Ziroli P-47 Thunderbolt

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstur eftir Haraldur »

þarf ekki eitthvað að pakka inn þessum servoum sem eru fyrir aftan mótorinn? Verður þetta ekki allt löðrandi í olíu?
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstur eftir einarak »

[quote=Haraldur]þarf ekki eitthvað að pakka inn þessum servoum sem eru fyrir aftan mótorinn? Verður þetta ekki allt löðrandi í olíu?[/quote]

Ekki svo lengi sem hreyfillinn er ekki breskur
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11599
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstur eftir Sverrir »

Það sagði engin að þetta væri full frágengið. ;)

Nei, þetta ætti ekki að verða löðrandi í olíu nema eitthvað mikið verði að en það kemur hins vegar smá „skvettuvörn“ fyrir framan servóin áður en að þessu verður lokað.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11599
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstur eftir Sverrir »

Það styttist víst í einhverja flugkomu! :D
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11599
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstur eftir Sverrir »

Flapaservóin fara ofan í vænginn en það þarf líka að vera hægt að ná þeim upp til viðhalds. Þar sem vængurinn er nokkuð djúpur þá bjó ég til sæti fyrir servóin þannig að með því að losa tvær skrúfur þá renna þau upp úr því. Annað er líka að þarna situr sætið á efra vængskinninu svo til að dreifa álaginu þá er innra byrðið glassað, servósætið nær út í eitt vængrifið og svo koma þverlistar á milli rifjanna fyrir framan og aftan servósætið. Það ætti vonandi að duga.

Hér sjást þau í sætunum sínum.
Mynd

Hér er eitt servóið komið á sinn stað.
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11599
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstur eftir Sverrir »

Það verður fljótlegt að tengja servóin í vængnum og engin hætta á rugling.
Mynd

Rafhlöðurnar á sínum stað.
Mynd

Gunni fórnaði handleggnum í balanseringuna og stöðvaði blóðflæðið nokkrum sinnum, hvað myndi maður gera án hans! Það þarf um 1200 grömm á eldvegginn til að koma henni í ballans. Ágætlega sloppið en ekki má gleyma að rafhlöðurnar eru um 700 grömm og trévirkið í kringum þær sennilega 100 grömm í viðbót.
Mynd

Flaparnir komnir í full swing, svo skellum við kannski smá töfum á þetta áður en í loftið verður haldið.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Árni H
Póstar: 1593
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstur eftir Árni H »

Þetta er orðin verulega glæsileg vél sem verður gaman að sjá á lofti. Hver verður lokaþyngdin tilbúin til flugs?
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11599
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstur eftir Sverrir »

Takk!

Ekki hugmynd... 13-15 kg gróft skotið.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11599
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstur eftir Sverrir »

1200 grömm að verða klár í slaginn!
Mynd

Eldsneytisáfylling og öndun.
Mynd

Hmmmmm...
Mynd

Kannski örlítið skárra svona! ;)
Mynd

Vissi ekki að anodising hefði verið mikið notað til að blinga upp stríðsfugla...
Mynd

Stenslarnir lífga vel upp á svæðið.
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstur eftir einarak »

Glæsó!
Svara