Corsair F4U
Re: Corsair F4U
Sælir
Ég er gjörsamlega glænýr í bransanum. Ég fékk í guðsgjöf talsverðan slatta af ofvirkni í bland við hæfilegt kæruleysi og skvettu af hvatvísi. Það var góð gjöf...! Módelflug hefur heillað mig frá því að ég var smá hvolpur og ég er forviða á að ég hafi ekki rokið í það fyrr, með mína eiginleika. En nú er teningunum kastað.
Ég keypti nýverið AÐRA draumavélina mína. Corsair F4U. Framleiðandinn? Tja.... ég er ekki viss, svo við köllum hann bara eBay, þar til annað kemur í ljós. Pakkinn skilaði sér fljótt og vel. Leiðbeiningarnar voru mjög almenns eðlis... sýndu eiginlega HVAR hlutirnir áttu að vera, frekar en HVERNIG þetta væri gert. Það er líka hollt, það fær mann til að hugsa um samsetninguna. En... saman fór dýrið á endanum og núna prýðir hún stofuborðið. Hún verður hengd upp innan skamms fram á vor, enda fengu ofvirknigenin mín mig til að kaupa HINA draumavélina mína... Mustang P51 frá Hangar 9. Það verður þá líklega næsti þráður frá mér!
Meðfylgjandi eru myndir frá samsetningunni!
Kassinn opnaður og stofuborðið lagt undir... við hrifningu frá konunni!
Allt að taka á sig mynd... og stofuborðið enn undirlagt.
Stubburinn lagði til flugmann... Teenage Mutant Ninja Hero Turtle Bob... á stofuborðinu.
Komin á gólfið... konan jafnhrifin....
Og aftur á stofuborðið... en með gulri málningu! Davíð er stoltur af TMNH Bob! Það var samt tragedía þegar ég sagaði hann sundur!
Jæja, svona er þetta... ég er að fjárfesta í trainer og byrjendapakka og öllu tilheyrandi. Svo verður allt klabbið fært yfir í Corsair, þegar það er viðeigandi. Nú er bara að bíða eftir vorinu! Og Mustang!
Ég er gjörsamlega glænýr í bransanum. Ég fékk í guðsgjöf talsverðan slatta af ofvirkni í bland við hæfilegt kæruleysi og skvettu af hvatvísi. Það var góð gjöf...! Módelflug hefur heillað mig frá því að ég var smá hvolpur og ég er forviða á að ég hafi ekki rokið í það fyrr, með mína eiginleika. En nú er teningunum kastað.
Ég keypti nýverið AÐRA draumavélina mína. Corsair F4U. Framleiðandinn? Tja.... ég er ekki viss, svo við köllum hann bara eBay, þar til annað kemur í ljós. Pakkinn skilaði sér fljótt og vel. Leiðbeiningarnar voru mjög almenns eðlis... sýndu eiginlega HVAR hlutirnir áttu að vera, frekar en HVERNIG þetta væri gert. Það er líka hollt, það fær mann til að hugsa um samsetninguna. En... saman fór dýrið á endanum og núna prýðir hún stofuborðið. Hún verður hengd upp innan skamms fram á vor, enda fengu ofvirknigenin mín mig til að kaupa HINA draumavélina mína... Mustang P51 frá Hangar 9. Það verður þá líklega næsti þráður frá mér!
Meðfylgjandi eru myndir frá samsetningunni!
Kassinn opnaður og stofuborðið lagt undir... við hrifningu frá konunni!
Allt að taka á sig mynd... og stofuborðið enn undirlagt.
Stubburinn lagði til flugmann... Teenage Mutant Ninja Hero Turtle Bob... á stofuborðinu.
Komin á gólfið... konan jafnhrifin....
Og aftur á stofuborðið... en með gulri málningu! Davíð er stoltur af TMNH Bob! Það var samt tragedía þegar ég sagaði hann sundur!
Jæja, svona er þetta... ég er að fjárfesta í trainer og byrjendapakka og öllu tilheyrandi. Svo verður allt klabbið fært yfir í Corsair, þegar það er viðeigandi. Nú er bara að bíða eftir vorinu! Og Mustang!
The chance of survival is proportional to the angle of arrival.
- Björn G Leifsson
- Póstar: 2914
- Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45
Re: Corsair F4U
Sko til. Dellan leynist víða.
Til hamingju með þetta og velkominn í hópinn.
Það er nokkuð mikilvægt að fara réttum megin framúr í þessu sporti. Byrja á réttum enda svo að segja. Notaðu "byrjendapakkann" vel áður en þú ferð yfir í "heitari" flygildin. Okkur er umhugað um að menn komist vel af stað í þessu svo það er bara að nýta sér það. Þú hefur kannski séð að við erum að hugsa um að hóa saman þeim nýrri í sportinu bráðum í huggulegt spjall. Klikka hér til að sjá þráðinn um það
Til hamingju með þetta og velkominn í hópinn.
Það er nokkuð mikilvægt að fara réttum megin framúr í þessu sporti. Byrja á réttum enda svo að segja. Notaðu "byrjendapakkann" vel áður en þú ferð yfir í "heitari" flygildin. Okkur er umhugað um að menn komist vel af stað í þessu svo það er bara að nýta sér það. Þú hefur kannski séð að við erum að hugsa um að hóa saman þeim nýrri í sportinu bráðum í huggulegt spjall. Klikka hér til að sjá þráðinn um það
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
H.L. Mencken
Re: Corsair F4U
Takk fyrir þessar móttökur.
