Var að fá símamynd af kallinum þar sem verið er að mála hann. Myndin er ekkert sérlega góð, enda myndgæði ekki það sem símar gera best, en kallinn er flottur:
Super Cub frá Toni Clark
Re: Super Cub frá Toni Clark
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Super Cub frá Toni Clark
Í dag klæddi ég skrokkinn með Solartexi. Eins og stundum er, þá hamast maður allan daginn við eitthvert verk og síðan þegar maður segir einhvejrum frá því seinna, þá hljómar eins og maður hafi í rauninni ekki gert neitt...
Ég byrjaði á hjólastellinu. Það er gert úr stálteinum sem eru slaglóðaðir sama. Ég klippti niður þríhyrningslaga búta af Solartexi og byrjaði innan á stellinu. Solartex límist ekki sérlega vel við stálið í teinunum, svo ég byrjaði á því að pensla hvítt lím á þá. Síðan setti ég Solartexið á og vafði því utanum teinana og festi það innan á sjálf sig. Ytri bútarnir festust síðan við innri bútana og þegar ég var búinn að strekkja allt saman, þá leit þetta bara ferlega flott út, þó ég segi sjálfur frá:
Það sem ég vildi fá út í klæðningunni á skrokknum voru þessar dæmigerði Piper línur þar sem klæðningin virðist flæða neðan frá neðri hluta skrokksins upp á stélkambinn án þess að koma við neitt á leiðinni. Til að ná þessu þurfti ég að klippa út heilt stykki sem passaði á hliðina alla og stélið. Götin fyrir stélrörin gerði ég með heitum lóðbolta. Það er besta aðferðin við að gera göt í Solartex, því það kemur flott gat með styrktum brúnum.
Hér sjást klassískar Piper línum í skrokknum eftir klæðningu:
Nú hringdi ég í Einar Pál, sérfæðing í Piper flugvélum og spurði hann um styrkingarborða á skrokknum. Maður kemur ekki að tómu flugskýlinu hjá Palla og það kom í ljós að borðinn er EKKI notaður á þeim eina stað sem ég var alveg viss um að hann væri notaður: á efri hornin á skrokknum. Hann er aftur á móti settur á hrygginn á vélini, á miðjustrenginn á hliðunum, neðri hornin og botnstrenginn (sem er ekki með á þessu módeli).
Palli sagði mér líka að einu saumarnir á skrokknum væru á efsta rifinu á stélkambinum. Það er líka eina rifið á kambinum sem klæðningin snertir.
Sjáumst í næstu viku.
Ég byrjaði á hjólastellinu. Það er gert úr stálteinum sem eru slaglóðaðir sama. Ég klippti niður þríhyrningslaga búta af Solartexi og byrjaði innan á stellinu. Solartex límist ekki sérlega vel við stálið í teinunum, svo ég byrjaði á því að pensla hvítt lím á þá. Síðan setti ég Solartexið á og vafði því utanum teinana og festi það innan á sjálf sig. Ytri bútarnir festust síðan við innri bútana og þegar ég var búinn að strekkja allt saman, þá leit þetta bara ferlega flott út, þó ég segi sjálfur frá:
Það sem ég vildi fá út í klæðningunni á skrokknum voru þessar dæmigerði Piper línur þar sem klæðningin virðist flæða neðan frá neðri hluta skrokksins upp á stélkambinn án þess að koma við neitt á leiðinni. Til að ná þessu þurfti ég að klippa út heilt stykki sem passaði á hliðina alla og stélið. Götin fyrir stélrörin gerði ég með heitum lóðbolta. Það er besta aðferðin við að gera göt í Solartex, því það kemur flott gat með styrktum brúnum.
Hér sjást klassískar Piper línum í skrokknum eftir klæðningu:
Nú hringdi ég í Einar Pál, sérfæðing í Piper flugvélum og spurði hann um styrkingarborða á skrokknum. Maður kemur ekki að tómu flugskýlinu hjá Palla og það kom í ljós að borðinn er EKKI notaður á þeim eina stað sem ég var alveg viss um að hann væri notaður: á efri hornin á skrokknum. Hann er aftur á móti settur á hrygginn á vélini, á miðjustrenginn á hliðunum, neðri hornin og botnstrenginn (sem er ekki með á þessu módeli).
