Lím og aðrar nauðsynjar

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
apalsson
Póstar: 17
Skráður: 6. Des. 2010 19:50:38

Re: Lím og aðrar nauðsynjar

Póstur eftir apalsson »

Sælir allir,

Ég er nýlega fluttur aftur til landsins eftir rúm 20 ár erlendis. Mig langar til að byrja aftur að byggja og fljúga en það virðist erfitt að finna algengar vörur svo sem CA lím, Epoxy, fiber klút o.s.frv.
Hvert eru menn að fara til að kaupa svona vörur?

PS - ég keypti mér Hangar-9 Super Cub og flot því þar sem ég bý er ekki mikið um góða staði til að fljúga af en nóg af vötnum! :)
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11715
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Lím og aðrar nauðsynjar

Póstur eftir Sverrir »

Velkominn heim á réttuna!

Handverkshúsið er með besta límúrvalið(BSI), ekki mikið af fiberdúk á lausu.
En heyrðu endilega í Jóni V. Péturssyni, hann er með fullt af flugmódelum, líka með lím og lumar á ýmsu á milli kassagramsa! Það er líka eitthvað smotterí til í Tómstundahúsinu en það er ekki svipur hjá sjón miðað við í gamla daga.

HorizonHobby í Ameríku sendir líka beint hingað heim fyrir ótrúlega lágar upphæðir, €40-80 eftir stærð kit-sins.

Er netfangið rétt í prófílnum hjá þér, var að senda línu á það.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
apalsson
Póstar: 17
Skráður: 6. Des. 2010 19:50:38

Re: Lím og aðrar nauðsynjar

Póstur eftir apalsson »

Sæll, takk fyrir það
Póstfangið á að vera ari@palsson.id.au - ég hélt ég hefði breytt því
Er það Jón sem var í Tómstundahúsinu hér í eina tíð? Hvernig næ ég á honum?
Ég prófa Hirizon - reyndar á ég í glímu við þá eins og er því þeir virðast senda gegnum eitthað sem heitir Borderfree - þeir eru núna búnir að sitja á 1400 Evru pöntun frá mér og kannast ekki við að hafa fengið neitt frá Horizon. Horizon hinsvegar hafa sent mér "tracking númer" fyrir alla pakkana og þeir eru sannanlega hjá Borderfree. Ég er þess vegna mitt á milli hjá þessu heiðursfólki!
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11715
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Lím og aðrar nauðsynjar

Póstur eftir Sverrir »

Stemmir, hin eini sanni, sendi þér annan póst.

Já Borderfree sér um sendingarnar fyrir þá og hefur gengið fínt hingað til.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
apalsson
Póstar: 17
Skráður: 6. Des. 2010 19:50:38

Re: Lím og aðrar nauðsynjar

Póstur eftir apalsson »

Önnur spurning, hvar eru menn að kaupa battery?
Ég var vanur að nota LiFe 6.6V battery á viðtækið um bort en mér hefur ekki tekist að finna neinn hér sem selur þetta og maður virðist ekki geta pantað þau að utan
Passamynd
Gaui
Póstar: 3898
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Lím og aðrar nauðsynjar

Póstur eftir Gaui »

Jón V hefur reddað mér.

Annars er Overlander stærst á Bretlandseyjum.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11715
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Lím og aðrar nauðsynjar

Póstur eftir Sverrir »

Heyrðu í Rafborg, þeir geta sett saman pakka fyrir þig og kostar ekkert of mikið. Eina að þeir eru ekki með servóplögg.

Overlander brugðust illa síðast þegar ég reyndi að versla við þá. Tók langan tíma að bakfæra greiðsluna og það eitt kostaði rúmar 7500 kr í gengismun sem tapaðist og þeir vildu ekkert gera á móti til að rétta það.
Icelandic Volcano Yeti
Svara