Heimsmeistaramótið í F3F 2018

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11599
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Heimsmeistaramótið í F3F 2018

Póstur eftir Sverrir »

[quote=Agust]Er þetta sama og Viking Race sem eitt sinn var haldið á Íslandi?[/quote]

Já og nei! Viking Race var óformlegt heimsmeistaramót á meðan þetta er formlegt heimsmeistaramót innan vébanda FAI... að því sögðu er þetta auðvitað sama mótið bara með flottara (umdeilanlegt) nafni og fleiri keppnisdögum. Bendi einnig á þessa frásögn frá fyrsta Viking Race mótinu.

* * *
German Open 2018 - Dagur 1

Dagurinn byrjaði snemma þar sem við þurftum að vera klárir fyrir keppnisfund sem byrjaði kl. 8. Þegar búið var að messa yfir mannskapnum og úthluta keppnissmekkum þá var haldið sem leið lá í Goorer Berg.

Ekki var miklum vindi fyrir að fara og svokallaður undanfari(e. zero-pilot*) náði ekki inn í hliðið eftir ræsingu, innan 30 sekúndna, svo hann var ræstur aftur og náði þá innan tímans en ekki var yfirferðin mikil þar sem vindurinn var í kringum 3,3 m/s. Keppnin var því sett og var Sverrir fyrstur af stað en hann var fjórði í rásröðinni, Erlingur var strax á eftir honum en Guðjón var númer 39 í loftið.

Þegar 16 keppendur voru eftir í fyrstu umferð var henni slegið á frest um stundarsakir þar sem vindurinn fór undir 3 m/s í meira en 30 sekúndur og kom ekkert upp aftur næstu klukkutímana. Um þrjú leytið var ákveðið að halda til Kreptitz (Windtunnel) og átti að reyna að klára umferðina þar en það tókst ekki. Verður því fyrsta umferðin kláruð í fyrramálið og er búið að flýta mætingu út í brekku til 8:30 af þeim sökum.

Við fórum því flognir og óskemmdir heim á hótel að safna kröftum fyrir morgundaginn en þá er von á meiri vindi og flogið verður frá 8:30 til 15. Klukkan 17 verður svo liðsstjórafundur og klukkan 20 verður heimsmeistaramótið sett í beinni útsendingu, fylgist með á vef mótsins (http://wm2018.f3f.de/?page_id=346) en útsending hefst kl. 19 (17 að íslenskum tíma) á morgun 7. október.

* In order to increase fairness towards the first pilots in the morning of each day, we will assign a “zero-pilot” to fly the task test-wise without score. The nation the zero-pilot comes from will be drawn randomly. The particular pilot will be appointed by the re-spective TM.

Sjá fleiri myndir.

Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Flugvelapabbi
Póstar: 589
Skráður: 2. Des. 2008 16:53:06

Re: Heimsmeistaramótið í F3F 2018

Póstur eftir Flugvelapabbi »

Sæll Agust
þessi keppni þroadist ur Viking Race, eg held ad Preben Norholm se einn adal hofundur þessara keppni, Nordurlondin voru stor i hangkeppnum od þetta er þrounin
Kv
Einar Pall
Passamynd
gudjonh
Póstar: 869
Skráður: 27. Feb. 2008 09:07:06

Re: Heimsmeistaramótið í F3F 2018

Póstur eftir gudjonh »

Myndir fra "bongó blíðunni " í gær.
Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11599
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Heimsmeistaramótið í F3F 2018

Póstur eftir Sverrir »

Bein útsending.

Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11599
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Heimsmeistaramótið í F3F 2018

Póstur eftir Sverrir »

Og hér eru tölurnar beint úr keppnistölvunni (virkar ekki á iOS stýrikerfum).

http://wc2018f3f.skd-dresden.de
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11599
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Heimsmeistaramótið í F3F 2018

Póstur eftir Sverrir »

German Open 2018 - Dagur 2

Dagurinn byrjaði eins og best verður á kosið með roki og rigningu! Reyndar stytti upp fljótlega eftir 7, eins og spáð hafði verið, svo eftir morgunmatinn drifum við okkur af stað út í brekku, eða réttara sagt bakka, sem var Kreptitz (Windtunnel).

Þegar þangað var komið drifum við upp grunnbúðir en þar sem búið var að færa startið fram um 30 sæti þá var Guðjón níundi í loftið en Sverrir 37 og Erlingur beint á eftir. Vindurinn byrjaði í 16 m/s með hviðum upp í 18 m/s en fljótlega datt vindurinn niður í 12-13 m/s og með hviður upp í 15 m/s.