Palli sagði mér líka að einu saumarnir á skrokknum væru á efsta rifinu á stélkambinum. Það er líka eina rifið á kambinum sem klæðningin snertir.
Sjáumst í næstu viku.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Super Cub frá Toni Clark
Það er hellingur að segja frá í dag, enda hefur helgin verið annasöm.
Fyrst vélarhlífin. Ég hreinsaði hana almennilega og pússaði vandlega. Síðan sprautaði ég hana með fylligrunni og pússaði hann niður með fínum blautpappír. Gallinn við svona vélarhlífar og marga aðra glerfíberhluti er gel-húsiðn. Ég veit ekki hvers vegna framleiðendur eru að hamast við að setja gel-húð á glerfíber vörurnar sínar, því það eina sem það gerir vel er að brotna. Á myndinni hér fyrir neðan er hægt að sjá fjóra staði þar sem gel-húðin hafði brotnað en ekki glerfíberinn sjálfur (rauðar örvar) og ég þurfti að pússa hana algerlega niður.
Næst setti ég þrjú lög af málaralímbandi við línuna þar sem lokin á hlífinni eru, setti tvær hespur á hvort lok og sprautaði fylligrunni meðfram límbandinu. Þegar ég síðan tók límbandið af var hægt að sjá lokið greinilega:
Og hér er vélarhlífin eftir að ég sprautaði hana með felgulakki, tilbúið fyrir sprautun:
Nú var kominn tími til að klára víralögnina í vænginn. Ég ákvað að nota eina tengingu fyrir hvorn væng og þess vegna fór ég á vefsíðu Ashtek Electronics í Englandi (http://ashtekelectronics.com/shop/). Þeir eru með frábær tengi sem taka frá tveim upp í tólf víra. Ég pantaði frá þeim tólf-víra-tengi og klemmutöng:
Hér eru tengin tilbúin til að fara í vængina:
Og hér er vírasúpan komin í væng:
Til að aðskilja servóvírana og rafmagnsvírana í ljósin og minka möguleikann á truflun vafði ég þessar tvær vírahankir með gormaplasti:
Nú gat ég klætt vængina að ofan með Solartexi. Svo reif ég niður nokkrar ræmur af 5mm breiðu Solartexi og straujaði á vængrifin. Síðan merkti ég hvar saumarnir áttu að koma. Einar Páll var búinn að sgja mér að þar sem saumarnir eru í gustinum af spaðanum eru þeir með tveggja tommu bili, en annars með þriggja tommu bili. Þetta umreiknast í u.þ.b. 1,5sm og 2,5sm fyrir módelið. Ég notað plastflösku með sprautunál og hvítt lím til að búa til saumana:
Þegar saumarnir voru þornaðir straujaði ég rifjaborðana frá Mick Reeves oná rifin og í kringum vænginn eins og hægt er að sjá á fyrirmyndinni:
Hér eru borðarnir komnir á vænginn:
Næst skar ég 12mm breiða ræmu af áli úr prentplötu, setti 5mm breiða ræmu af teppalímbandi á hana og festi hana á afturbrún vængsins ofan á gapið fyrir framan flapsann:
Til að þetta líti út nokkurn vegin eins og á fullskala vélinni boraði ég með 1mm bor og snaraði úr götunum með 3, 2mm bor og skrúfaði skrúfur nr. 00 frá Mikka Ref í götin. Bætir, hressir og kætir og gefur hraustlegt og gott útlit!