Já, ég hyggst læra að fljúga trainernum og færa svo allt dótið yfir í Corsair... when the time is right. En já, ég held að það sé mikilvægt í svona "dellu" að vera hluti af hópi... það gefur manni meira. Þess vegna treð ég mér nú að með mitt "smíðaverkefni" (æ... þetta var nú mest að líma og skrúfa).
Mustanginn kom í hús í kvöld... ég verð að drífa mig í að losa stofuborðið!
Später, amigos!
Já, ég hyggst læra að fljúga trainernum og færa svo allt dótið yfir í Corsair... when the time is right. En já, ég held að það sé mikilvægt í svona "dellu" að vera hluti af hópi... það gefur manni meira. Þess vegna treð ég mér nú að með mitt "smíðaverkefni" (æ... þetta var nú mest að líma og skrúfa).
Mustanginn kom í hús í kvöld... ég verð að drífa mig í að losa stofuborðið!
Später, amigos!
The chance of survival is proportional to the angle of arrival.
- Björn G Leifsson
- Póstar: 2914
- Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45
Re: Corsair F4U
Til þess eru klúbbarnir og til þess er svona spjallrás, að menn (og einstaka konur ) haldi hópinn og hafi gagn og gaman hver af öðrum. Það er um að gera að nota sér allar þær upplýsingar sem aðgengilegar eru.
Það er ekkert vit í öðru en að vera meðlimur í klúbbi. Þó ekki sé nema vegna þeirrar frábæru aðstöðu sem maður fær og trygginganna sem eru ófrávíkjanlegar.
Svona ARF-ar eru ekki alltaf einfaldir í samsetningu og það eru allmörg tæknileg atriði sem geta vafist fyrir.
Gaui stórsmiður á Akureyri gerði smíðaþráð um ARFa nýlega þar sem ýmiss ómetanlegur fróðleikur kemur fram.
Það er ekkert vit í öðru en að vera meðlimur í klúbbi. Þó ekki sé nema vegna þeirrar frábæru aðstöðu sem maður fær og trygginganna sem eru ófrávíkjanlegar.
Svona ARF-ar eru ekki alltaf einfaldir í samsetningu og það eru allmörg tæknileg atriði sem geta vafist fyrir.
Gaui stórsmiður á Akureyri gerði smíðaþráð um ARFa nýlega þar sem ýmiss ómetanlegur fróðleikur kemur fram.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
H.L. Mencken
Re: Corsair F4U
Velkominn, glæsileg byrjun svo ekki sé meira sagt
Eru menn komnir með flughermi til að fljúga í vetur eða kemur hann með byrjendapakkanum?
Passaðu að stjórnvírarnir fyrir stélfletina í Mustanginum séu ekki jafn deigir og gagnslausir og þeir voru í Thunderboltinum.
Eru menn komnir með flughermi til að fljúga í vetur eða kemur hann með byrjendapakkanum?
Passaðu að stjórnvírarnir fyrir stélfletina í Mustanginum séu ekki jafn deigir og gagnslausir og þeir voru í Thunderboltinum.
Icelandic Volcano Yeti
Re: Corsair F4U
Takk fyrir það.
Já, ég er með FMS. Það gengur bara vel enn sem komið er, en ætli maður reyni svo ekki að fá einhvern reyndan flugmann í lið með sér þegar kemur að því að fljúga í fyrsta sinn utan tölvunnar.
Ég þarf að skoða vírana með Mustanginum. Þeir eru stífir og góðir í Corsair. Ekkert eins og "lakkrísinn" í hinum annars dúndurflotta Thunderbolt.
Já, ég er með FMS. Það gengur bara vel enn sem komið er, en ætli maður reyni svo ekki að fá einhvern reyndan flugmann í lið með sér þegar kemur að því að fljúga í fyrsta sinn utan tölvunnar.
Ég þarf að skoða vírana með Mustanginum. Þeir eru stífir og góðir í Corsair. Ekkert eins og "lakkrísinn" í hinum annars dúndurflotta Thunderbolt.
The chance of survival is proportional to the angle of arrival.
Re: Corsair F4U
Flottur þráður, og gríðalega góð byrjun hjá þér Offi.
Gaman að fá svona áhugasama menn í sportið.
Þú ættir að hafa samband við Björn og kíkja til hans á fyrirhugaðan fund / samkomu .
Það verður ögugglega fróðleikt og skemmtilegt.
. Birgir.
Gaman að fá svona áhugasama menn í sportið.
Þú ættir að hafa samband við Björn og kíkja til hans á fyrirhugaðan fund / samkomu .
Það verður ögugglega fróðleikt og skemmtilegt.
. Birgir.
"If a Swiss banker jumps off a cliff, follow him....there's likely money in it."
Re: Corsair F4U
Offi
Kíktu í skúrinn á Grísará ef þú ert einhvern tíman fyrir norðan. Það er alltaf gaman að hitta ný andlit.
Kíktu í skúrinn á Grísará ef þú ert einhvern tíman fyrir norðan. Það er alltaf gaman að hitta ný andlit.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Corsair F4U
talaði sennilega við þig í síma um daginn Offi, vinur Árna Hrólfs......!!!!! Endilega kíktu við hjá einhverjum af okkur hér fyrir Norðan ef þín ferð liggur þangað!!!!! Velkominn í hópinn...