Flutningur spjallsins

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 10901
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Flutningur spjallsins

Póstur eftir Sverrir »

Á næstu vikum munum við flytja búferlum yfir í nýtt spjallumhverfi.

Það kemur því miður ekki til af góðu en ekki er lengur virk vinna í gangi við viðhald á kóðanum sem spjallborðið okkar keyrir á og þar sem hætt verður að bjóða upp á öryggisuppfærslur fyrir vefþjónana sem kerfið styðst við á næstunni þá er ekki seinna vænna en að byrja að pakka niður og undirbúa flutninginn.

Það flækir málin örlítið að engin brú er til milli nýja og gamla kerfisins svo ég er að stytta mér stundir við að búa til litla forritsbúa sem munu keyra gögnin á milli. Samhliða þessu mun ég setja spjallborðin í lesham þegar búið verður að flytja gögnin yfir, núna er t.d. allt undir „Sérhæft spjall“ lokað fyrir nýjum póstum en áfram verður hægt að lesa eldri pósta. Spjallinu og vinnuborðinu ásamt flugsögum, vídeó og húmor verður haldið opnum eins lengi og hægt er en þurfa þó einhvern niðritíma svo hægt sé að klára gagnayfirfærsluna.

Ekki verður hægt að færa núverandi lykilorð yfir í nýja kerfið þar sem önnur aðferð er notuð til dulkóðunar á því en þið munið fá sendan tölvupóst með tengil á vefsíðu þar sem þið munið geta beðið um endurstillingu á lykilorðinu.

En fátt er með öllu svo illt að ekki boði eitthvað gott, á móti fáum við talsvert þroskaðra kerfi með mörgum nýjum möguleikum sem kemur að auki úr virku notendasamfélagi og fagnar 20 ára afmæli á þjóðhátíðardegi okkar Íslendinga á þessu ári. Við ættum því að leikandi að geta eytt öðrum 15 árum á því og meiru til.

En það er ekki bara spjallborðið sem þarf að uppfæra sig, aðalvefurinn þarf þess líka en það ætti að verða aðeins þægilegra ferli og sjálfsagt munu menn finna aðeins minna fyrir því.

Ef það eru einhverjar spurningar látið þá vaða og ég skal gera mitt besta til að svara þeim.
Icelandic Volcano Yeti

Passamynd
gudjonh
Póstar: 627
Skráður: 27. Feb. 2008 09:07:06

Re: Flutningur spjallsins

Póstur eftir gudjonh »

Gangi þér vel! Lætur vita ef þarf burðarmenn í fluttninginn.

Guðjón

Passamynd
stebbisam
Póstar: 113
Skráður: 24. Feb. 2018 18:55:20

Re: Flutningur spjallsins

Póstur eftir stebbisam »

Ég fann enga sambærilega notkun á PhpBB og það sem okkar spjallborð er í dag, en módelmenn hafa hátt klúðurþol og geta væntanlega vanist breytingum og nýjungum.
Þetta verður ábyggilega mikil vinna fyrir þig Sverrir, og spurning hvort eitt kerfi getur haldið utan um allt það safn sem byggst hefur upp af myndum, mynskeiðum og umræðum - á þann hátt sem þú ert sáttur við.
Gangi þér vel !
Barasta

Passamynd
Árni H
Póstar: 1502
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Flutningur spjallsins

Póstur eftir Árni H »

Mynd

Svara