Þá eru vængirnir næstum tilbúnir. Bara eftir að ganga frá ljósunum:
Lendingarljósin:
Það er rammi utanum lendingarljósin, sem er á báðum vængjum á mínum Cub. Ég málaði svart innan í hólfin þar sem ljósin eru og klippti síðan til glært plast og ál úr prentplötu til að setja á þau:
Ég setti ræmur af teppalímbandi á báða enda á bæði plastinu og álinu, festi þau saman á öðrum endanum og límdi síðan þann enda niður á vænginn. Þá var einfalt mál að taka pappírinn af límræmunum á hinum endanum, ýta fyrst plastinu og síðan álinu niður og fá þau til að sitja fallega og rétt á ljósinu.
Að lokum stakk ég nokkur göt með títuprjóni og setti skrúfur nr. 000 frá Mikka Ref í götin. Þetta væri bara verra ef það væri betra:
Skjáumst í næstu viku.
Fyrst vélarhlífin. Ég hreinsaði hana almennilega og pússaði vandlega. Síðan sprautaði ég hana með fylligrunni og pússaði hann niður með fínum blautpappír. Gallinn við svona vélarhlífar og marga aðra glerfíberhluti er gel-húsiðn. Ég veit ekki hvers vegna framleiðendur eru að hamast við að setja gel-húð á glerfíber vörurnar sínar, því það eina sem það gerir vel er að brotna. Á myndinni hér fyrir neðan er hægt að sjá fjóra staði þar sem gel-húðin hafði brotnað en ekki glerfíberinn sjálfur (rauðar örvar) og ég þurfti að pússa hana algerlega niður.
Næst setti ég þrjú lög af málaralímbandi við línuna þar sem lokin á hlífinni eru, setti tvær hespur á hvort lok og sprautaði fylligrunni meðfram límbandinu. Þegar ég síðan tók límbandið af var hægt að sjá lokið greinilega:
Og hér er vélarhlífin eftir að ég sprautaði hana með felgulakki, tilbúið fyrir sprautun:
Nú var kominn tími til að klára víralögnina í vænginn. Ég ákvað að nota eina tengingu fyrir hvorn væng og þess vegna fór ég á vefsíðu Ashtek Electronics í Englandi (http://ashtekelectronics.com/shop/). Þeir eru með frábær tengi sem taka frá tveim upp í tólf víra. Ég pantaði frá þeim tólf-víra-tengi og klemmutöng:
Hér eru tengin tilbúin til að fara í vængina:
Og hér er vírasúpan komin í væng:
Til að aðskilja servóvírana og rafmagnsvírana í ljósin og minka möguleikann á truflun vafði ég þessar tvær vírahankir með gormaplasti:
Nú gat ég klætt vængina að ofan með Solartexi. Svo reif ég niður nokkrar ræmur af 5mm breiðu Solartexi og straujaði á vængrifin. Síðan merkti ég hvar saumarnir áttu að koma. Einar Páll var búinn að sgja mér að þar sem saumarnir eru í gustinum af spaðanum eru þeir með tveggja tommu bili, en annars með þriggja tommu bili. Þetta umreiknast í u.þ.b. 1,5sm og 2,5sm fyrir módelið. Ég notað plastflösku með sprautunál og hvítt lím til að búa til saumana:
Þegar saumarnir voru þornaðir straujaði ég rifjaborðana frá Mick Reeves oná rifin og í kringum vænginn eins og hægt er að sjá á fyrirmyndinni:
Hér eru borðarnir komnir á vænginn:
Næst skar ég 12mm breiða ræmu af áli úr prentplötu, setti 5mm breiða ræmu af teppalímbandi á hana og festi hana á afturbrún vængsins ofan á gapið fyrir framan flapsann:
Til að þetta líti út nokkurn vegin eins og á fullskala vélinni boraði ég með 1mm bor og snaraði úr götunum með 3, 2mm bor og skrúfaði skrúfur nr. 00 frá Mikka Ref í götin. Bætir, hressir og kætir og gefur hraustlegt og gott útlit!
