Stökkir nælonhlutir og raki (vatn)

Kanntu brögð og brellur sem fleiri hafa gagn af?
Svara
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Stökkir nælonhlutir og raki (vatn)

Póstur eftir Agust »

Það var að rifjast upp hjá mér, að mér var eitt sinn kennt það ráð að geyma nælonhluti í vatni til að gefa þeim aukinn styrk. Á þeim tíma voru það glertrefjastyrktar nælon loftskrúfur sem ég var að fást við. Um daginn var ég að nota gamlar 5 mm nælonskrúfur sem virtust hrökkva í sundur af minnsta tilefni. Voru þær uppþornaðar?

Nælon á það til að þorna upp, þó ótrúlegt sé. Við það skreppur það örlítið saman, en það sem verra er; það verður miklu stökkara. Í hæfilegum raka þenst það örlítið út og verður töluvert sterkara. Nælon er stundum notað sem pakkningar í vatnslögnum, og er þá treyst á þennan eiginleika nælons að þenjast út í vatni.

Á Íslandi er loftrakinn tiltölulega lítill, þrátt fyrir rigninguna. Húsin eru vel kynnt sem gerir loftið ennþá þurrara. Hér ætti því að vera hætta á að nælonhlutir sem við notum í flugmódelbransanum þorni upp verði stökkir.

Mig minnir að gamla húsráðið hafi verið að geyma nælon loftskrúfurnar í köldu vatni í marga daga, eða heitu í nokkra klukkutíma. Ég setti þá í plastpoka ásamt vatni og lokaði vel fyrir. Þetta var fyrir næstun 20 árum og næstum gleymt.

Ég er núna að spá í að setja 3, 4, 5 og 6 mm nælonskrúfurnar mínar í krukku með vatni og geyma þær þannig.

Þekkir einhver ykkar þessa eigileika nælons?

---

Ég fór að leita á netinu og fann þetta hér http://www.amadistrictii.org/cjrcc/Arti ... lts_1.html

"...When the nylon begins to turn yellow, the screws should be replaced. The screws should be inspected after each flying session or hard landing. If they show signs of distortion where the wing meets the fuselage they should be replaced. If the screws start to turn brittle they can be restored by boiling them in water".

---

Í lokin: Hvar fást nælonskrúfur hér á landi?
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Gaui
Póstar: 3767
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Stökkir nælonhlutir og raki (vatn)

Póstur eftir Gaui »

[quote=Agust]Í lokin: Hvar fást nælonskrúfur hér á landi?[/quote]
Ég hef séð nælonskrúfur í ýmsum stærðum í Íhlutum á Skipholti. Síðan ætti að vera hægt að fá nælonskrúfur til að setja saman húsgegn í húsó eða býkó, eða hjá húsgagnaframleiðendum / -sölum.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: Stökkir nælonhlutir og raki (vatn)

Póstur eftir Þórir T »

Íhlutir luma á ýmsu, td 2mm skrúfum og ró, slatta í nyloninu og nokkur sniðug smíða áhöld...

t
Svara