Patreksfjörður International 2017

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Spitfire
Póstar: 412
Skráður: 6. Ágú. 2006 12:16:01

Re: Patreksfjörður International 2017

Póstur eftir Spitfire »

Þá er komið að því að vekja okkar ágætu flugkomu upp af værum blundi. Þar sem leigjendur flugstöðvarinnar hafa gefið okkur grænt ljós á afnotum af húsinu, þá hefur stjórn MSV ákveðið að halda mótið laugardaginn 17. júní 2017.

Það verða þó nokkrar stórar breytingar á framkvæmd mótsins sem hljóða svo:

- Í stað þess að stoppa allt flug kl. 17.00 eins og við höfum gert, til að halda til matarveislu í Patreksborg, þá verða kolagrill í eigu Vesturbyggðar á staðnum. Semsagt ef einhver vill fá hraustlega næringu, þá mælum við með að þáttakendur mótsins hafi með sér nesti til að henda á grillið.

Við félagar í MSV ætlum að hafa þetta einfalt árið 2017, mæta, henda hvaða flygildi sem er í loftið og hafa gaman af.

Gisting á staðnum:

Gistiheimilið Stekkaból
Stekkum 19
Sími: 864 9675

Fosshótel Vestfirðir
Aðalstræti 100
Sími: 456 2004

Hotel West
Aðalstræti 62
Sími: 456 5020
Hrannar Gestsson, Patreksfirði

The knack of flying is learning how to throw yourself at the ground and miss.
Douglas Adams
Passamynd
Ágúst Borgþórsson
Póstar: 922
Skráður: 3. Jún. 2007 10:52:48

Re: Patreksfjörður International 2017

Póstur eftir Ágúst Borgþórsson »

Glæsilegt!!! :) Ég mun mæta.
Kv.
Gústi
Passamynd
arni
Póstar: 279
Skráður: 3. Okt. 2012 18:55:55

Re: Patreksfjörður International 2017

Póstur eftir arni »

Búinn að bíða eftir þessu lengi.
Ég kem. Kveðja.Árni F.
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11590
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Patreksfjörður International 2017

Póstur eftir Sverrir »

Niðurtalning er hafin! 104 dagar til stefnu...

Ég mæti! :cool:

Gunni MX, Eysteinn og Steini málarar mæta líka!
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Flugvelapabbi
Póstar: 589
Skráður: 2. Des. 2008 16:53:06

Re: Patreksfjörður International 2017

Póstur eftir Flugvelapabbi »

Nu þarf ad endurskoda
plan sumarsins, þetta er spennandi.
Þakka þer Gisli fyrir gott samtal, godur arangur.
Kv
Einar Pall
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11590
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Patreksfjörður International 2017

Póstur eftir Sverrir »

Langar að benda mönnum á að þessi þrír gististaðir sem eru gefnir upp hér að ofan eru allir fullbókaðir og byrjaðir að bóka næsta ár líka. Náði nokkrum plássum á Ráðagerði en þá er að finna á Booking.com en það er ekki mikið eftir laust þar.

Hvað segja nú heimamenn um aðra mögulega gististaði í bænum eða næsta nágrenni? Annars verður þetta ansi fámenn flugkoma!

Legg líka til að þið íhugið dagsetningu fyrir 2018 og kynnið sem fyrst svo áhugasamir hafi möguleika á að tryggja sér húsnæði fyrir þann mikla atburð!
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Flugvelapabbi
Póstar: 589
Skráður: 2. Des. 2008 16:53:06

Re: Patreksfjörður International 2017

Póstur eftir Flugvelapabbi »

Fer þetta ekki ad lagast, þegar ferda idnadurinn fer a hausinn
ut af okri
kv
epe
Passamynd
gunnarh
Póstar: 369
Skráður: 30. Des. 2015 00:18:15

Re: Patreksfjörður International 2017

Póstur eftir gunnarh »

Ég mæti.

Sjáumst
Gunnar H.
Atvinnu fiktari
Passamynd
gudjonh
Póstar: 867
Skráður: 27. Feb. 2008 09:07:06

Re: Patreksfjörður International 2017

Póstur eftir gudjonh »

Og miðað við umræðuna hélt ég að það væru bara "útlenskir" ferðamenn á SV landi??????????
lulli
Póstar: 1289
Skráður: 1. Des. 2006 21:14:09

Re: Patreksfjörður International 2017

Póstur eftir lulli »

mætti athuga Sigurbjörgu og Palla á Brunnum.
Þekkirðu til þeirra Hrannar ?
Flugmódelfélagið Þytur
Flugmódelfélag Suðurnesja
Svara