Super Cub frá Toni Clark

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Helgi Helgason
Póstar: 80
Skráður: 8. Jún. 2006 21:37:13

Re: Super Cub frá Toni Clark

Póstur eftir Helgi Helgason »

Guðjón.

Þegar þú ert með svona litla sprautukönnu er þá svo nauðsynlegt að klæða bílskúrinn með plasti? Úðar hún svo mikið að nauðsynlegt er að klæða veggi, skápa og svoleiðis hluti? Er ekki nóg að fela það sem næst er?
Passamynd
Gaui
Póstar: 3773
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Super Cub frá Toni Clark

Póstur eftir Gaui »

Helgi

Ég bara hengi byggingaplast í kringum mig. Það er auðveldara en að reyna að breyða yfir allt. Ég nota bara heftibyssu þar sem það gengur og trefjalímband ef ég get farið yfir einhverjar slár og bita. Þetta afgreiðir alls ekki allt rykið, en það tekur um 90% af því . helmingurinn festist á plastinu sjálfu vegna þess að það er smá stöðurafmagn í því.

Sprautukannan gerir nú ekki mikið ryk. Það kemur smávegis, en alls ekki eins mikið og úr úðabrúsum. Kip sprautaði smá græna rönd á DC3 um daginn og það var allt þakið fínu grænu ryki eftir.

Ég var ekki bara að sprauta eina flugvél. Ég var líka að sprauta aðra sem ég á eftir að ljósmynda og sýna hérna á spjallinu. Geri það bráðum.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
kip
Póstar: 564
Skráður: 24. Apr. 2006 13:44:49

Re: Super Cub frá Toni Clark

Póstur eftir kip »

Já shitt græna ógeðið fór út um allt, alveg ótrúlegt að sjá hvernig þetta getur dreifst
Kristinn Ingi Pétursson
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252
Passamynd
maggikri
Póstar: 5883
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Super Cub frá Toni Clark

Póstur eftir maggikri »

Eru vinstri grænir og framsókn úti um allan skúr hjá Guðjóni

kv
MK
Passamynd
Gaui
Póstar: 3773
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Super Cub frá Toni Clark

Póstur eftir Gaui »

Hafðu ekki áhyggjur Maggi -- það er komin hvít slikja á allt núna ;)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
maggikri
Póstar: 5883
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Super Cub frá Toni Clark

Póstur eftir maggikri »

Mér líst betur á hvíta litinn, skúrinn var orðinn svo mikið grænn.

kv
MK
Passamynd
Gaui
Póstar: 3773
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Super Cub frá Toni Clark

Póstur eftir Gaui »

Snúm okkur aftur að hjólastellinu.

Teygjudempararnir á Super Cub eru innan í væng-laga boxum undir leggjunum. Það þarf auðvitað að búa þau til á módelinu, þó ekki sé til annars en að halda teygjunum hreinum. Ég lóðaði tvo vírbúta á leggina fyrir ofan armana sem halda teygjunum. Siðan skar ég niður 8 búta af 5mm balsa sem eiga að gera formið á boxunum:

Mynd

Fjóra af þessum bútum límdi ég saman fyrir ofan vírana og notaði síðan Hysol til að líma þá á vírana. Hina fjóra límdi ég saman fyrir neðan teygju-armana, en þó þannig að þeir eru lausir á:

Mynd

Nú var bara gamaldags balsalíming við að setja 1,5mm þykkan balsa á vænglaga bútana og fá þannig boxin:

Mynd

Og hér er búið að pússa boxin til og setja fylliefni og næsta mál á dagskrá að klæða þau:

Mynd

Nú-nú, boxin á fullstóru Cubbunum eru búin til úr áli, og auðvitað varð ég að gera það líka. Ég klippti niður búta af þunnri prentplötu (0,3mm) og sletti Jötungripi á allt saman:

Mynd

Nú var létt verk fyrir löðurmanninn að henda álplötunum á og klippa þær í stærðir með eldhússkærunum (ekki segja konunni minni frá því; hún heldur að þau hafi farið svona í uppþvottavélinni):

Mynd

Og hér eru boxin tilbúin undir málningu:

Mynd

Ég uppgötvaði þegar ég var byrjaður að sprauta að það er röð af skrúfum efst og neðst á báðum boxum. Þar sem ég var búinn með allar pínku-ponsu-litlu skrúfurnar, þá sletti ég nokkrum dropum af lími á boxin og læt þá líta út eins og hnoð (gerir sama gagn):

Mynd

Fyrst við erum farin að tala um málningu, þá lauk ég við a sprauta hvíta litnum (þrjár umferðir) og byrjaði á hinum litunum. Fyrst þurfti ég auðvitað að maska út allt sem átti að vera hvítt áfram:

Mynd

Og hér er ég byrjaður á rauða litnum:

Mynd

Í næstu viku verða komnir fleiri fallegir litir á módelið.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3773
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Super Cub frá Toni Clark

Póstur eftir Gaui »

Þessi vika hefur farið algerlega í sprautunina. Það tekur ótrúlega langan tíma að maska fyrir allar línurnar, sprauta hvern litinn á eftir öðrum og líma síðan yfir þá til að sprauta næsta o.s.frv. og síðan að lokum rífa allt límbandið af og sprauta glæra lakkið.
Hérna er skrokkurinn og vélarhlífin með allar þessar líka flottu línur og glært ofaná:

Mynd

Og hér er annar vængurinn:

Mynd

Eftir að ég var búinn að sprauta allar línurnar, þá ákvað ég að ég nennti ekki að maska fyrir stöfunum og sprauta þá svo með svartri málninu. Í staðinn hafði ég samband við prentara hér í bæ sem er með græjur til að skera vínyl eins og hver vill, sem maður getur síðan límt á rétta staði. Hann var í nokkrar mínútur að búa til stafina og síðan tók það mig næstum hálftíma að líma þá á. Ef ég hefði gert þetta með sprautunni þá hefði það tekið mig stóran part úr sólarhring. Ég sprautaði svo glæra lakkinu yfir stafina til að festa þá enn betur.

Í næstu viku raða ég módelinu saman, set mótorinn í og jafnvægisstilli það til að geta síðan testflogið því snemma í maí.

Sjáumst þá.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Super Cub frá Toni Clark

Póstur eftir Sverrir »

Stórglæsilegt :)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Gaui
Póstar: 3773
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Super Cub frá Toni Clark

Póstur eftir Gaui »

Takk Sverrir
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Svara