Heimsmeistaramótið í F3F 2018

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11588
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Heimsmeistaramótið í F3F 2018

Póstur eftir Sverrir »

Heimsmeistaramótið í F3F – Dagur 2

Aftur hófst dagurinn á Goorer Berg, aðstæður voru mjög breytilegar, tímar frá 57 sekúndum og yfir 90 sekúndur ásamt nokkrum núllum í fimmtu umferð. Vindurinn var mjög skakkur á brautina og oft á tíðum alveg á mörkunum svo þetta voru alls ekki kjör aðstæður. Sverrir fór of snemma í loftið í sjöttu umferð og fékk því ekki stig fyrir hana, leiðinleg mistök en okkar menn læra af þessu.?

Í byrjun þriðja hóps í sjöttu umferð ákvað mótsstjórn að hætta keppni á Goorer Berg og færa keppnina yfir á Dranske, betur þekkt sem Turbulator. En vindurinn þar var ekkert mikið betri og eftir að fyrsti keppandinn fór beint ofan í fjöru var ákveðið að hætta keppni um stundarsakir á meðan málin væru skoðuð betur. Eftir um klukkutíma bið var ákveðið að hætta keppni í dag og verður þriðji hópurinn kláraður á morgun.

Það er útlit fyrir mjög hægan sunnanvind í fyrramálið sem snýr sér svo í SA eftir því sem líður á daginn svo við byrjum væntanlega í Goorer Berg og færum okkur svo í Vitt sem er brekka sem við höfum ekki flogið í áður í ferðinni.

Eins og staðan er núna þá er Sverrir í 60. sæti, Guðjón í 62. sæti og Erlingur í 63. sæti.

Sjá fleiri myndir.

Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Böðvar
Póstar: 482
Skráður: 17. Apr. 2004 09:20:53

Re: Heimsmeistaramótið í F3F 2018

Póstur eftir Böðvar »

Mynd
Strákar okkar Erlingur, Guðjón og Sverrir hafa digga stuðningsmenn á 'islandi sem þakka fyrir allar myndirnar og beinu útsendingarnar frá heimsmeistarakeppninni í Þýskalandi. Áfram Ísland, Áfram Ísland.

Var ekki var við Erling í keppninni í gær, er vélin hans ekki komin í lag ? funduð þið blýið sem þið voruð að leita að á mánudaginn ? Fjórar umferðir á mánudag og ein umferð í gær þriðjudag er það ekki rétt ?

Áfram Ísland og bestu óskir til strákanna okkar.

kv Böðvar
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11588
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Heimsmeistaramótið í F3F 2018

Póstur eftir Sverrir »

Gamla vélin hans Erlings sinnir nú kafbátaleitaverkefni á vegum NATÓ í Eystrasaltinu. Blýið fannst og vonandi náum við að prufufljúga nýju vélinni hans í dag.

Það setur okkur hins vegar öllu þrengri skorður að einungis má fljúga í keppnisbrekkunum(í sumum bara til að keppa, ekkert utan þess) hérna á Rügen, sökum umhverfisverndar, og eðli málsins samkvæmt þá er brekkan sem vindur stendur á upptekinn á meðan keppni stendur og ekki má fljúga í þeim á meðan starfsmenn eru að setja upp eða taka niður brautina.

Það er því ekkert alltof stór gluggi sem við höfum þar sem fer saman vindur, birta og tími.

Umferð 1-4 á mánudaginn, umferð 5 og 2/3 af umferð 6 í gær.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Böðvar
Póstar: 482
Skráður: 17. Apr. 2004 09:20:53

Re: Heimsmeistaramótið í F3F 2018

Póstur eftir Böðvar »

Hér má sjá stöðuna í dag á HM 10 okt. eftir 5 umferðir, veljið "Rankings"
Þarna eru einnig ýmsar upplýsingar um flug og flugmenn.

http://f3xvault.com/?action=event&funct ... nt_id=1385
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11588
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Heimsmeistaramótið í F3F 2018

Póstur eftir Sverrir »

Heimsmeistaramótið í F3F – Dagur 3

Jæja, þá færist fjör í leikinn, það komu inn 3 kærur eftir gærdaginn. Tvær frá Bandaríkjamönnum sem báðum var hafnað sökum þess að kæra þarf innan 60 mínútna og ein frá Póllandi sem var staðfest. Allar snéru þær að því að ekki hafi verið hægt að fylgjast með aðstæðum á nógu nákvæman hátt sökum þess að ekki var uppsettur vindmælir að mæla allan tímann. Þessi sem Ástralinn flaug niður á sunnudaginn munið þið.

