Arnarvöllur - 16.maí 2019 - Hraðflugskeppni I

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11598
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Arnarvöllur - 16.maí 2019 - Hraðflugskeppni I

Póstur eftir Sverrir »

Fjórir keppendur mættu til leiks í fyrsta hraðflugsmóti sumarsins sem haldið var á Arnarvelli fimmtudagskvöldið 16. maí. Mótið gekk að mestu áfallalaust fyrir sig en þó fengu nokkrir spaðar á baukinn, borgar sig greinilega fyrir keppendur að vera með varaspaða og jafnvel varavaraspaða. Ekki er hægt að segja annað en að mótið hafi gengið nokkuð hratt fyrir sig og mátti sjá menn bæta sig talsvert milli umferða.

Úrslit urðu sem hér segir.

1. sæti - 2.950 stig - Lúðvík R. Sigurðsson
2. sæti - 2.928 stig - Bjarni V. Einarsson
3. sæti - 2.875 stig - Magnús Kristinsson
4. sæti - 2.764 stig - Eysteinn H. Sigursteinsson

Eins og sjá má var mjótt á munum og má búast við hörkuspennandi keppni á næsta móti sem fer fram þann 13. júní nk. á Hamranesi. Hvetjum við menn til að fjölmenna og fylgjast með en áhugasamir eru einnig hvattir til að taka þátt.

Þakka keppendum fyrir skemmtilega baráttu og sérstakir þakkir fá bjöllumennirnir Árni Finnboga og Stefán Sæmunds.


Myndarlegasti hópur!
Mynd

Eysteinn var tilbúinn til keppni í öllum flokkum!
Mynd

Pittfjör
Mynd

Umferðirnar
Mynd

Stigagjöfin
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
arni
Póstar: 279
Skráður: 3. Okt. 2012 18:55:55

Re: Arnarvöllur - 16.maí 2019 - Hraðflugskeppni I

Póstur eftir arni »

Til hamingju Lúlli.Takk fyrir frábært kvöld.
Kveðja.Árni F.
Passamynd
Eysteinn
Póstar: 523
Skráður: 10. Jan. 2009 16:40:24

Re: Arnarvöllur - 16.maí 2019 - Hraðflugskeppni I

Póstur eftir Eysteinn »

Ég vil þakka öllum sem komu að þessu fyrsta móti. Takk kærlega fyrir mig.
Eysteinn Harry Sigursteinsson.

I’ve learned so much from my mistakes…
I’m thinking of making a few more.
Passamynd
Elson
Póstar: 221
Skráður: 28. Feb. 2010 14:50:11

Re: Arnarvöllur - 16.maí 2019 - Hraðflugskeppni I

Póstur eftir Elson »

Takk fyrir mig, frábær skemmtun.
Bjarni Valur
Passamynd
stebbisam
Póstar: 180
Skráður: 24. Feb. 2018 18:55:20

Re: Arnarvöllur - 16.maí 2019 - Hraðflugskeppni I

Póstur eftir stebbisam »

Gaman að flygjast með framförum allra þátttakenda eftir hverja umferð, næsta mót verður spennandi.
Til hamingju með árangurinn.

Stutt myndband frá mótinu:

Barasta
Passamynd
maggikri
Póstar: 5874
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Arnarvöllur - 16.maí 2019 - Hraðflugskeppni I

Póstur eftir maggikri »

Þetta var fjör.
Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd
Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd
Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd
Passamynd
Árni H
Póstar: 1593
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Arnarvöllur - 16.maí 2019 - Hraðflugskeppni I

Póstur eftir Árni H »

Þetta er snilld! Til hamingju með sigurinn Lúlli, allt er vænt sem vel er grænt!
lulli
Póstar: 1291
Skráður: 1. Des. 2006 21:14:09

Re: Arnarvöllur - 16.maí 2019 - Hraðflugskeppni I

Póstur eftir lulli »

Takk fyrir mig !
Árni og Stebbi Hliðaverðir og Sverrir Dómgæslumeistari.
Vonandi mæta bara ennþá fleiri í næsta race.
Þetta hleypir svolitlu meira lífi í sumarið ,myndi ekki vilja missa af þessu.
Flugmódelfélagið Þytur
Flugmódelfélag Suðurnesja
Svara