Þá eru vængirnir næstum tilbúnir. Bara eftir að ganga frá ljósunum:
Lendingarljósin:
Það er rammi utanum lendingarljósin, sem er á báðum vængjum á mínum Cub. Ég málaði svart innan í hólfin þar sem ljósin eru og klippti síðan til glært plast og ál úr prentplötu til að setja á þau:
Ég setti ræmur af teppalímbandi á báða enda á bæði plastinu og álinu, festi þau saman á öðrum endanum og límdi síðan þann enda niður á vænginn. Þá var einfalt mál að taka pappírinn af límræmunum á hinum endanum, ýta fyrst plastinu og síðan álinu niður og fá þau til að sitja fallega og rétt á ljósinu.
Að lokum stakk ég nokkur göt með títuprjóni og setti skrúfur nr. 000 frá Mikka Ref í götin. Þetta væri bara verra ef það væri betra:
Skjáumst í næstu viku.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Super Cub frá Toni Clark
Ég ákvað að setja smávegis „bling“ á módelið mitt áður en ég sprauta það. Þetta „bling“ er úr áli og er þeir hlutar af venjulegri flugvél sem maður horfir stöðugt á en „sér“ ekki samt: gluggarammarnir og álklæðningin.
Ég byrjaði á álklæðningunni framan á flugvélinni. Til að búa þetta til klippti ég niður prentplötuál, málaði nefið á módelinu og plöturnar með Jötungripi og staðsetti plöturnar varlega á sínum stað.
Það eru tvær aðskildar álplötur sem skarast og þær ná allan hringinn í kringum nefið. Hér er sú aftari komin á sinn stað. Hún liggur frá hurðaropinu hægra megin, undir skrokkinn og svo upp að glugganum á vinstri hliðinni:
Hér er svo hin komin á sinn stað. Hún liggur yfir nefið að ofan og undir botninn. Platan sem ég notaði náði ekki allan hringinn (ég fékk ekki nógu stóra prentplötu), svo að ég þurfti að setja smá plötu á miðjan botnin fyrst:
Ég notaði srúfur nr. 00 frá Mikka Ref til að gefa þetta skala-útlit.
Næst klippti ég alla gluggana út úr 1mm þykku plasti. PVC plastið sem fylgdi með frá Toni Clark er glært, en þar sem frumgerðin mín er með litaða glugga keypti ég litað plast. Því miður er það örlítið þykkara en plastið frá Toni, en þegar búið er að líma það á sinn stað og setja álræmur á það og skrúfur númer 000, þá lítur þetta bara sæmilega út.
Hér er gluggin hægra megin og rofarnir tveir (móttakari og kveikja) á þægilegum stað. Ef þú skoðar vel, þá getur þú séð VoltSpy sem ég límdi á hilluna fyrir aftan aftursætið.
Mig langaði til að setja smávegis innréttingar í flugmannsklefann, þó ég ætlaði alls ekki að gera einhverja súperskala vél úr þessu, svo ég límdi sæti úr 4mm balsa á sína staði og tálgaði bleikt frauðplast í sætispúða. Síðan málaði ég allt saman með Vitretex málningu sem ég átti inní skáp:
Hérna er svo framsætið. Mælaborðið er bara ljósmynd af subbulegasta Super Cub sem ég gat fundið á Internetinu. Ég prentaði það í réttri stærð, límdi það á balsa og límdi á sinn stað. Þetta lítur ágætlega út þegar maður horfir á það í gegnum blátt gler:
Og hér er svo flugmaðurinn kominn á sinn stað. Guðfinna hans Didda málaði hann fyrir mig og þetta er bara flott hjá henni:
Framglugginn var smá vandamál vegna þess hver plastið er þykkt og stíft. Ég byrjaði á því að klippa til máta úr þunnu plasti sem ég átti uppí hillu og síðan sagaði ég þykka plastið í rétt lag með tifsög. Hérna er ég að stilla plastinu á sinn stað og bera það við:
Eina leiðin til að fá þetta plast til að leggjast eins og til var ætlast og taka á sig þá boga sem þurfti var að nota mikið af heitu lofti. Ég notaði hitablásara sem maður notar venjulega á plastfilmu og hitaði plastið mikið þar til það gaf sig. Ég notaði líka gott lím. Ég setti 6mm breiða álrenninga á hliðarnar á glugganum og boraði göt á þá. Síðan sletti ég Hysol á hliðarnar og skrúfaði fast öðrum megin. Þá var hægt að draga hina hliðina á sinn stað og sulla Hysol undir allt sem þurfti að límast niður. Þetta tók meiri partin úr einum degi og ég mæli með því við Dr. Björn að hann fái sér aðstoðarmann við þetta: maður þarf svo sannarlega á nokkrum hjálparhöndum að halda.
