Hæ Sverrir
Það er á þessu stigi sem ég vel mér frumgerð og byrja að rannsaka hana af fullum krafti. Ertu búinn að finna frumgerð og flugmann?
Ziroli P-47 Thunderbolt
Re: Ziroli P-47 Thunderbolt
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Ziroli P-47 Thunderbolt
Svona næstum, ég ætlaði samt að reyna að ná á Friðþór nokkurn Eydal áður en ég negli eitthvað
Hérna eru dæmi um nokkrar vélar á listanum
Holy Joe - Joe Egan
Moy Tavarish - Hubert Zemke (svo er önnur sem hann flaug heima í USA vorið '43)
Spirit of Atlantic City, N.J. - Walker Mahurin
xxx - Francis Gabreski
Okie - Quince Brown
Zombie - xxx
Little Demon
Svo hefur Bonnie(Bill Dunham) hangið í loftinu hjá mér í nokkuð mörg ár(gömul mynd, var pússuð í sumar ).
Hérna eru dæmi um nokkrar vélar á listanum
Holy Joe - Joe Egan
Moy Tavarish - Hubert Zemke (svo er önnur sem hann flaug heima í USA vorið '43)
Spirit of Atlantic City, N.J. - Walker Mahurin
xxx - Francis Gabreski
Okie - Quince Brown
Zombie - xxx
Little Demon
Svo hefur Bonnie(Bill Dunham) hangið í loftinu hjá mér í nokkuð mörg ár(gömul mynd, var pússuð í sumar ).
Icelandic Volcano Yeti
Re: Ziroli P-47 Thunderbolt
Jæja, ekki seinna vænna að hefja smá smíðar, ég ákvað að byrja á stélinu þar sem það virtist svona hæfilega stórt til að koma manni í gang.
Mig vantar ennþá nokkra viðarbúta en það verður bætt úr því von bráðar.
Hér er búið að veiða stélhlutana upp úr kassanum góða. Það var ekki mikið mál að ná þeim úr, þurfti í mesta lagi að hrista plötuna aðeins, gaman að þessum laserskurði
Hér sjást þeir í nokkurn veginn þeirri stöðu sem þeir munu fá.
Byrjað var á því að stilla upp þeim rifjum sem eru með fótum og haldið við þau með balsakubbum.
Þetta auðveldar fínstillingu þegar fram og afturbrún eru stillt af en þegar því er lokið má festa rifið.
Hér er afturbrúnin komin á og því næst kemur frambrúnin.
Svo er afgangninum af rifjunum raðað á milli.
Og þá erum við komin hingað
Rifin sem fara í sjálfan hæðarstýrisflötin eru ekki meðferðis svo það þarf að skera þau út við tækifæri.
Mig vantar ennþá nokkra viðarbúta en það verður bætt úr því von bráðar.
Hér er búið að veiða stélhlutana upp úr kassanum góða. Það var ekki mikið mál að ná þeim úr, þurfti í mesta lagi að hrista plötuna aðeins, gaman að þessum laserskurði
Hér sjást þeir í nokkurn veginn þeirri stöðu sem þeir munu fá.
Byrjað var á því að stilla upp þeim rifjum sem eru með fótum og haldið við þau með balsakubbum.
Þetta auðveldar fínstillingu þegar fram og afturbrún eru stillt af en þegar því er lokið má festa rifið.
Hér er afturbrúnin komin á og því næst kemur frambrúnin.
Svo er afgangninum af rifjunum raðað á milli.
Og þá erum við komin hingað
Rifin sem fara í sjálfan hæðarstýrisflötin eru ekki meðferðis svo það þarf að skera þau út við tækifæri.
Icelandic Volcano Yeti
Re: Ziroli P-47 Thunderbolt
Sverrir
Athugaðu að setja balsakubba innaní stýrin þar sem stilliblökurnar (trim tabs) eru svo þú getir skorið þær úr og síðan fest þær aftur í eins og þær séu virkar
Athugaðu að setja balsakubba innaní stýrin þar sem stilliblökurnar (trim tabs) eru svo þú getir skorið þær úr og síðan fest þær aftur í eins og þær séu virkar
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Ziroli P-47 Thunderbolt
Icelandic Volcano Yeti
Re: Ziroli P-47 Thunderbolt
Næsta skref var að snyrta vængendana.
Því næst var hafist handa við að byggja sjálfan hreyfiflötin.
Svo er að líma hann á miðja frambrúnina.
Nú þurfti heldur betur að láta hendur standa fram úr ermum og galdra fram eins og 10 rif, því þessi rif fylgdu ekki í pakkanum.
Þessi rif eru ekki sýnd stök á teikningunum og eru þess vegna ekki á skurðarlistanum.
Til að vera ekki að flækja málið að óþörfu voru þau öll skorin út í sömu stærð úr 3mm balsa og svo stytt eftir því hvar þau enduðu.
Og þá eru stélflöturinn heldur betur farinn að taka á sig mynd.
Næsta mál á dagskrá er að klæða stélið og því er ekki seinna vænna að líma saman balsaplöturnar til að fá klæðningu í hæfilegri stærð.
Því næst var hafist handa við að byggja sjálfan hreyfiflötin.
Svo er að líma hann á miðja frambrúnina.
Nú þurfti heldur betur að láta hendur standa fram úr ermum og galdra fram eins og 10 rif, því þessi rif fylgdu ekki í pakkanum.
Þessi rif eru ekki sýnd stök á teikningunum og eru þess vegna ekki á skurðarlistanum.
Til að vera ekki að flækja málið að óþörfu voru þau öll skorin út í sömu stærð úr 3mm balsa og svo stytt eftir því hvar þau enduðu.
Og þá eru stélflöturinn heldur betur farinn að taka á sig mynd.
Næsta mál á dagskrá er að klæða stélið og því er ekki seinna vænna að líma saman balsaplöturnar til að fá klæðningu í hæfilegri stærð.
Icelandic Volcano Yeti
Re: Ziroli P-47 Thunderbolt
Næsta skref á dagskrá var að renna létt yfir yfir stélið með sandpappír, stélinu og hreyfifletinum er tyllt saman með smá sýrulími rétt á meðan pússað er.
Einn óvæntur kostur við laserskurðinn kom í ljós þegar byrjað var að pússa, það sést mjög greinilega hvað fleti er búið að strjúka yfir.
Sjá fyrri myndir á þræðinum, t.d. þessa. Glöggir sjá kannski að það er búið að setja smá auka balsa þar sem trimtabin eru.
Hér má sjá hvar verið er að spá í að skella inn lömum.
Einn óvæntur kostur við laserskurðinn kom í ljós þegar byrjað var að pússa, það sést mjög greinilega hvað fleti er búið að strjúka yfir.
Sjá fyrri myndir á þræðinum, t.d. þessa. Glöggir sjá kannski að það er búið að setja smá auka balsa þar sem trimtabin eru.
Hér má sjá hvar verið er að spá í að skella inn lömum.
Icelandic Volcano Yeti
Re: Ziroli P-47 Thunderbolt
Lookar good Sverrir. Hvaða lamir ætlar þú að nota? Robart pinna eða blaðlamir?
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Ziroli P-47 Thunderbolt
Robart pinnalamir(4x) áttu að fara í þetta en ég var að spjalla við Phil Clark áðan og hann er að fara að fá pinnalamir sem eru talsvert sterkari en Robart lamirnar, svo ég er að spá í að nota þær.
Icelandic Volcano Yeti