Flugið hjá Guðjóni gekk vel en í aðflugi til lendingar missti hann samband við módelið og það kom frekar harkalega niður og flýgur sennilega ekki meira á þessu ári. Sverrir fór næstur í loftið og gekk það vel en í næsta flugi fór Erlingur í loftið en vélin ofreis og endaði í sjónum fljótlega eftir ræsingu og mun Ægir vera að fljúga henni næstu misserin.

Þeir félagar voru þó ekki einir í þessum pakka í dag en alla vega fimm aðrar vélar brotlentu, ýmist í fjöru, bökkum, trjám eða sjó. Einn Ástralinn flaug svo niður vindmælinn og eru Þjóðverjarnir búnir að panta 2 aðra með hraðsendingu. Sverrir endaði í 58. sæti, Guðjón í 62. sæti og Erlingur í 64 sæti. Nánari úrslit má sjá hér > http://www.f3xvault.com/?action=event&f ... nt_id=1186

Sverrir fór á liðsstjórafund vegna heimsmeistaramótsins seinni partinn, þar var farið yfir framkvæmd mótsins og spurningar um hin ýmsu atriði frá liðsstjórunum. Svo sem ekkert þar sem ekki kom fram í Bulletin 2 nema þá helst ítarlegri útskýringar á umhverfisverndarhlutanum.

Klukkan 20 var mótið svo sett og var setningin í beinni útsendingu en þar var spilað stutt kynningarvídeó fyrir hverja þátttökuþjóð. Skipuleggjendur mótsins höfðu beðið þjóðirnar um 90 sekúnda langt kynningarmyndband en þeir bjuggu svo til vídeó fyrir þær þjóðir sem ekki sendu inn klippu. Kynningarmyndbandið okkar er að finna hér að neðan.

Á morgun er spáð SV 4-6 m/s svo það stefnir allt í að við verðum á Goorer Berg á morgun. Mánudag til föstudag verður flogið frá 9-18 alla daga en á laugardag þá verður flogið 9-12.

Sjá fleiri myndir.



Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Böðvar
Póstar: 484
Skráður: 17. Apr. 2004 09:20:53

Re: Heimsmeistaramótið í F3F 2018

Póstur eftir Böðvar »

Það sást í beinni útsendingu þjóðverjanna að það kom eithvað fyrir í upphafi flugs hjá Erlingi, og svo er svifflugan hans Guðjóns ónýt eftir sambandsleysi í lendingu, Það var leiðinlegt að heyra.

En nú er bara að bretta upp ermarnar og taka fram varavélarnar.

Gangi ykkur vel með framhaldið það er nóg eftir.
kv Böðvar
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11599
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Heimsmeistaramótið í F3F 2018

Póstur eftir Sverrir »

Takk!

* * *

Heimsmeistaramótið í F3F – Dagur 1

Það voru árrisulir flugmódelmenn sem skelltu í sig morgunmat um 7 í morgun en þar sem Guðjón var sjöundi út þá drifum við okkur út í brekku fljótlega eftir það. Flugið hjá zero-pilot gekk vel svo fyrsta umferð var ræst út rétt rúmlega níu.

Vindur var í kringum 9 m/s í morgun en var að rokka þetta 7 til 8 m/s á Goorer Berg í dag. Eins og glöggir áhorfendur að streyminu hafa kannski tekið eftir þá hefur vantað vindupplýsingar í dag en einn Ástralinn flaug á staurinn í gær og skemmdist vindmælirinn í atganginum. Tveir nýir vindmælar eru á leiðinni og ættu að skila sér á morgun.

Flugið hjá okkar mönnum gekk bara vel í dag og var klárað að fljúga 4 umferðir. Við kláruðum okkar flug í fyrri hluta fjórðu umferðar og drifum okkur svo í burtu að redda blýi og öðru tilfallandi til að geta komið Erlingi aftur í loftið sem allra fyrst en hann sat hjá í dag. Í því sem við vorum að pakka í bílinn heyrðist þvílíkur hávaði fyrir ofan okkur og hafði keppandi frá Taívan þá flogið beint á tré við bílastæðið. Slökkviliðið í Rügen kom honum til bjargar síðar um kvöldið.

Sjá fleiri myndir.

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Sem stendur er Sverrir í 53. sæti, Guðjón í 54. sæti og Erlingur í 63. sæti. Eins og spáin er þá verðum við eflaust enn á Goorer Berg á morgun. Guðjón fer út 18., Erlingur 28. og Sverrir 60.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Árni H
Póstar: 1593
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Heimsmeistaramótið í F3F 2018

Póstur eftir Árni H »

Vel gert og gaman að fylgjast með þessu!
Passamynd
gudjonh
Póstar: 869
Skráður: 27. Feb. 2008 09:07:06

Re: Heimsmeistaramótið í F3F 2018

Póstur eftir gudjonh »

Og nokkrar myndir frá gærdeginum

Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd
Svara