Tímaritið í undirbúningi

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11420
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Tímaritið í undirbúningi

Póstur eftir Sverrir »

Jæja, árið farið að styttast í annan endann og nóvember að skella á, það þýðir bara eitt, Flugmódelárið 2018 er að fara í vinnslu. Að venju verður blaðið stútfullt af myndum og frásögnum af því helsta sem gerðist á árinu.

Sem fyrr er verðið aðeins einn Kjarval eða 2.000 kr.

Á meðal efnis:
  • Ritstjóraraus
  • Hvert er árið?
  • Gullkistan
  • Flugkoma FMFA
  • Stór-, smá- og stríðsfuglaflugkomur
  • Heimsmeistaramótið í F3F
Þeir sem áhuga hafa á að næla sér í eintak eru vinsamlegast beðnir um að senda mér línu, sverrirg hjá gmail.com, hringja í mig, 863 3479, eftir kl. 17 eða með því að svara þessum pósti.

Þangað til tímaritið kemur út geta menn stytt sér stundir við lestur 2015, 2016 og 2017 eintakanna! :)

Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
gunnarh
Póstar: 366
Skráður: 30. Des. 2015 00:18:15

Re: Tímaritið í undirbúningi

Póstur eftir gunnarh »

Eitt stykki fyrir mig og vill helst fá það volgt frá prentsmiðju.
Svo spurning hvort ritstjórinn lesi upp úr blaðinu
Gunnar H.
Atvinnu fiktari
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11420
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Tímaritið í undirbúningi

Póstur eftir Sverrir »

Það má skoða það, er laus flesta daga milli hálf átta og 7:30. ;)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
arni
Póstar: 276
Skráður: 3. Okt. 2012 18:55:55

Re: Tímaritið í undirbúningi

Póstur eftir arni »

Ég hélt að ég væri í áskrift.Eitt st.fyrir mig.
Passamynd
maggikri
Póstar: 5603
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Tímaritið í undirbúningi

Póstur eftir maggikri »

[quote=arni]Ég hélt að ég væri í áskrift.Eitt st.fyrir mig.[/quote]
Sama hér er í áskrift.
kv
MK
Passamynd
Flugvelapabbi
Póstar: 589
Skráður: 2. Des. 2008 16:53:06

Re: Tímaritið í undirbúningi

Póstur eftir Flugvelapabbi »

Sæll Sverrir.
þAD ERU TVO STYKKI A TUNGUBAKKA
Kv
Einar Pall Einarsson
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11420
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Tímaritið í undirbúningi

Póstur eftir Sverrir »

Gott að eiga svona dygga lesendur! :)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11420
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Tímaritið í undirbúningi

Póstur eftir Sverrir »

Tímaritið fer að fara í prentun, vinsamlegast tryggið ykkur eintak fyrir sunnudaginn 11. nóvember nk. :)

Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Ólafur
Póstar: 539
Skráður: 19. Jún. 2007 09:18:59

Re: Tímaritið í undirbúningi

Póstur eftir Ólafur »

Búin að leggja inná þig
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11420
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Tímaritið í undirbúningi

Póstur eftir Sverrir »

Tímaritið er komið úr prentun og verður hægt að nálgast það í kassagramsinu upp á Tungubökkum á morgun og í Hreiðrinu eftir inniflugið á sunnudaginn. Minni menn á að koma með 2.000 kr til að greiða fyrir tímaritið eða gera aðrar ráðstafanir í samráði við mig. Tommi sér um dreifinguna á Norðurlandi. Því sem út af stendur verður svo komið til skila við fyrsta tækifæri.

Það eru svo örfá óseld eintök eftir, fyrstur kemur, fyrstur fær. :)
Icelandic Volcano Yeti
Svara