Ziroli P-47 Thunderbolt

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11604
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstur eftir Sverrir »

Jæja, fyrst ég var búinn að vera að eyða smá tíma í að laga misfellur á yfirborðinu þá var ekki eftir neinu að bíða heldur um að gera að drífa sig í að „glassa“ afturvænginn, aðallega til að vernda hann fyrir frekara hnjaski en einnig af því að mig hefur hlakkað til í smá tíma að skella mér í þetta.

FYRIRVARI: Það eru til margra leiðir til að setja trefjadúk á módel og mín er alls ekki sú eina né rétta, mæli með að menn skoði sig sjálfir um á netinu áður en þeir skella sér í álíka æfingar á sínum eigin módelum. :)

Ég notaði dúk og epoxy frá Fibretech, hægt er að fá dúkinn í nokkrum stærðum og þykktum.
Mynd

Hér er ég búinn að lyfta stélvængnum frá vinnuborðinu og hreinsa yfirborðið.
Mynd

Og hér sést dúkurinn sem ég klippti fyrir vænginn, ég hafði óþarflega mikið umframmagn við frambrúnina.
Mynd

Ég notaði spil til að dreifa úr epoxyinu.
Mynd

Það þarf mjög lítið af epoxy, hér sést magnið sem ég blandaði, athugið að þetta er ekki sama epoxy og er notað í smíðunum, þetta er mikið þynnra og er stundum kallað „finishing epoxy“.
Mynd

Dreifi smá epoxy á miðjan vænginn og dreg það svo út með spilunum, fyrst langsum og svo þvert á vænginn.
Við þurfum að dreifa vel úr epoxyinu því við viljum hvergi sjá „polla“ á dúknum.

Mynd

Við afturbrún hægra megin má sjá dúk sem á enn eftir að fá epoxy, ljósu svæðin við afturbrún vinstra megin stafa af hvíta spartlinu sem var notað.
Mynd

Til að strekkja dúkinn yfir brúnir vængsins þá skellti ég nokkrum þvottaklemmum á dúkinn.
Mynd

Hér sést epoxyið sem var eftir þegar ég hafði lokið mér af, berið það saman við magnið sem var blandað og þá sést hversu lítið magn fer í raun og veru í þetta.
Mynd

Hér situr svo vængurinn og bíður eftir að þorna. Eins og áður eru ljósu svæðin spartl.
Mynd

Til að það yrði örugglega ekki of mikið epoxy þá strauk ég létt yfir vænginn með pappír.
Mynd

Ekki mikið sem ég fann.
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Gaui
Póstar: 3773
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstur eftir Gaui »

Flott Sverrir.

Ég nota Z-poxy Finishing Resin frá Zap og dreyfi úr því með gömlum krítarkortum: þau eru stífari en spilin og algerlega af réttri stærð.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstur eftir einarak »

talandi um það, þá notaði ég rykmoppur frá Besta um daginn til að laga cowlingu. Það eru örfínir trefjadúkar sem eru reyndar með einhverskonar olíu í, en ef maður soakar þeim bara í spýra til að ná úr þeim olíunni eru þeir mjög hentugir og ódýrir til smáviðgerða.
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=Gaui]Flott Sverrir.

Ég nota Z-poxy Finishing Resin frá Zap og dreyfi úr því með gömlum krítarkortum: þau eru stífari en spilin og algerlega af réttri stærð.[/quote]
Þessi sem þú hefur tekið af frúnni? :D
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstur eftir einarak »

[quote=Björn G Leifsson][quote=Gaui]Flott Sverrir.

Ég nota Z-poxy Finishing Resin frá Zap og dreyfi úr því með gömlum krítarkortum: þau eru stífari en spilin og algerlega af réttri stærð.[/quote]
Þessi sem þú hefur tekið af frúnni? :D[/quote]
eru þau kort ekki orðin of slitin? :lol:
Passamynd
Gaui
Póstar: 3773
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstur eftir Gaui »

[quote=einarak][quote=Björn G Leifsson][quote=Gaui]Flott Sverrir.

Ég nota Z-poxy Finishing Resin frá Zap og dreyfi úr því með gömlum krítarkortum: þau eru stífari en spilin og algerlega af réttri stærð.[/quote]
Þessi sem þú hefur tekið af frúnni? :D[/quote]
eru þau kort ekki orðin of slitin? :lol:[/quote]
Ég nota gömul frá sjálfum mér sem hafa aldrei verið notuð ;(
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11604
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstur eftir Sverrir »

Hæðarstýrin voru líka tekin fyrir.
Mynd

Nú kemur í ljós afhverju það borgar sig að passa að það fari smá epoxy út fyrir brúnirnar á fletinum. Strjúkum yfir það með sandpappír.
Mynd

Og þá kemur þessi fíni skurður. Þar sem minna pláss er þá er hægt að skera afganginn frá.
Mynd

Búið að tengja stélhjólið og kemur það bara vel út.
Mynd

Ákvað að reyna að klára sem mest þarna í afturendanum, þarna sést hvar er búið að pússa fyrir kubbum sem lamirnar festast við.
Mynd

Þar sem lokið er bogið þá þarf að pússa þann boga á kubbana, það er þægilegast að setja sandpappír yfir staðinn þar sem kubburinn festist og pússa kubbinn þar niður, þá tekur hann formið úr boganum.
Mynd

Tekinn flái á kubbana og smá stykki skorið úr brúninni.
Mynd

Og ca. svona lítur þetta út, ég á svo eftir að snyrta brúnirnar eitthvað til.
Mynd

Og opin, takið eftir krossviðnum fremst og aftast sem kemur í veg fyrir að lúgurnar fari of langt niður.
Mynd

Og á sínum stað, virðis allt smellpassa. gæti þurft að taka af kubbnum neðst í vinstra horninu.
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Árni H
Póstar: 1593
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstur eftir Árni H »

Þetta er þrælflott hjá þér, Sverrir. Hvaða mekkanó opnar og lokar lúgunni fyrir stélhjólið?
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11604
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstur eftir Sverrir »

Í fyrstu áætlunum er gert ráð fyrir að teygjur haldi henni lokaðri og hjólið opni hana. En hver veit hvað gerist þegar tilraunir hefjast.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstur eftir einarak »

Varðand það sem sést á síðustu myndinni þar sem stýrivírarnir koma í hjólið, þeir eru væntanlega tengdir í rudder, er nægur slaki á þeim þegar hjólið er inni svo það hamli ekki ruddernum í hrefingum? Þarf hjólið að vera akkurat í beinni stefnu þegar það er sett inn svo það rekist ekki í neitt (sennilega leiðinlegt að hífa upp hjólin í rudderbeygju og brjóta stélið af :D)?
Svara