Hraðflugskeppni 2019

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11419
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Hraðflugskeppni 2019

Póstur eftir Sverrir »

Ákveðið hefur verið að halda hraðflugskeppni á næsta ári í anda þeirrar sem við héldum árið 2012. Vélin sem verður notuð er Durafly® ™ EFXtra Racer sem Jón V. Pétursson og HobbyKing selja og ríkisrafhlaða(4S 1800 eða 3S 2200) sem Jón V. Pétursson mun selja.

Vélin er til í rauðum, grænum, gulum og appelsínugulum lit.

Jón ætti að eiga 2 vélar í augnablikinu.

Mynd

Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Hraðflugskeppni 2019

Póstur eftir einarak »

og 12 euro afsláttur í viðbót með afsláttarkóða HOBBY10KING
Passamynd
Ágúst Borgþórsson
Póstar: 903
Skráður: 3. Jún. 2007 10:52:48

Re: Hraðflugskeppni 2019

Póstur eftir Ágúst Borgþórsson »

Núna er þessi litur á afslætti https://hobbyking.com/en_us/durafly-efx ... n-pnf.html Úbbs bara til international, og þá er auðvitað ekkert varið í það :(
Kv.
Gústi
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11419
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Hraðflugskeppni 2019

Póstur eftir Sverrir »

Stefnt er á að halda mót í maí, júní, júlí og ágúst sem skiptast væntanlega jafnt niður á Flugmódelfélag Suðurnesja og Þyt.
Icelandic Volcano Yeti
lulli
Póstar: 1235
Skráður: 1. Des. 2006 21:14:09

Re: Hraðflugskeppni 2019

Póstur eftir lulli »

Þetta er frábær hugmynd og vísast til að verða eitthvað skemmtilegt. Stingerarnir sællra minninga brenndu upp orkunni á mettíma og höfðu því stutt flugþol.
Þessi vél ætti því að vera enn skemmtilegri ...og þar að auki dem flott - Ég er með.
Flugmódelfélagið Þytur
Flugmódelfélag Suðurnesja
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11419
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Hraðflugskeppni 2019

Póstur eftir Sverrir »

Ríkisrafhlaðan í ár, 3S 2700 mah og 30C, fæst hjá Jóni V. Péturssyni.
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Eysteinn
Póstar: 519
Skráður: 10. Jan. 2009 16:40:24

Re: Hraðflugskeppni 2019

Póstur eftir Eysteinn »

Ég er tilbúinn í fyrstu umferð.
Verða mótin 4 og stigin úr þremur gilda?

Maí
Júní
Júlí
Ágúst.

Kveðja,
Rauða hættan
Eysteinn Harry Sigursteinsson.

I’ve learned so much from my mistakes…
I’m thinking of making a few more.
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11419
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Hraðflugskeppni 2019

Póstur eftir Sverrir »

Eitthvað svoleiðis, verður gefið út bráðum.

https://frettavefur.net/atburdir/
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11419
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Hraðflugskeppni 2019

Póstur eftir Sverrir »

Mótin verða fjögur talsins og flognar fjórar umferðir í hverju móti, verstu umferð hvers flugmanns sleppt þannig að þrjár umferðir í hverju móti telja til stiga í því móti. Samtals eru þetta 16 umferðir sem flognar verða í fjórum mótum. Sá sem vinnur(PW) hverja umferð fær 1000 stig, og stig annarra(P) reiknast sem hlutfall af þeim miðað við mismun á hraða(P) þeirra.

Mynd

- Brautin er 100 metrar á lengd, milli tveggja hliða.
- Flognir eru 10 leggir (5 hringir).
- Keppandi tekur á loft, flýgur út fyrir brautina og svo hefst tímataka þegar hann flýgur fram hjá hliði inn í brautina (hliðvörður flautar hann inn).
- Tímatöku lýkur þegar keppandi er flautaður út úr tíunda leggnum.
- Tími er mældur í sekúndum og hundraðshlutum úr sekúndu.

Í lok sumars verða heildarstig reiknuð þannig að 8 stigahæstu umferðir hvers flugmanns verða lagðar saman til að fá heildarstigafjölda hans fyrir sumarið. Ef tveir, eða fleiri, eru jafnir að stigum ræður hraðasti tími þeirra innbyrðis röðuninni, ef það dugir ekki til þá verður gripið til hlutkestis.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11419
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Hraðflugskeppni 2019

Póstur eftir Sverrir »

Minni á að þetta verður haldið í kvöld á Arnarvelli.
Icelandic Volcano Yeti
Svara