Heimsmeistaramótið í F3F 2018

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11420
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Heimsmeistaramótið í F3F 2018

Póstur eftir Sverrir »

Það styttist í heimsmeistaramótið í F3F en að þessu sinni verður það haldið í Kap Arkona í Þýskalandi, en þar var einmitt fyrsta heimsmeistaramótið í F3F á vegum FAI haldið fyrir sex árum síðan og Viking Race mót þar áður.

21 þjóð er skráð til leiks en flestar eru þjóðirnar með fullskipað lið. Samtals eru 63 flugmenn, þar af 3 ungmenni, sem munu hefja keppni þann 8. október og ljúka henni 13. október en mótið verður sett 7. október. Til gamans má geta að allar Norðurlandaþjóðirnar, nema Svíar, eru skráðar til leiks í ár og munu senda fullmönnuð lið til keppni.

Mynd

Á síðasta heimsmeistaramóti sem haldið var í Danmörku haustið 2016 tókst að fljúga 3-5 umferðir á dag með 59 keppendum og við eigum ekki von á neinu öðru en Þjóðverjar muni halda uppi svipuðum afköstum.

Áhugasömum er bent á að mikil metnaður er í Þjóðverjum og stefna þeir á beinar útsendingar frá keppninni ásamt því að hafa „HM stofu“ í lok dags þar sem farið verður yfir helstu atburði dagsins, viðtöl við keppendur og starfsmenn ásamt fleiru áhugaverðu.

Sem fyrr má hver þjóð senda þrjá flugmenn og einn undir 18 ára að auki. Síðasta haust kom það svo í ljós að áhugasamir þátttakendur hér heima voru heldur fleiri en það og því var það markmið sett á aðalfundi Þyts að hefja æfingar í mars og halda svo keppni í maí og láta úrslit hennar ráða liðaskipan. Það tókst með herkjum að halda keppnina fyrir maílok, eins og menn kannski muna, en það hafðist og þar með lá ljóst fyrir hverjir myndu skipa liðið í ár.

Liðið skipa:
  • Erlingur Erlingsson
  • Guðjón Halldórsson
  • Sverrir Gunnlaugsson
Guðjón og Sverrir kepptu á síðasta heimsmeistaramóti sem haldið var í Hanstholm í Danmörku 2016 en Erlingur tók síðast þátt í keppni á erlendri grundu á níunda áratug síðustu aldar og hlakkar mikið til að skella sér aftur í slaginn! Engir aðstoðarmenn fara með liðinu að þessu sinni en Sverrir tók aftur að sér liðstjórahlutverkið.

Eins og öllum góðum liðum sæmir þá þurfa þau merki en það hannaði Sverrir með endurgjöf frá liðsfélögum sínum. Um er að ræða grunnútgáfu af merkinu, þar sem stendur F3F TEAM og ICELAND en einnig munu sérstakar útgáfur vera gerðar í kringum mót sem liðið keppir á þar sem nafn staðar og ártal bætist á merkið. Þeir sem vilja styðja liðið geta keypt límmiða með merkinu á 500 kr stykkið, hafið bara samband við Sverri.

Mynd

Eins og kemur fram hér að ofan er mikill metnaður í Þjóðverjum fyrir framkvæmd mótsins og nú í byrjun ágústs barst póstur frá mótshöldurum þar sem farið var fram á 90 sekúndna kynningarmyndband sem stiklaði á stóru í F3F og sýndi einnig eitthvað frá landinu sjálfu en spila ætti það við setninguna.

Liðsmenn munu halda til Þýskalands þann 4. október nk. og ná vonandi tveim góðum dögum í æfingar áður en þeir taka þátt í FAI World Cup GERMAN OPEN 2018 um helgina en svo hefst keppni á heimsmeistaramótinu mánudagsmorguninn 8. október og lýkur eftir hádegi laugardaginn 13. október. Liðið kemur svo heim sunnudaginn 14. október og verður án efa mikil móttökuathöfn í Leifsstöð og rútuferð niður á Arnarhól! ;)

Sem fyrr munum við reyna að halda vefnum, https://f3f.flugmodel.net, og spjallinu uppfærðu um framvinduna eftir því sem tími gefst til en einnig minnum við á vef mótshaldara, http://wm2018.f3f.de.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11420
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Heimsmeistaramótið í F3F 2018

Póstur eftir Sverrir »

Þrír spenntir flugmódelmenn voru mættir með um 40 kg af farangri á mann í Leifsstöð rétt fyrir 5 í morgun. Eftir að hafa gengið frá öllum formsatriðum var ekkert að vanbúnaði að halda til Tegel flugvallar í ûtjaðri Berlínar en þar var búið að leigja níu manna Transporter undir hersinguna.

Eftir tíðindalítið flug til Berlínar tók við mikil bið eftir flugmódelunum sem fylgt var eftir með stífum yfirheyrslum tollvarða um innihald kassa og tilgang fararinnar. Eftir endalaust labb um flugstöðvarsvæðið komust menn í bílaleigumiðjuna sem var sko alls ekkert í miðjunni!

