum við. Svo fíníserar maður þetta sjálfur og bíngó..... eða hvað?

Mig grunar að ef hægt er að setja saman svona dæmi fyrir,,,, segjum... undir 400kkr og þær væru sæmilega flottar (þið vitið hvað ég á við ;) ) , þá eru held ég ansi margir sem vantar þennan flutningsmöguleika og gætu kannski hugsað sér slíka fjárfestingu.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11681
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Hámarksstærð sendinga til Íslands?

Póstur eftir Sverrir »

Tja, ekki smíðuðum við kerruna okkar sjálfir, þá hefði hún eflaust verið mikið stærri ;)
Icelandic Volcano Yeti
Svara