Ziroli P-47 Thunderbolt

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstur eftir Sverrir »

Já, erlendir hlutir eru að verða ansi dýrir... :/
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstur eftir Sverrir »

Jæja ég var örlítið nær ráðlögðum dagskammti af litarefninu núna. ;)
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstur eftir Sverrir »

Síðustu kvöld hafa farið í vængklæðningu og tókst mér að klára hana í gærkvöldi. Eins og glöggir menn hafa kannski séð þá var smá bil þar sem vængsamskeytin voru, það gengur auðvitað ekki svo þá var komið að smá föndri til að lagfæra það.

Ég byrjaði á að setja brúnt límband á vængmiðjuna, það kemur í veg fyrir að ég endi með heilan væng á morgun.
Mynd

Svo var smá sparsl sett á vængendann, kannski helst til mikið sem sést hér, en það sleppur. ;)
Mynd

Því næst er vængendinn settur á sinn stað og sparslinu leyft að þrýstast út.
Mynd

Svo fjarlægði ég mest af umfram sparslinu. Á morgun ætti ég svo að vera kominn með ljómandi fín og snyrtileg samskeyti. :cool:
Mynd

Fyrir áhugasama þá var P38 í aðalhlutverki á myndunum hér að ofan.
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstur eftir Sverrir »

Rauðu hringirnir sýna hvar sparslið hafði gripið örlítið í límbandið. Ætli maður haldi sig ekki við Tesa í framtíðinni. ;)
Mynd

Hér sést hvernig sparslið hefur dreift úr sér og fyrir utan að gefa fínni samskeyti þá er vængendinn einnig mikið massívari þegar hann hefur verið festur á sinn stað.
Mynd

Sko til, næstum því ósýnileg samskeyti, jæja þau verða það nánast þegar ég hef pússað þau til og fyllt upp í gatið í kringum festingarflipann.
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstur eftir Sverrir »

Jæja, þá var komið að stóru stundinni, vængurinn var mátaður við skrokkinn í kvöld. Ég var bara nokkuð sáttur við niðurstöðuna. :)
Mynd

Einhvers staðar þarf vængurinn að vera festur.
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstur eftir Sverrir »

Hann er tveggja ára í dag, hann... jeiiiii :D
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstur eftir Sverrir »

Já það er erfitt að trúa því að það séu komin tvö ár síðan smíðin hófst, fínn tími til að sameina væng og skrokk með bor og skrúfum. Mynd
Mynd

Já það er farin að koma smá mynd á vélina.
Mynd

Komst að því þegar ég fór í Byko um daginn að „threaded inserts“ eru kallaðar ramparær, alla veganna í Byko.
Mynd

Þá var komið að því að tilsníða magapönnuna, ég bjó til eitt W2 rif til að fá grófa hugmynd um hvað ég þyrfti að skera út
Mynd

Tada...
Mynd

...næstum því, ég þurfti að bæta við smá efni hinu megin. Mynd
Mynd

Gunni og Guðni voru líka að smíða, alltaf gott að hafa fagmenn við höndina... Mynd
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstur eftir Sverrir »

Já þá var komið að því að „skemma“ vænginn og skera út fyrir hjólastellinu. Þrumufleygurinn hafði þann skemmtilega eiginlega að draga hjólalegginn saman þegar hann fór upp í vænginn svo hann styttist um ca. 25 sentimetra, þar sem ég lagði nú ekki út í það að fá mér svoleiðis hjólastell þá verða legghlífarnar ekki alveg eins og á frummyndinni.

Svona lítur þetta út á stóru systur, þetta er ekki nákvæmlega rétt hlutfall miðað við mína vél heldur var þetta haft til hliðsjónar þegar merkt var fyrir legghlífunum á trefjasamlokuna. Á neðri myndinni sést líka hvernig ég skar út og kom hjólastellinu niður í vænginn áður en lengra var haldið.
Mynd

Hér er trefjasamlokan á sínum stað og ég er byrjaður að teikna legghlífarnar á hana.
Mynd

Eftir smá möndl þá var ég búinn að skera legghlífina út, hún verður í einu lagi, alla veganna fyrst um sinn. Því næst er hún fest niður og skorið í kringum hana til að hún falli slétt að.
Mynd

Hérna sjást merkingarnar áður en ég skar út fyrir legghlífinni.
Mynd

Eins og flís við rass! Ég geng svo betur frá svæðinu í kringum festingarnar áður en vélin fer á sprautustigið. Svo er bara að endurtaka leikinn. :)
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstur eftir Sverrir »

Jæja, þá eru báðar hjólalúgurnar tilsniðnar.
Mynd

Og annar stór áfangi, hér sést Þrumufleygurinn standa á eigin fótum í fyrsta skipti. :)
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Gaui
Póstar: 3773
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstur eftir Gaui »

Til hamingju með áfangann. Þetta er flott.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Svara