Því var ákveðið að fljúga þurfi hóp tvö, sem Pólverjinn sem kæran snerist um var í, í sjöttu umferð aftur. Þetta eru góðar fréttir fyrir Sverri þar sem hann fær þá annan séns til þreyta flugið sitt í sjöttu umferð.

Dagurinn byrjaði MJÖÖÖÖG rólega og um 8 leytið tilkynnti mótsstjórn að ekki yrði flogið að sinni og nýjar upplýsingar kæmu um 11 leytið. Við fórum því að Goorer Berg og prófuðum nýju vélina hans Erlings þar og er óhætt að segja að hún lofi góðu. Höfum ekki enn komist með hana í hang en vonandi snemma í fyrramálið ef vindurinn byrjar snemma að blása.

Eftir það keyrðum við að Vitt og skoðuðum aðstæður. Ágætis brekka en nokkur tré sem þarf að vara sig á. Um 11 leytið kom svo tilkynning frá mótsstjórn að flogið yrði í Vitt eftir 12:30 og óvæntur atburður verði kl. 12. Við keyrðum því út að Vitt og settum upp búðir á svæði sem var sannkölluð litla Skandinavía en við, Norðmenn og Danir vorum þarna í góðum gír.

Um 12:30 voru flugmenn svo kallaðir út á akur og kom þá í ljós að óvænti atburðurinn var grjóthreinsun á vara lendingarsvæðinu. Nú geta menn því bætt nýjum hlut á ferilskrána, farandsverkamenn í Þýskalandi, Ekkert bólaði hins vegar á Kára kallinum svo alls konar létt flugmódel voru tekin fram og flogið á milli þess sem menn spjölluðu um allt milli himins og jarðar.

Um 16:40 fór vind þó að hreyfa og fyrstu menn í hóp 2 í sjöttu umferð voru ræstir út. Adam var hins vegar ekki lengi í paradís og um 17:35 datt vindurinn niður fyrir lögleg mörk og einungis 22 flugmenn búnir að fljúga! Það náðist þó rétt svo að klára hóp 2 í dag en hópur 3 verður floginn á morgun.

Samkvæmt vinum okkar hjá norsku veðurstofunni ætti ekki að skorta vind á morgun svo vonandi náum við fjórum heilum umferðum þá. Föstudagur og fyrri hluti laugardags ættu líka að vera þokkalegir. Það lítur út fyrir að við verðum í Vitt á morgun og förum svo yfir á Goorer Berg á föstudag og laugardag.

Sameiginlegur kvöldverður var svo haldin í Putgarten og skemmtu menn sér þar yfir góðum mat áður en haldið var heim á leið.

Sjá fleiri myndir.

Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11588
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Heimsmeistaramótið í F3F 2018

Póstur eftir Sverrir »

Martin Ulrich er líka duglegur á myndavélinni > https://www.youtube.com/playlist?list=P ... yqx8CM--fk

Og til gamans er hérna frásögn austurríska liðsstjórans frá deginum í dag.

Today, 06:15am... The alarm clock rings, I go down to the kitchen and put up the coffee for the troop. Wind noises penetrate from outside. A short look out towards the turbulator brings a smile to my face: It's windy... and not a little bit. The obligatory check of the Windfinder report confirms it!

I still cook Ham&Eggs quickly while the rest of the troop slowly emerges. At 08:00am the WhatsApp message from CD Armin Hortzitz comes as planned: Today Dranske, Turbulator. Start of the 3rd group from the 6th round at 09:00am. The whole team is highly motivated and excited. After all, the current measured values show 20m/s wind from west. We walk forward to the edge, it is not far from our accommodation.

