Cessna 152 í viðgerð á Grísará

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Cessna 152 í viðgerð á Grísará

Póstur eftir Gaui »

Flestir sem þekkja mig vita að eitt sem mér þykir hvað leiðinlegast er að gera við flugvélar. Þess vegna kom mér á óvart að ég skyldi ekki geta neitað einum kunningja okkar og nágranna um að taka við módeli frá honum og gera við það fyrir hann. Eitt sem hugsanlega heillaði mig var að þetta er Cessna 152, flugvél sem mig hefur alltaf langað til að smíða. Nema hvað þessi er pínu lítil (mál og vog í næsta þætti).

Það þarf þess vegna engum að koma á óvart að þetta var fyrir nokkrum árum og módelið hefur fengið að safna ryki uppi á hillu á Grísará þangað til núna. Mér datt í hug að sjá hvort ég gæti lagað hana og gera smá seríu um það.

Og hér er brakið:

Mynd
Flest sem hægt er að bjóta er brotið og það vantar stélkambinn eins og hann leggur sig.

Ég ákvað að byrja á stélinu:
Mynd
Ég tók hæðarstýrin af, tók stálteininn úr miðjunni (hann er byrjaður að ryðga!) og reif plastfilmuna af. Það er ótrúlega erfitt að ná plastfilmu af, sérstaklega ef maður vill að hún komi af. Hé re ég búinn með annað hæðarstýrið og við hliðna á því sjést rifrildið af plastfilmunni. Það sést líka sanpappírinn sem ég notaði til að ná því í burtu sem ekki vildi fara með góðu:
Mynd
Og það er góð hugmynd að gera við vankanta og skemmdir um leið og maður er kominn með hreinan hlut. Hér er ég að fylla í göt sem einu sinni héldu stýrishorni á sínum stað. Það er ekki ljóst á þessari stundu hvort módelið verður gert klárt til að fljúga, en það verður þá alla vega sett nýtt horn.
Mynd

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Cessna 152 í viðgerð á Grísará

Póstur eftir Gaui »

Sem betur fer er Árni Hrólfur ekki búinn að klára Internetið (hann reynir það á hverju kvöldi ef hann finnur næði), svo mér tókst að hafa upp á framleiðanda þessa módel. Hann heitir Pilot.

Mynd

Þá fór ég á vef Outerzone í Englandi og fann þar eintak af teikningunum:

Mynd

Út frá þessari teikningu gat ég meira að segja dregið upp þá hluta sem vantar til að gera stélkambinn:

Mynd

Þess má geta að ég nota ókeypis vektor teikniforrit sem kallast Inkscape, alveg sérlega skemmtilegt teikniforrit sem ég mæli með í þau fáu skipti sem ég nota ekki tommustokk.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Cessna 152 í viðgerð á Grísará

Póstur eftir Gaui »

Þá er það stélflöturinn. Hann er greinilega ekki réttur miðað við vænginn, svo ég þarf bæði að hreinsa af honum filmuna og sarga hann af.

Hér er ég byrjaður að (reyna) að ná filmunni af. Það er ekki auðvelt, eins og fram hefur komið.

Mynd

En það hafðist. Nú er bara að ná stélfletinum af skrokknum. Það virðist vera fest á bæði með trélími og epoxý lími. Lítil sög og góður hnífur komu að góðu gagni.

Mynd

Og að lokum er stélið laust. Hér er ég búinn að pússa það bæði ofan og neðan og setja balsa flísar í rifur og lautir, aðallega hinum megin á fletinum. Ég veit ekki til hvers gatið var gert, það er ekkert svoleiðis á teikningunni. Það var bambus stöng í því þegar ég fékk módelið, hugsanlega til að styrkja stélkambinn.

Mynd

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Cessna 152 í viðgerð á Grísará

Póstur eftir Gaui »

Þá er það skrokkurinn næstur. Hér er hann eftir að ég reif af honum filmuna:

Mynd

og hér er hann eftir að ég pússaði alla límafgangana af.

Mynd

Þetta virðist vera lítið verk og fljót unnið, en ekki láta þessar tvær myndir plata ykkur: þetta tók mig betri helminginn af tveim klukkutímum. En nú er skrokkurinn hreinn og fínn og hægt er að fara að skoða hvaða skemmdir eru á honum, hvað þarf að laga og hvað þarf að bæta.

Ég setti límband á rúðurnar til að verja þær, því ég ákvað að reyna ekki að ná þeim af.

Næst er það vængurinn.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Cessna 152 í viðgerð á Grísará

Póstur eftir Gaui »

Ég sagðist ætla í vænginn næst, en fyrst eru hér nokkrar viðgerðir á skrokknum:

Það eru rifur á hliðunum fyrir servófestingar, rofa og annað og það er allt í lagi að fylla þær með balsa:

Mynd

Í einhverjum tilgangi hefur verið tekið heilmikið gat aftast á skrokkinn. Ég fyllti það með léttkrossviði og gerði svo rifu fyrir stýrisstöng í hliðarstýrið.