Eftir að hafa hlaðið farangri í bílinn var haldið sem leið lá austur og svo norður á bóginn í átt að Eystrasaltinu, með smá matarstoppi, en áfangastaður var Kap Arkona á Rügen. En þar stendur til að keppa í tveimur F3F mótum, Opna þýska mótinu 6. og 7. október og svo heimsmeistaramótinu sem fer fram daganna 8. til 13. október.

Bíltúrinn var um 400 km langur og tíðindalítill en ferjuferðin reyndi mjög á menn, næstum því tvær… heilar mínútur! En menn létu sig hafa það fyrir €2,3 á haus.

Það var því komið myrkur þegar við reyndum í hlað á hótelinu um átta leytið svo lítið sást af nærumhverfinu. Eftir að hafa komið öllum farangrinum upp á herbergi þá var slappað af í nokkrar mínútur áður haldið var með módelin í skráningu og úttekt. Þar tóku starfsmenn sig til og límdu, krotuðu og stimpluðu módelin til að gera allt löglegt en jafnframt fengum við keppnissmekkina og nokkra minjagripi.

Að því loknu var rölt til baka á hótelið og næstu skref plönuð áður en haldið var í bólið.

Sjá fleiri myndir.

Smá farangur sem fylgir!
Mynd

Snitzel sást á einhverjum diskum.
Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
gudjonh
Póstar: 847
Skráður: 27. Feb. 2008 09:07:06

Re: Heimsmeistaramótið í F3F 2018

Póstur eftir gudjonh »

Smá frá undirbúningnum í Dalsbyggðinni á fimmtudag.
Mynd Mynd Mynd
Og í dag, föstudag, búið að setja saman og prófa.
Mynd
Passamynd
gudjonh
Póstar: 847
Skráður: 27. Feb. 2008 09:07:06

Re: Heimsmeistaramótið í F3F 2018

Póstur eftir gudjonh »

Náðum allir að taka æfingarflug í dag. Vindurinn stóð ylla á brekkuna, ca. 45° og mikil ókyrrð
Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd
Það tók síg upp gamalt brot í lendingunni hjá mér.
Mynd
Mynd Mynd
Búið að laga og klárt fyrir morgundaginn
Mynd
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11420
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Heimsmeistaramótið í F3F 2018

Póstur eftir Sverrir »

Það var risið úr rekkju árla morguns og haldið í morgunmat á hótelinu. Að því loknu tóku menn til flugmódel og annan útbúnað og svo var haldið út í brekku að æfa sig.

Vindur stóð í átt að Goorer Berg en ca. 45? frá miðju þannig að flugin voru upp og ofan. Verðmætar mínútur fengust þó út úr þessu brölti og þar sem við vorum fyrstir út í brekku nýttist tíminn vel. Við rákumst einnig á keppendur frá Ástralíu, Tævan, Bretlandi, Bandaríkjunum, Póllandi og Hollandi í dag.

Seinni partinn var svo farið í búðarleiðangur áður en haldið var heim á hótel að lagfæra ,,síbrotavélina” en gömul viðgerð gaf sig í lendingu. Eftir það var svo komið að kvöldmat og eftir gott spjall komu menn sér í koju.

Á morgun hefst svo Opna þýska mótið sem stendur yfir fram á miðjan sunnudag en þá um kvöldið er setningarathöfn heimsmeistaramótsins.

Við glímum annars við mikið lúxusvandamál, hitinn fór í 20?C þegar heitast var í dag, sannarlega mikill munur frá veðrinu í Danmörku fyrir 2 árum síðan.

Sjá fleiri myndir.

Mynd

Mynd

Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
maggikri
Póstar: 5603
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Heimsmeistaramótið í F3F 2018

Póstur eftir maggikri »

Flottir. "Good luck" eins og í myndinni Taken.
kv
MK
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Heimsmeistaramótið í F3F 2018

Póstur eftir Gaui »

[quote=gudjonh]Það tók síg upp gamalt brot í lendingunni hjá mér.[/quote]

Ég þekki þessi brot: það er næstum sama hvað maður gerir, þau opnast alltaf aftur.

Gangi ykkur vel.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11420
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Heimsmeistaramótið í F3F 2018

Póstur eftir Sverrir »

Takk!
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Böðvar
Póstar: 475
Skráður: 17. Apr. 2004 09:20:53

Re: Heimsmeistaramótið í F3F 2018

Póstur eftir Böðvar »

Bestu óskir til ykkar Íslensku hangflugs Víkinga Guðjóns, Sverris og Erlings.
Hlakka til að sjá beinar útsendingar á netinu, frá keppninni í Kap Arkona.

Umfram allt góða skemmtun.

Kv.
Böðvar
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Heimsmeistaramótið í F3F 2018

Póstur eftir Agust »

Er þetta sama og Viking Race sem eitt sinn var haldið á Íslandi?


http://agust.net/thytur-old/viking.html
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Svara