Armin and his team are already on site and busy at work. We also build our models. A quick look from the edge... You can really lean against the wind. It comes about 5-10° from the left. Oh yeah... The mood is good, very good. Not only with us, also with the other teams. That's what we all waited for! So almost everybody... a few pilots you can already see the respect for this edge and the wind.

Finally it starts! Fernando of the Spaniards is the first one to go and open group 3. The whole field of participants stands behind him and looks spellbound at his model. It's brutal how it goes, but Fernando knows what to do and conjures up a fabulous 33 time. Maybe he could have put in a few more pieces of ballast. Tofo is the next... Tobi throws his Pit2. The pumpers are violent, the entry height excellent... Here we go; entry from the left... Very nice to see how he also has his model under control. I didn't hear it exactly, but I think he had a 32sec flight. Now it's Philipp's turn. A power throw from Lukas, the last pump goes into orbit. Philipp enters the course... a madness! The beepers come on the running band.... Peep... Peep... Peep Peep... Peeeeeep... 28 seconds! Awesome! This should be the 1000 in the group. Very good!

The 7th round is started immediately. The organisation team is working perfectly. What should I say much. Not every model survives this round. Some hit the edge, one catches the shrub in the right turn, but everything only material damage. The favourites now show all their skills. It's our Stefan's turn and a murderous 27sec flight brings him into the top 10. Philipp and Lukas outdo each other and already scratch the world record. But also Tofo, Sebastien and Markus Meissner don't show any nerves and stay close to our guys. It looks similar in round 8 and 9. We'll make another round today. Three Austrians among the first 4! The measuring station gives its best. Peep... Peep... Peep... Peeeep....

06:15am, the alarm clock rings, I go down to the kitchen and put up the coffee for the troop. No wind noises penetrate from outside. A short look out towards the turbulator unfortunately doesn't put a smile on my face: It doesn't wind.... The sun is shining, it is warm and calm. The obligatory check of the Windfinder report confirms it: We won't be flying that fast today. And if we do, then we won't be flying at all on the turbulator.

At 08:00am the WhatsApp message from CD Armin Hortzitz arrives as planned: No wind, hold ready, next info comes at 11am. In fact this comes then also. We meet at 12 o'clock in Vitt to collect stones and start at 12:30 with group 2 from round 6. Actually we could only start in the late afternoon at about 4m/s. We managed the group 2. The 3rd group unfortunately did not go through any more, because the wind fell asleep again. Conclusion: Today we are as smart as yesterday...
But we can still dream!
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Böðvar
Póstar: 482
Skráður: 17. Apr. 2004 09:20:53

Re: Heimsmeistaramótið í F3F 2018

Póstur eftir Böðvar »

Okkar menn sjást á þessu myndbandi frá tíma 2:41
https://www.youtube.com/watch?v=oDsY91gug7k

Augnablikið þegar einn keppandi flaug vél sinni á veðurstöð heimsmeistaramótsins og hún eyðilögð.
Mynd

Til hamingju með nýju vélina Erlingur og strákar nú er leiðin bara upp á við.

Baráttu kveðja frá Íslandi
kv. Böðvar
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11588
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Heimsmeistaramótið í F3F 2018

Póstur eftir Sverrir »

Við fórum snemma út í morgun og komum Erlingi í loftið rétt fyrir sólarupprás eða 7:25. Hann er mjög ánægður með vélina og nær að fljúga í þriðja hóp sjöttu umferðar og er svo með fyrstu mönnum út í sjöundu.

Mynd Mynd Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11588
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Heimsmeistaramótið í F3F 2018

Póstur eftir Sverrir »

Heimsmeistaramótið í F3F – Dagur 4

Við fórum snemma út í morgun og komum Erlingi í loftið rétt fyrir sólarupprás eða 7:25. Hann er mjög ánægður með vélina og náði að fljúga í þriðja hóp sjöttu umferðar og er svo með fyrstu mönnum út í sjöundu umferð.