Nú vildi ég búa til fallega feringu af nefinu upp á framrúðuna, en það var ekki nokkur lifandi vegur að gera hana úr áli. Ég skellti því niður sex ræmum af málningarlímbandi um 6mm fyrir framan rúðuna og öðrum sex um 6mm uppá hana:
Þetta fyllti ég síðan með P38 bílaspartli:
Eftir að ég pússaði spartlið niður og tók límbandið burt leit þetta svona út:
Næst sprautaði ég nokkrum umferðum af fylligrunni og blautpússaði feringuna þar til hún var orðin eins slétt og ég vildi hafa hana. Þá boraði ég röð af 1mm götum, sneri 3,2mm bor í þeim og skrúfaði nokkrar 00 skrúfur í. Ég get ekki neitað því að ég er smá stoltur af þessu!
Hurðin er komin á hægra megin með læsingum og öllu:
Og hér er lúgan ofan á skrokknum. Hún verður að vera þarna svo maður komist til að setja vængina á og taka þá af, en er svosem ekki í „skala“:
Það síðasta sem ég gerði í dag var að setja nokkur hnoð á álklæðninguna framan á módelinu. Á mynd sem Einar Páll sendi mér er greinlega röð af hnoðum fram eftir hliðinni á vélinni og þar sem þau eru ekki neitt vandamál þegar maður hefur sprautunál og hvítt lím, þá skellti ég þeim á, svona bara til gamans:
Nú er ég að gera tilraun með hvíta Vitretex málningu og glansandi húsgagnalakk. Ég sprauta Super Cubbinn líklega í næstu viku ef þær takast vel.
Skjáumst þá.
Ég byrjaði á álklæðningunni framan á flugvélinni. Til að búa þetta til klippti ég niður prentplötuál, málaði nefið á módelinu og plöturnar með Jötungripi og staðsetti plöturnar varlega á sínum stað.
Það eru tvær aðskildar álplötur sem skarast og þær ná allan hringinn í kringum nefið. Hér er sú aftari komin á sinn stað. Hún liggur frá hurðaropinu hægra megin, undir skrokkinn og svo upp að glugganum á vinstri hliðinni:
Hér er svo hin komin á sinn stað. Hún liggur yfir nefið að ofan og undir botninn. Platan sem ég notaði náði ekki allan hringinn (ég fékk ekki nógu stóra prentplötu), svo að ég þurfti að setja smá plötu á miðjan botnin fyrst:
Ég notaði srúfur nr. 00 frá Mikka Ref til að gefa þetta skala-útlit.
Næst klippti ég alla gluggana út úr 1mm þykku plasti. PVC plastið sem fylgdi með frá Toni Clark er glært, en þar sem frumgerðin mín er með litaða glugga keypti ég litað plast. Því miður er það örlítið þykkara en plastið frá Toni, en þegar búið er að líma það á sinn stað og setja álræmur á það og skrúfur númer 000, þá lítur þetta bara sæmilega út.
Hér er gluggin hægra megin og rofarnir tveir (móttakari og kveikja) á þægilegum stað. Ef þú skoðar vel, þá getur þú séð VoltSpy sem ég límdi á hilluna fyrir aftan aftursætið.
