Hægviðri var framan af degi, bjart með stöku skýjum, en annað slagið komu uppstreymisbólur í gegn með látum og köstuðu til öllu lauslegu. Dagurinn var að mestu áfallalaus nema systir Wilgunar sem lenti illa í því fyrir norðan um síðustu helgi fékk líka að kenna á því þegar drapst á mótor í flugtaki.
Stöðugur straumur gesta var á svæðið og eflaust hefur auglýsingaherferð á Snjáldurskinnu haft eitthvað um það að segja auk þess sem flugmódelmenn voru duglegir að auglýsa atburðinn í vinahópum sínum. Ingólfur og Einar Páll buðu upp á veitingar sem voru gerð góð skil af nærstöddum. Viðstaddir skemmtu sér vel við flug fram eftir degi og voru síðustu gestirnir að yfirgefa svæðið upp úr kl. 18.









