Veðurspáin heldur áfram að standast og vorum við í topp aðstæðum í Vitt í allan dag. Vindurinn var í kringum 9-10 metra en sló upp í 12 m/s á tímabili. Dagurinn gekk mjög vel og voru fjórar umferðar flognar auk þriðja hóps sjöttu umferðar.

Nýr liðsmaður bættist í íslenska hópinn í dag þegar við tókum inn sérstakan kastara alla leið frá Noregi. Gegnir hann nafninu Espen Torp, hann er fínasti kastari og hver veit nema við leyfum honum að fljúga með okkur einhvern tíma.*

Dagurinn gekk að mestu áfallalaust fyrir sig nema sökum ókyrrðar þurftum við að lenda talsvert aftar í dag og þar var ekki búið að grjóthreinsa eins vel á hinu svæðinu. Sverrir fékk nokkrar rispur og smá gat á frambrún en Guðjón fékk litla rifu undir vænginn. Ekkert sem smá límband gat ekki lagað og hindraði það menn ekki í flugum í dag. Ungi flugmaðurinn frá Úkraníu flaug á tré og splundraðist vélin hjá honum við það. Stefan Fraundhofer frá Austurríki bætti sinni vél svo við kafbátaleitarflota NATÓ í Eystrasalti.

Eitthvað á að hægja á vindi á morgun og byrjum við eflaust á Goorer Berg en gætum þurft að færa okkur í Vitt eftir hádegi samkvæmt spánni. Ekki á óskalistanum þar sem gott væri að ná fjórum umferðum á morgun og einni á laugardaginn en þá verða tvær verstu umferðirnar felldar út.

* Fyrir þá sem ekki vita það þá er Espen með betri flugmönnum á hnettinum og þótt víðar væri leitað og bauðst hann til að aðstoða okkur við köstin í keppninni sem við að sjálfsögðu þáðum.

Sjá fleiri myndir.

Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11588
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Heimsmeistaramótið í F3F 2018

Póstur eftir Sverrir »

Heimsmeistaramótið í F3F – Dagur 5

Goorer Berg var það heillinn! 11. umferð gekk vel hjá öllum en í 12. umferð datt vindurinn niður í fyrri hluta hennar. Nýja vélin hans Erlings fór í fjöruferð en betur fór en á heyrði þó ekki náist að gera vélina flugfæra fyrir heimferð.

Sverrir náði að fljúga sína ferð á 99 sekúndum en það var algjörlega á faðir vorinu í lokin þar sem vindurinn var að rokka í kringum lágmarkið. Þetta var því versta umferðin hans og sú sem hann sleppir í talningu.

Sverrir var þó ekki sá eini því alls voru 20 flugmenn þar sem þetta var lakasta umferðin af þessum 12 sem komnar eru. Guðjóni gekk öllu betur enda vindur kominn nær 5 metrum en var samt rokkandi.

Besti tími umferðarinnar var 51,34 sekúndur en einungis 20 bestu tímarnir voru undir 60 sekúndum. Fjórir flugmenn fengu núll stig þar sem uppstreymið var ekki nægjanlegt til að komast aftur á lendingarsvæðið og þeir lentu utan þess. Okkar menn mega því teljast góðir að halda haus og ná stigum úr umferðinni.

13. umferð varð enn skrautlegri en það náðist að láta 48 flugmenn fljúga á um 4 tímum áður en vindur féll niður fyrir lágmarkið lengur en hálftíma og þar með var sjálfhætt og umferðinni skipt upp í hópana. Sverrir var í öðrum hópi og var aftur í lágmarksaðstæðum, en fresta þurfti flugi í um 15 mínútur stuttu áður en hann átti að fara í loftið en hann flaug á talsvert betri tíma og fékk 780,80 stig fyrir. Guðjón er hins vegar í þriðja hóp og flýgur strax í fyrramálið og vonandi náum við svo að klára 14. umferð fyrir hádegi.

Sjá fleiri myndir.

Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Svara