Mig langaði til að setja smávegis innréttingar í flugmannsklefann, þó ég ætlaði alls ekki að gera einhverja súperskala vél úr þessu, svo ég límdi sæti úr 4mm balsa á sína staði og tálgaði bleikt frauðplast í sætispúða. Síðan málaði ég allt saman með Vitretex málningu sem ég átti inní skáp:
Hérna er svo framsætið. Mælaborðið er bara ljósmynd af subbulegasta Super Cub sem ég gat fundið á Internetinu. Ég prentaði það í réttri stærð, límdi það á balsa og límdi á sinn stað. Þetta lítur ágætlega út þegar maður horfir á það í gegnum blátt gler:
Og hér er svo flugmaðurinn kominn á sinn stað. Guðfinna hans Didda málaði hann fyrir mig og þetta er bara flott hjá henni:
Framglugginn var smá vandamál vegna þess hver plastið er þykkt og stíft. Ég byrjaði á því að klippa til máta úr þunnu plasti sem ég átti uppí hillu og síðan sagaði ég þykka plastið í rétt lag með tifsög. Hérna er ég að stilla plastinu á sinn stað og bera það við:
Eina leiðin til að fá þetta plast til að leggjast eins og til var ætlast og taka á sig þá boga sem þurfti var að nota mikið af heitu lofti. Ég notaði hitablásara sem maður notar venjulega á plastfilmu og hitaði plastið mikið þar til það gaf sig. Ég notaði líka gott lím. Ég setti 6mm breiða álrenninga á hliðarnar á glugganum og boraði göt á þá. Síðan sletti ég Hysol á hliðarnar og skrúfaði fast öðrum megin. Þá var hægt að draga hina hliðina á sinn stað og sulla Hysol undir allt sem þurfti að límast niður. Þetta tók meiri partin úr einum degi og ég mæli með því við Dr. Björn að hann fái sér aðstoðarmann við þetta: maður þarf svo sannarlega á nokkrum hjálparhöndum að halda.
Nú vildi ég búa til fallega feringu af nefinu upp á framrúðuna, en það var ekki nokkur lifandi vegur að gera hana úr áli. Ég skellti því niður sex ræmum af málningarlímbandi um 6mm fyrir framan rúðuna og öðrum sex um 6mm uppá hana:
Þetta fyllti ég síðan með P38 bílaspartli:
Eftir að ég pússaði spartlið niður og tók límbandið burt leit þetta svona út:
Næst sprautaði ég nokkrum umferðum af fylligrunni og blautpússaði feringuna þar til hún var orðin eins slétt og ég vildi hafa hana. Þá boraði ég röð af 1mm götum, sneri 3,2mm bor í þeim og skrúfaði nokkrar 00 skrúfur í. Ég get ekki neitað því að ég er smá stoltur af þessu!
Hurðin er komin á hægra megin með læsingum og öllu:
Og hér er lúgan ofan á skrokknum. Hún verður að vera þarna svo maður komist til að setja vængina á og taka þá af, en er svosem ekki í „skala“:
Það síðasta sem ég gerði í dag var að setja nokkur hnoð á álklæðninguna framan á módelinu. Á mynd sem Einar Páll sendi mér er greinlega röð af hnoðum fram eftir hliðinni á vélinni og þar sem þau eru ekki neitt vandamál þegar maður hefur sprautunál og hvítt lím, þá skellti ég þeim á, svona bara til gamans:
Nú er ég að gera tilraun með hvíta Vitretex málningu og glansandi húsgagnalakk. Ég sprauta Super Cubbinn líklega í næstu viku ef þær takast vel.
Skjáumst þá.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Super Cub frá Toni Clark
Góðan daginn Gaui og takk fyrir kaffið að kveldi skírdags á Grísará. Ég sagði við konuna að ég yrði að kíkja á frægasta smíðaverkstæði landsins. Þegar ég og Sigurður Sindri(yngsti félagsmaðurinn í FMS) komum á Grísará stóð yfir stjórnarfundur í FMA. Þeir Árni Hrólfur, Guðmundur og Guðjón létu það nú ekki á sig fá þó að einhver snúður að sunnan kíkti þar við. Afurðirnar sem koma frá smíðaverkstæðinu á Grísará eru bara tær snilld.
Takk fyrir okkur
kv
Magnús K
Takk fyrir okkur
kv
Magnús K
Re: Super Cub frá Toni Clark
Sæll nafni.
