ModelExpress hefur gert samning við Mejzlik um að versla af þeim carbon spaða og spinnera. Eins og í svo mörgu öðru þá er það magnið sem gildir, þeimur fleiri hlutir, þeimur meiri afsláttur sem skilar sér svo áfram til módelmanna.
Mejzlik Modellbau er tékkneskt fyrirtæki sem er þekkt fyrir gæðavörur úr koltrefjum, bæði spaða og spinnera. Mejzlik spaðar sjást m.a. framan á mörgum þeim vélum sem flogið er í keppnum, hvort heldur í list- eða skalaflugi. Þeir eru einnig þekktir fyrir að vera sérstaklega hljóðlátir og gefa gott tog.
Einnig mun vera í bígerð að taka pöntun frá Toni Clark þannig að ef menn vilja ná sér í Zenoah, Desert Aircraft mótora eða eitthvert af þeim smíðakittum sem eru til þá eru um að gera að kanna málið sem fyrst.
Nánari upplýsingar gefur Þröstur í síma 896-1191 eða howdy@itn.is.
04.11.2006 - Mejzlik vörur og Toni Clark
Re: 04.11.2006 - Mejzlik vörur og Toni Clark
Icelandic Volcano Yeti
Re: 04.11.2006 - Mejzlik vörur og Toni Clark
Sakar ekki að minna menn á frábæra vefsíðu Toni Clark http://www.toni-clark.com