Ziroli P-47 Thunderbolt

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11604
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstur eftir Sverrir »

Þá eru stélfjaðrirnar komnar á sinn stað. Epoxy og mulin trefjadúkur voru notuð í líminguna.
Mynd

Setti kubba sitthvoru megin við þann sem kom í fyrradag.
Mynd

Og svona er útlitið í dag.
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
kip
Póstar: 564
Skráður: 24. Apr. 2006 13:44:49

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstur eftir kip »

Hvernig væri að vigta elskuna núna á þessu stigi.
Þetta er spennandi
Kristinn Ingi Pétursson
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11604
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstur eftir Sverrir »

Tja... hún var 2300 grömm áður en stélfjaðrirnar komu á... þannig að hún er sennilega að losa rétt um 2500-2600 grömm núna(án stjórnflata).
Skal koma með nákvæmar tölur fljótlega.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11604
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstur eftir Sverrir »

2590 grömm.

Þegar hér er komið við sögu þá er þetta myndarlega gat við stélflötinn sem þarf að fylla upp í.
Mynd

Nokkur lög af balsa voru límd þarna og svo voru þau tálguð og pússuð til.
Mynd

Smá spartl.
Mynd

Og þá er þetta farið að líta nokkuð vel út, smá pússivinna eftir.
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstur eftir einarak »

Þessi verður án efa með þeim vígalegri :cool:
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11604
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstur eftir Sverrir »

Vonandi ;)

Nóg af mælum til að lesa af.
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Gaui
Póstar: 3773
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstur eftir Gaui »

Dáltið ljóst þetta mælaborð :/
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
kip
Póstar: 564
Skráður: 24. Apr. 2006 13:44:49

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstur eftir kip »

Þett var svona Winter Edition Thunderbolt, með hvít sprautulökkuðu mælaborði, :P
Kristinn Ingi Pétursson
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11604
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstur eftir Sverrir »

Þetta er „racer“ útgáfa... :cool:

Annars á nú eftir að gera heilmikið fyrir stjórnklefann, datt bara í hug að leyfa ykkur að fá smá forskot á „sæluna“.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11604
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstur eftir Sverrir »

Eins og áður hefur verið nefnt þá eru flest öll samskeyti á plötuklæðningunum á Þrumufleygnum aðliggjandi en ekki ofan á hvort öðru.
Til að líkja eftir því þá pantaði ég örþunnt límband frá Fighter Aces, það er 1/64" á breidd eða rétt um 0.4mm á breidd.

Ekki er efnisþykktinni fyrir að fara hérna.
Mynd

Eins gott að fínhreyfingarnar séu sæmilegar.
Mynd

Hér er búið að leggja niður límbandið.
Mynd

Því næst er fylligrunn sprautað yfir límbandið, það getur þurft nokkrar umferðir til að hylja það.
Mynd

Svo er bara að byrja og pússa fylligrunninn burt, eða þangað til við sjáum límbandið aftur, hérna erum við alveg að vera komin niður á límbandið.
Mynd

Hér er svo búið að fjarlægja límbandið.
Mynd

Komin smá silfurgrár litur á hæðarstýrið.
Mynd

Og hér sést þetta í nærmynd, munið að lóðrétta línan er rétt innan við 0.5mm að breidd, þessi lárétta er svo yfirliggjandi plötuskil.
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Svara