Þetta er algjörlega glæsilegt verð ég bara að segja!
En í leiðinni langar mig að forvitnast um þessar skrúfur frá Mikka Ref ætli hann sendi í póstkröfu
kv,Gaui.
Þetta er algjörlega glæsilegt verð ég bara að segja!
En í leiðinni langar mig að forvitnast um þessar skrúfur frá Mikka Ref ætli hann sendi í póstkröfu
kv,Gaui.
Re: Super Cub frá Toni Clark
Það þýðir ekkert að skrifa Mick Reeves og ætlast til að hann svari -- hann gerir það sjaldnast. Sendu honum bara tölvubréf, settu nafnið á vörunni eða einhverju módelanna hans í "subject" línuna (annars hendir hann því ólesnu af því hann fær svo mikið spamm) og taktu fram mjög skýrt hvað þú ætlar að fá og hversu mikið af því. Svo setur þú bara númerið á kreditkortinu þínum með og lokadagsetninguna á því ásamt vartölunni sem er hinum megin á kortinu. Ég hef stundum gert það þannig að ég set helminginn af tölunni í einn tölvupóst og hinn helminginn í annan. Hann kann á það og það virkar. Núna upp á síðkastið hef ég bara sett töluna með línuskiptum á milli, svona:
1234
5678
4321
8765
12/34
123
Þetta virkar líka.
1234
5678
4321
8765
12/34
123
Þetta virkar líka.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Super Cub frá Toni Clark
Ég er byrjaður að sprauta lit.
En fyrst langaði mig að gera smá tilraunir á málningunni. Málningin sem ég nota mest núna er plastmálning sem kallast Vitretex og er utanhúss plastmálning, svo hún ætti að þola ýmislegt. Það er auðvelt að þynna hana með vatni og sprauta henni og það er mjög gott að þrífa verkfærin eftir notkun. Svo er hún fljót að þorna, sem er stór plús. Það eina sem er ókostur við hana er að hún er mött. Þetta er í lagi þegar maður er að smíða stríðsvélar, en Ofur Hvolpurinn á að vera smá glansandi.
Ég skrapp niðrí Litaland og spurði þá ráða og var bent á húsgagnalakk sem kallast „Beckers aqua klarlack“. Þetta er vatnsleysanlegt akríl lakk sem hægt er að fá mjög glansandi.
Ég smíðaði smá prufustykki sem ég klæddi með Solartexi og spreyjaði síðan með felgulakki. Svo sprautaði ég tvær umferðir af hvítu og tvær af glæru. Hérna er stykkið:
Það var þrennt sem ég var hræddur um í sambandi við lakkið: 1) að það væri erfitt eða jafnvel ómögulegt að sprauta því. 2) að það væri of þungt og 3) að það yrði brothætt og springi á opnum svæðum þegar það þornaði.
Ekkert af þessu kom fram. 1) það er mjög auðvelt að sprauta því. Það er raunar hægt að sprauta því beint úr dollunni án þess að þynna það. 2) þyngdin er sú sama og á hvítu málningunni. Ég vigtaði prufustykkið eftir hverja sprautun og með silfur felgulakkinu var það 14 grömm, með hvítu málningunni var það 16 grömm og með lakkinu var það 18 grömm. 3) lakkið virðist vera mjög teygjanlegt og springur ekki yfir opnum svæðum. Svo það virðist ekki vera neitt sem mælir gegn því að nota það.
Þá kom Árni Hrólfur og sagði „En þolir það bensín?“ Svo ég varð að prófa það líka. Ég setti smávegis bensín á stykkið og nuddaði það með pappírsþurrku. Ekkert. Lakið virtist þola bensín. Glansinn minnkaði ekki einu sinni við þetta -- fullkomið.
Þá útbjó ég sprautuklefa í bílskúrnum með því að hengja fullt af byggingaplasti upp undir loftið (og notaði meira að segja tækifærið til að sópa) þannig að allt sem ég vildi ekki fá málningarryk á væri fyrir utan plastið (sem var nánast allt annað en það sem ég ætlaði að sprauta). Næsta verk var að maska allt á módelinu sem ekki átti að málast og síðan sprauta með felgulakkinu.