Mynd

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Cessna 152 í viðgerð á Grísará

Póstur eftir Gaui »

Þá er það vængurinn. Hann er frekar illa farinn, enda smíðaður úr þunnum balsa og nógu fyrirferðamikill til að skemmast bara við það að vera í geymslu.

Mynd

Vængskinnið er brotið á nokkrum stöðum. Þessi er einna verstur, en á öðrum stöðum er brot án þess að það sé opið.

Mynd

Annað hallastýrið er týnt, en hitt var laust á. Hér er ég búinn að rífa filmuna af og pússa stýrið upp. Ég þarf að búa til aannað eins áður en langt um líður.

Mynd

Hér er búið að tæta filmuna af vængnum. Annað eins verk eftir að pússa það af sem ekki losnar af á auðvelda háttinn.

Mynd

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Cessna 152 í viðgerð á Grísará

Póstur eftir Gaui »

Hér er nýtt hallastýri. Það er gert úr 8mm balsa og heflað til og pússað eins og hitt. Sér maður mun á gömlu og nýju?

Mynd

Svo er hér myndasyrpa af því þegar stóra brotið er lagað:
Hér er brotið nokkurn vegin ósnert, bara búið að taka verstu flísarnar í burtu.
Mynd

Hér er búið að teikna strik þar sem þarf að skera. Ég reyni að skera sem næst ofan á miðjum rifjunum til að bótin hafi gott sæti. Og það er um að gera að nota nýtt hnífsblað til að skurðurinn verði hreinn.
Mynd

Hér er búið að skera brotna skinnið í burtu. Vefurinn framan á vængbitanum tekur bótina.
Mynd

Og hér er búið að líma vör undir fremri brúnina.
Mynd

Hér er bótin til skorin þannig að hún passar í gatið. Bótin er úr þykkari balsa (2,5mm) en skinnið, sem er 1,5mm, til að ég þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að hún sitji ekki rétt alls staðar. Þykkari balsinn stendur alltaf upp úr.
Mynd

Og svo er hún límd niður.
Mynd

Bótin er nógu þykk til að það borgar sig að byrja á henni með hefli.
Mynd

En í lokin er það svo sandpappír og pússikubbur til að ná sléttu yfirborði.
Mynd

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Cessna 152 í viðgerð á Grísará

Póstur eftir Gaui »

Hér er annars konar brot. Balsinn er brotinn, það er rifa, en ekkert er brotið í burtu.

Mynd

Hér þarf aðra tækni. Hnífsblaði er stungið niður í rifuna og það síðan lagt aðeins til hliðar til að rifan lokist. Þá má renna smá sekúndulími í rifuna til að líma hana.

Mynd

Að lokum er rennt yfir með sandpappír til að slétta allt út.

Mynd

Það er hugsanlegt að það þurfi smá fylliefni á eftir, en við skoðum það síðar.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Cessna 152 í viðgerð á Grísará

Póstur eftir Gaui »

Hjólastellin voru vægast sagt í slæmu ástandi. Vírarnir byrjaðir að ryðga og plastið stökkt og brotið:

Mynd

Ég byrjaði á því að ná öllu í sundur og tókst það, nema að ein stoppskrúfa er enn föst í einum láshringnum og ég er enn að velta fyrir mér hvernig ég get náð henni úr.

Mynd

Skálarnar verða greinilega ekki notaðar aftur, svo ég dró þær upp og sagaði síðan balsakubba sem eru jafn breiðir og dekkin, eða um 15mm. Utan á þá setti ég svo 5mm hliðar.

Mynd

Það er mikil pússivinna í þessu, en maður er fljótur að sjá árangur með góðum 80 sandpappír.

Mynd

Hér er gaffallinn fyrir nefhjólastellið kominn inn í nýju skálina og krossviðar plötur til styrkingar þar sem öxullinn fer í gegn. Gatið ræett fyrir ofan krossviðarplötuna
er fyrir M2 bolta sem gengur inn í gaffalinn og kemur í veg fyrir að hann snúist innan í hjólaskálinni.

Mynd

Hér eru komnar krossviðarplötur utan á allar skálarnar. Hægri og vinstri skálar eru ekki eins. Nú þarf bara að ganga frá þessum skálum annað hvort með glerfíber eða bara plastfilmu, og síðan festa dekkin innan í þær.

Mynd

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Cessna 152 í viðgerð á Grísará

Póstur eftir Gaui »

Stélkamburinn og hliðarstýrið var alveg týnt, svo ég dró það upp af teikningunni og fór með það á FabLab verkstæðið í VMA. Þar fékk ég að laserskera það út úr 5mm balsa. Hér er laserinn að vinna:

Mynd

Út úr þessu fékk ég fallega laserskorna plötu eins og maður er farinn að venjast í samsetningarsettum -- afar prófessjónal!

Mynd

Hér er ég búinn að losa allt út úr plötunni:

Mynd

Og hér er búið að gera raufar fyrir lamir, pússa fleig á hliðarstýrið, líma toppinn ofan á það og rúnna allar frambrúnir. Nú þarf bara að klæða með filmu og líma á skrokkinn.

Mynd

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Svara