Smíðaefni

Kanntu brögð og brellur sem fleiri hafa gagn af?
Svara
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Smíðaefni

Póstur eftir Agust »

Hvernig væri að safna saman ábendingum um smíðaefni sem menn rekast á hér á landi einn stað?
Vafalítið leynist alls konar nothæft efni hér og þar í byggingavöruverslunum og víðar. Tilviljun ræður því yfirleitt hvort maður rekst á það.

Við höfum verið að leita að t.d. Depron, Coroplast (bylgjuplast), bláu einangrunarplasti, o.fl. Svo eru það alls konar skrúfur, læsingar, gormar, ... sem henta í módelsmíði. Stál og ál. Verkfæri. Rafmagnsíhlutir. Lökk og málningavörur. O.s.frv...

Ég rakst áðan á netinu á plastplötur. Þarf að kanna betur.
http://www.reykjafell.is/upload/files/020ADRAG(1).pdf

Smith & Norland virðist hafa umboð fyrir Coroplast
http://www.sminor.is/Birgjar.html

Fix All límið fæst í Húsasmiðjunni. Ég hef bara notað glæru útgáfuna (í túpu) sem ég keypti í Húsasmiðjunni. Þetta er frábært lím sem m.a hefur góða viðloðun við plastfilmu.
http://www.husasmidjan.is/index.aspx?GroupId=241

Lumar þú á vitneskju um módelsmíðaefni?
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Smíðaefni

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Ég er búinn að leita lengi að hagkvæmri leið til að ná í Depron plötur eða tilsvarandi efni. Þær eru framleiddar í Hollandi.
Það er langbesta efnið í "foamies" og má nota í allt mögulegt.

Ameríkanarnir flytja það inn í massavís til að búa til flygildi og einangra gólf en það er ekki til neitt því líkt hér á landi og ég er búinn að fara um allt bókstaflega. Meira að segja iðntæknistofnun. Ég fann þýskt fyrirtækisem selur þetta í hentugum, stórum plötum, sá svoleiðis í Noregi sem kom frá e-u pípulagningafirma.
Er búinn að reyna að skrifa einhverju Þýsk-íslensku verslunarráði með fyrrispurn um þetta en þeir hafa líklega hent mér í "hringlaga skjalageymsluna á gólfinu"

Nú er mér spurn hvort a) einhver kunni ráð til að panta svona td. frá þessu Glutolin fyrirtæki og b)hverjir vilji vera með í svoleiðis pöntun á nokkrum kössum af 6 og 3 mm plötum?


Coroplast sem Ágúst nefnir er bylgjuplastefni sem er talsvert vinsælt í fluglíkanasmíði. Eitt hugtak að kunna í því sambandi er SPAD (Simple Plastic Aircraft Desing)
Margir kannast við Aircore módelin sem eru í þessum flokki
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Smíðaefni

Póstur eftir Agust »

Ég verð sífellt hrifnari af Fix-All líminu. Alveg ómissandi. Góð viðloðun, glært og svo brotnar það ekki við titring eins og t.d. Epoxy. Í gær límdi ég saman AAA rafhlöður til að búa til rafhlöðupakka.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Svara