Og svo byrjaði ég á hvítu málningunni. Ég þarf að gera tvær til þrjár umferðir, svo það tekur mig nokkrar helgar að klára þetta. Hérna eru smáhlutirnir í sprautun.
Athugið að ég nota litla Badger módelsprautu en ekki iðnaðarsprautukönnu. Ástæðan er sú að mér finnst ég hafa betri stjórn á sprautuninni með litlu sprautunni en þeirri stóru. Ég get stjórnað því algerlega hvert málningin fer og hversu mikið af henni.
Oftast :/
Sjáumst seinna
En fyrst langaði mig að gera smá tilraunir á málningunni. Málningin sem ég nota mest núna er plastmálning sem kallast Vitretex og er utanhúss plastmálning, svo hún ætti að þola ýmislegt. Það er auðvelt að þynna hana með vatni og sprauta henni og það er mjög gott að þrífa verkfærin eftir notkun. Svo er hún fljót að þorna, sem er stór plús. Það eina sem er ókostur við hana er að hún er mött. Þetta er í lagi þegar maður er að smíða stríðsvélar, en Ofur Hvolpurinn á að vera smá glansandi.
Ég skrapp niðrí Litaland og spurði þá ráða og var bent á húsgagnalakk sem kallast „Beckers aqua klarlack“. Þetta er vatnsleysanlegt akríl lakk sem hægt er að fá mjög glansandi.
Ég smíðaði smá prufustykki sem ég klæddi með Solartexi og spreyjaði síðan með felgulakki. Svo sprautaði ég tvær umferðir af hvítu og tvær af glæru. Hérna er stykkið:
Það var þrennt sem ég var hræddur um í sambandi við lakkið: 1) að það væri erfitt eða jafnvel ómögulegt að sprauta því. 2) að það væri of þungt og 3) að það yrði brothætt og springi á opnum svæðum þegar það þornaði.
Ekkert af þessu kom fram. 1) það er mjög auðvelt að sprauta því. Það er raunar hægt að sprauta því beint úr dollunni án þess að þynna það. 2) þyngdin er sú sama og á hvítu málningunni. Ég vigtaði prufustykkið eftir hverja sprautun og með silfur felgulakkinu var það 14 grömm, með hvítu málningunni var það 16 grömm og með lakkinu var það 18 grömm. 3) lakkið virðist vera mjög teygjanlegt og springur ekki yfir opnum svæðum. Svo það virðist ekki vera neitt sem mælir gegn því að nota það.
Þá kom Árni Hrólfur og sagði „En þolir það bensín?“ Svo ég varð að prófa það líka. Ég setti smávegis bensín á stykkið og nuddaði það með pappírsþurrku. Ekkert. Lakið virtist þola bensín. Glansinn minnkaði ekki einu sinni við þetta -- fullkomið.
Þá útbjó ég sprautuklefa í bílskúrnum með því að hengja fullt af byggingaplasti upp undir loftið (og notaði meira að segja tækifærið til að sópa) þannig að allt sem ég vildi ekki fá málningarryk á væri fyrir utan plastið (sem var nánast allt annað en það sem ég ætlaði að sprauta). Næsta verk var að maska allt á módelinu sem ekki átti að málast og síðan sprauta með felgulakkinu.
Og svo byrjaði ég á hvítu málningunni. Ég þarf að gera tvær til þrjár umferðir, svo það tekur mig nokkrar helgar að klára þetta. Hérna eru smáhlutirnir í sprautun.
Athugið að ég nota litla Badger módelsprautu en ekki iðnaðarsprautukönnu. Ástæðan er sú að mér finnst ég hafa betri stjórn á sprautuninni með litlu sprautunni en þeirri stóru. Ég get stjórnað því algerlega hvert málningin fer og hversu mikið af henni.
Oftast :/
Sjáumst seinna
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði