Síða með öllu milli himins og jarðar

Kanntu brögð og brellur sem fleiri hafa gagn af?
Svara
Passamynd
Jón Sen
Póstar: 9
Skráður: 8. Nóv. 2006 13:53:45

Re: Síða með öllu milli himins og jarðar

Póstur eftir Jón Sen »

Langar að benda ykkur á síðu sem ég fann á netinu, Alan´s hobby links. Þarna eru tenglar um allt sem við kemur módelsmíði ásamt ýmislegu fleiru, og margra daga verk að fara í gegnum allt saman. Slóðin er
http://homepages.ihug.co.nz/~atong/ Verði ykkur að góðu!
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11599
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Síða með öllu milli himins og jarðar

Póstur eftir Sverrir »

Takk fyrir það og velkominn á vefinn Jón :)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Síða með öllu milli himins og jarðar

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Blessaður kollegi Jón. Gaman að sjá að þú ert frá og með í dag skráður meðlimur í þennan fína kjaftaklúbb:).

Það væri gaman að fá smá "report" frá ykkur Austfjarðaflugmódelfíklum. Hvernig standa málin, hvar og hverju er flogið og svo framvegis.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Jón Sen
Póstar: 9
Skráður: 8. Nóv. 2006 13:53:45

Re: Síða með öllu milli himins og jarðar

Póstur eftir Jón Sen »

Sæll Björn. Já, það var orðið tímabært að koma út úr skápnum!
Það er nú ekki hægt að tala um mikla grósku í flugmódelheiminum í Neskaupstað, en þó....við erum fjórir aktívir, og aðstaðan - Norðfjarðarflugvöllur - er ekki af verri endanum. Ég hef verið að fljúga Extra .60 kitti frá GP sem ég setti saman fyrir 3 árum, skemmtileg vél sem þroskast með manni. Setti saman Sukhoi frá CG og flaug í sumar, virkilega flott vél með Magnum 120 FS mótor, en það voru alltaf einhver óhreinindi í henni og endaði með heljarinnar krassi, eina sem var heilt voru dekkin, og púströrið af mótornum. Er svo að fara að byrja á Super Skybolt tvíþekju frá GP einhvern tíman á næstunni, verður með OS 120 FS mótor með heimasmíðuðum reykjarbúnaði sem ég fann uppskriftina að á síðunni góðu. Þessi búnaður svínvirkar, hef prófað hann með dieselolíu fyrir reykinn, en á eftir að prófa mig betur áfram með aðrar blöndur.
En hvað ert þú með í gangi?
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Síða með öllu milli himins og jarðar

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=Jón Sen]En hvað ert þú með í gangi?[/quote]
Ja...ekki get ég sagt að ég sé búinn að vera maður mikilla afreka á flugmódelsviðiðnu. Fullt af drasli sem hefur dagað uppi í skúrnum og nokkrar hálfkláraðar og nokkrar bilaðar vélar. Er búinn að tala um í eitt til tvö ár að fara að smíða skalavél en ekki haft mig í það en nú verður vonandi breyting á því ég er búinn að panta 1:3,85 skala súper cub kitt frá Toni Clarke. Hann Ágúst kom með smá ógætilega :) fyrirspurn um súperköbb sem flaug yfir bústaðinn hans hérna um daginn og það kom í ljós að Gaui stórsmiður var búinn að panta sér svoleiðis kitt. Þá sá ég að það væri ekkert vit að ganga bara um og láta sig dreyma. Þetta var akkúrat vélin sem ég var að dreyma um að nota sem fyrirmynd.
Ég sá að helv. vinnan og annað gæti ekki alltaf verið að þvælast fyrir svo ég skellti mér á einn kassa af spýtum líka með sæmilegan hreyfis og brátt verður DFF (Dalhus Flugmodel Fabrik) orðið starfhæft á ný.

Nú hvað flug varðar þá get ég ekki annað en bara skammast mín. Ég er svona að fikta eitthvað með smárellur meðan strákarnir mínir fljúga eins og ég veit ekki hvað. Sá stærri er búinn að koma sér upp Yak 54 með DA 50 mótor og flýgur henni eins og best gerist mundi ég halda. Ég gaf þeim yngri svona þarna Plast-Cardinal og hann var gjörsamlega óður í sumar, flýgur eins og ekkert sé sjálfsagðara og það var virkilega gaman í sumar að vera með þeim.
Það sem er að gerjast í mér líka er hvernig maður leysir vandamálið með að drösla þessu öllu til og frá. Er að athuga hvernig og hvort maður gæti tekið gamalt hjólhýsi og breytt og lagað eða þá að ná sér í nothæfa kerru, jafnvel smíða slíka???
Höfum verið að spjalla dálítið hér á vefnum um möguleikana og kostnað við að flytja inn svona treilera...
Kannski finnum við hagstæða leið?
Haldiði nú sambandinu við okkur þið þarna fyrir austan.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Svara