Skeyti hefur borist frá Stefáni sem dvelur um þessar mundir á spænsku eyjunni Tenerife.
„Hitti úti á flugvelli einn spánverja (með minni græju en ég), einn englending með þotu, svona Lulla-style og svo tvo dani líka með rafmagnsvélar, þotu og trainer. Danirnir þekktu Preben, sem þeir sögðu að væri með Íslandsveiru, allt best þar. Sá eldri mundi að Rafn hafði keppt með þeim fyrir mörgum árum.
Ég flaug nokkur fín flug, og kældi mig í skugga á milli, það var nánast logn og þá hitnaði Íslendingurinn. Sendi meira af myndum við tækifæri, þær ganga hægt gegnum net-rörin hérna.“
Mynd af sólaupprás, sólin rís upp úr Gran Canaría eyjunni héðan séð.
Tenerife - 31.janúar & 5.febrúar 2020
Re: Tenerife - 31.janúar & 5.febrúar 2020
Icelandic Volcano Yeti
Re: Tenerife - 31.janúar & 5.febrúar 2020
flottur Stebbi .kv Steini litli málari
Re: Tenerife - 31.janúar & 5.febrúar 2020
Flott. greinilega frábær aðstða, hvar á Tenerife er þessi módelflugvöllur?
Kv. Jón
Kv. Jón
Re: Tenerife - 31.janúar & 5.febrúar 2020
Google finnur völlinn með þessu: CLUB AEROMODELISMO TENERIFE, Granadilla de Abona
á korti eða GoogleEarth sést völlurinn við Granadilla í átt til Chimiche rétt ofan við hraðbrautina.
Það er nú betri vegur að okkar völlum, og betra gras, en veðrið klikkar ekki
á korti eða GoogleEarth sést völlurinn við Granadilla í átt til Chimiche rétt ofan við hraðbrautina.
Það er nú betri vegur að okkar völlum, og betra gras, en veðrið klikkar ekki
Barasta
Re: Tenerife - 31.janúar & 5.febrúar 2020
Annað skeyti hefur borist úr sólinni.
* * * * *
„Tveir dagar við sundlaugina því hitinn var vel yfir 30, en svo kom flugdagur 2.
Danirnir mættir fyrir hádegi eins og ég, flott veður logn og 27 stig.
Eldri daninn Björn krassaði gamalli svifflugu og ég kynnti hann fyrir íslenska orðinu "Klúðurþol" sem hann gat ekki borið fram en skildi meininguna.
Ég náði í termik og gat flogið langt flug yfir vellinum en kláraði svo bara rafmagnið og hélt sæll heimleiðis.
Enn að leita að góðri hangbrekku, lendingastaðir eru vandfundnir hér um slóðir.
Kveðjur á klakann.“
* * * * *
„Tveir dagar við sundlaugina því hitinn var vel yfir 30, en svo kom flugdagur 2.
Danirnir mættir fyrir hádegi eins og ég, flott veður logn og 27 stig.
Eldri daninn Björn krassaði gamalli svifflugu og ég kynnti hann fyrir íslenska orðinu "Klúðurþol" sem hann gat ekki borið fram en skildi meininguna.
Ég náði í termik og gat flogið langt flug yfir vellinum en kláraði svo bara rafmagnið og hélt sæll heimleiðis.
Enn að leita að góðri hangbrekku, lendingastaðir eru vandfundnir hér um slóðir.
Kveðjur á klakann.“
Icelandic Volcano Yeti